Hafa útbúið sótthreinsunargöng á leikvanginum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2020 15:00 Viðar Örn Kjartansson lék með liði Maccabi Tel Aviv á sínum tíma. Hann þekkir því vel til aðstæðna á Bloomfield leikvanginum í Tel Aviv. EPA-EFE/ATEF SAFADI Öll knattspyrnufélög heims þurfa að gera ráðstafanir þessa dagana vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og smitvarnir eru settar í algjöran forgang. Á Bloomfield leikvanginum í Tel Aviv í Ísrael er greinilega engin áhætta tekin en á vellinum spila flest liðin í stærstu borg landsins. Lið eins og Maccabi Tel Aviv, Hapoel Tel Aviv og Bnei Yehuda Tel Aviv. Nú hafa starfsmenn vallarins komið upp sérstökum sótthreinsunargöngum sem leikmenn ganga í gegnum á leið sinni út á völl. The Bloomfield Stadium in Tel Aviv has installed a special tunnel to spray players with disinfectant.More: https://t.co/tmZmA3K9oR pic.twitter.com/cBFAo49i0l— BBC Sport (@BBCSport) June 3, 2020 Göngin eru sjálfvirk að því leiti að þau nema það þegar einhverjir koma inn í þau en við það fer kerfið af stað. Leikmenn eru síðan úðaðir með sótthreinsivökva í fimmtán sekúndur og geta eftir það farið inn á völlinn. Þrír leikir hafa farið fram á vellinum síðan að sótthreinsigöngin voru tekin í notkun um síðustu helgi. Ísraelska deildin fór aftur af stað í síðasta mánuði en engir áhorfendur eru leyfðir á leikjunum. Leikmenn, starfsmenn og fjölmiðlamenn eru samt ekki skyldaðir til að ganga í gegnum þessi glergöng en engu að síður hafa 100 til 200 manns gert það fyrir hvern leik. „Flestir eru tilbúnir að fara í gegnum göngin. Þau eru mun öruggari á eftir,“ sagði Eran Druker varaforseti RD Pack fyrirtækisins sem setti upp göngin. „Við erum ekki lækningin við kórónuveirunni en við erum að berjast gegn útbreiðslu hennar,“ sagði Druker. Happening now: @TelAviv Mayor @Ron_Huldai tests a sanitation tunnel developed by RD Pack that sprays the environmentally-friendly disinfectant based on tap water developed at Bar-Ilan. The tunnel is now being piloted at Bloomfield Stadium to promote hygiene at public venues pic.twitter.com/psdxNYmbET— Bar-Ilan University (@ubarilan) June 2, 2020 Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Öll knattspyrnufélög heims þurfa að gera ráðstafanir þessa dagana vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og smitvarnir eru settar í algjöran forgang. Á Bloomfield leikvanginum í Tel Aviv í Ísrael er greinilega engin áhætta tekin en á vellinum spila flest liðin í stærstu borg landsins. Lið eins og Maccabi Tel Aviv, Hapoel Tel Aviv og Bnei Yehuda Tel Aviv. Nú hafa starfsmenn vallarins komið upp sérstökum sótthreinsunargöngum sem leikmenn ganga í gegnum á leið sinni út á völl. The Bloomfield Stadium in Tel Aviv has installed a special tunnel to spray players with disinfectant.More: https://t.co/tmZmA3K9oR pic.twitter.com/cBFAo49i0l— BBC Sport (@BBCSport) June 3, 2020 Göngin eru sjálfvirk að því leiti að þau nema það þegar einhverjir koma inn í þau en við það fer kerfið af stað. Leikmenn eru síðan úðaðir með sótthreinsivökva í fimmtán sekúndur og geta eftir það farið inn á völlinn. Þrír leikir hafa farið fram á vellinum síðan að sótthreinsigöngin voru tekin í notkun um síðustu helgi. Ísraelska deildin fór aftur af stað í síðasta mánuði en engir áhorfendur eru leyfðir á leikjunum. Leikmenn, starfsmenn og fjölmiðlamenn eru samt ekki skyldaðir til að ganga í gegnum þessi glergöng en engu að síður hafa 100 til 200 manns gert það fyrir hvern leik. „Flestir eru tilbúnir að fara í gegnum göngin. Þau eru mun öruggari á eftir,“ sagði Eran Druker varaforseti RD Pack fyrirtækisins sem setti upp göngin. „Við erum ekki lækningin við kórónuveirunni en við erum að berjast gegn útbreiðslu hennar,“ sagði Druker. Happening now: @TelAviv Mayor @Ron_Huldai tests a sanitation tunnel developed by RD Pack that sprays the environmentally-friendly disinfectant based on tap water developed at Bar-Ilan. The tunnel is now being piloted at Bloomfield Stadium to promote hygiene at public venues pic.twitter.com/psdxNYmbET— Bar-Ilan University (@ubarilan) June 2, 2020
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira