Þúsundir Breta hyggja á vetrarferð til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2020 07:24 Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Snæland-Grímssonar segir þúsundir breskra ferðamanna stefna hingað til lands í vetur. Vísir/Vilhelm Breskir ferðamenn í þúsundatali hafa bókað ferðir hingað til lands næsta vetur í gegnum ferðaskrifstofuna Tui. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Hallgrími Lárussyni, framkvæmdastjóra ferðaþjónustufyrirtækisins Snæland-Grímssonar. Fyrirtækið er samstarfsaðili Tui, sem er stærsta ferðaskrifstofa í heimi og flytur tugi þúsunda ferðamanna hingað til lands á ári hverju. Hallgrímur segir breska ferðamenn hafa sérstakan áhuga á Íslandi yfir vetrartímann. Spila norðurljósin þar stórt hlutverk. Hann segir fólk í ferðaþjónustu vera farið að sjá til sólar, og að mikið af fyrirspurnum frá erlendum ferðaskrifstofum hafi borist til fyrirtækis hans. Hallgrímur segist binda töluverðar vonir við að umferð ferðamanna hingað til lands verði talsverð í vetur. Hann sé bjartsýnn, þó kórónuveirufaraldurinn hafi, líkt og annars staðar í ferðaþjónustu, valdið samdrætti í sölu. Sérstaklega segir Hallgrímur að viðskiptavinir sínir í Þýskalandi séu orðnir óþreyjufullir að geta boðið upp á ferðir til Íslands, en ferðatakmörkunum frá Þýskalandi til Íslands verður aflétt 15. júní næstkomandi. Þá segir hann að margir ferðamenn sem átt hafi ferðir hingað til lands í sumar hafi fært þær fram á haust, frekar en að afbóka. Hann segir áhuga ferðamanna á Íslandi vera mikinn, og telur að umfjöllun um viðbrögð stjórnvalda og heilbrigðiskerfisins við kórónuveirufaraldrinum hafi skilað sér út á ferðamannamarkaðinn. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Breskir ferðamenn í þúsundatali hafa bókað ferðir hingað til lands næsta vetur í gegnum ferðaskrifstofuna Tui. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Hallgrími Lárussyni, framkvæmdastjóra ferðaþjónustufyrirtækisins Snæland-Grímssonar. Fyrirtækið er samstarfsaðili Tui, sem er stærsta ferðaskrifstofa í heimi og flytur tugi þúsunda ferðamanna hingað til lands á ári hverju. Hallgrímur segir breska ferðamenn hafa sérstakan áhuga á Íslandi yfir vetrartímann. Spila norðurljósin þar stórt hlutverk. Hann segir fólk í ferðaþjónustu vera farið að sjá til sólar, og að mikið af fyrirspurnum frá erlendum ferðaskrifstofum hafi borist til fyrirtækis hans. Hallgrímur segist binda töluverðar vonir við að umferð ferðamanna hingað til lands verði talsverð í vetur. Hann sé bjartsýnn, þó kórónuveirufaraldurinn hafi, líkt og annars staðar í ferðaþjónustu, valdið samdrætti í sölu. Sérstaklega segir Hallgrímur að viðskiptavinir sínir í Þýskalandi séu orðnir óþreyjufullir að geta boðið upp á ferðir til Íslands, en ferðatakmörkunum frá Þýskalandi til Íslands verður aflétt 15. júní næstkomandi. Þá segir hann að margir ferðamenn sem átt hafi ferðir hingað til lands í sumar hafi fært þær fram á haust, frekar en að afbóka. Hann segir áhuga ferðamanna á Íslandi vera mikinn, og telur að umfjöllun um viðbrögð stjórnvalda og heilbrigðiskerfisins við kórónuveirufaraldrinum hafi skilað sér út á ferðamannamarkaðinn.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira