Foreldrar langveikra barna hafi ekki haft annarra kosta völ en að fara í verndarsóttkví Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2020 16:10 Vísir/Vilhelm Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri og fjölskyldufræðingur Einstakra barna, segir að foreldrar barna með fötlun sem og foreldrar langveikra barna hafi farið afar illa út úr kórónuveirufaraldrinum, bæði andlega og efnahagslega. „Okkar hópur stóð frammi fyrir því að þurfa að fara í verndarsóttkví. Í mjög mörgum tilfellum þurftu báðir foreldrar að fara heim. Það er tvíþætt, annars vegar getur annað foreldrið borið heim sjúkdóminn og hins vegar þarf barnið, sem er með veikindi eða fötlun, tvo til umönnunar.“ „Þetta fólk hefur ekkert val í þessum aðstæðum. Þetta snýst um baráttu upp á líf og dauða. Ef svona sjúkdómur kemst í tæri við mörg af þessum börnum hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Það er því miður staðreynd.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, undirritaði þessar breytingar á reglugerð um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna á dögunum en samkvæmt breytingum verður heimilt að greiða þeim eingreiðslu sem nemur 25% af umönnunargreiðslum fyrir einn mánuð vegna faraldursins. Guðrún Helga segir að allt sem komi til móts við hópinn sé af hinu góða en eingreiðslan sé því miður ekki nema dropi í hafið. Hópurinn hafi ítrekað kallað eftir launagreiðslum í verndarsóttkví en stjórnvöld ekki orðið við þörfum þeirra. „Okkur hefði þótt langbest ef stjórnvöld hefðu gripið inn í og tryggt þessum fjölskyldum launagreiðslur í þessa tvo mánuði á meðan á faraldrinum stóð. Hvernig sem það hefði verið útfært við vinnuveitendur og kerfið. […] Við vitum að einstaklingunum sem fóru í sóttkví voru tryggð laun áfram hjá vinnuveitanda en þeir sem fóru í varnarsóttkví tilheyrðu ekki þeim hópi.“ Guðrún Helga segir að margir foreldrar sem voru á vinnumarkaði hafi skyndilega misst framfærslu sem sé nauðsynleg öllum, en sérstaklega þeim sem hafa fötluð eða langveik börn á framfæri. Foreldrarnir hafi annað hvort verið látnir taka út sumarfríið sitt eða fara í launalaust frí. Sami hópur muni lenda á vegg þegar stofnanir tengdar börnum þeirra fari í sumarfrí. „Þetta er ekkert um gríðarlega stór hópur þannig að það væri ekki stórvægilegt mál fyrir stjórnvöld að grípa inn í og laga þetta launatap fjölskyldnanna. Þótt þetta sé ekki fjölmennur hópur þá er þetta hópur sem er með þunga umönnunarþörf. Þeir sem fóru í verndarsóttkví misstu líka heimahjúkrun, liðveislu og alla aðra þjónustu á heimilinu. Foreldrarnir hafa því þurft að leggja gríðarlega vinnu í að sinna allri umönnun og allri hjúkrun ásamt því að vera foreldrar í Covid-ástandi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Félagsmál Tengdar fréttir Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að vera ekki tryggð laun Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að foreldrar langveikra barna sem eru í verndarsóttkví samkvæmt beinum tilmælum Embættis Landlæknis fái ekki tryggð laun. 30. mars 2020 19:15 Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24. mars 2020 19:50 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri og fjölskyldufræðingur Einstakra barna, segir að foreldrar barna með fötlun sem og foreldrar langveikra barna hafi farið afar illa út úr kórónuveirufaraldrinum, bæði andlega og efnahagslega. „Okkar hópur stóð frammi fyrir því að þurfa að fara í verndarsóttkví. Í mjög mörgum tilfellum þurftu báðir foreldrar að fara heim. Það er tvíþætt, annars vegar getur annað foreldrið borið heim sjúkdóminn og hins vegar þarf barnið, sem er með veikindi eða fötlun, tvo til umönnunar.“ „Þetta fólk hefur ekkert val í þessum aðstæðum. Þetta snýst um baráttu upp á líf og dauða. Ef svona sjúkdómur kemst í tæri við mörg af þessum börnum hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Það er því miður staðreynd.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, undirritaði þessar breytingar á reglugerð um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna á dögunum en samkvæmt breytingum verður heimilt að greiða þeim eingreiðslu sem nemur 25% af umönnunargreiðslum fyrir einn mánuð vegna faraldursins. Guðrún Helga segir að allt sem komi til móts við hópinn sé af hinu góða en eingreiðslan sé því miður ekki nema dropi í hafið. Hópurinn hafi ítrekað kallað eftir launagreiðslum í verndarsóttkví en stjórnvöld ekki orðið við þörfum þeirra. „Okkur hefði þótt langbest ef stjórnvöld hefðu gripið inn í og tryggt þessum fjölskyldum launagreiðslur í þessa tvo mánuði á meðan á faraldrinum stóð. Hvernig sem það hefði verið útfært við vinnuveitendur og kerfið. […] Við vitum að einstaklingunum sem fóru í sóttkví voru tryggð laun áfram hjá vinnuveitanda en þeir sem fóru í varnarsóttkví tilheyrðu ekki þeim hópi.“ Guðrún Helga segir að margir foreldrar sem voru á vinnumarkaði hafi skyndilega misst framfærslu sem sé nauðsynleg öllum, en sérstaklega þeim sem hafa fötluð eða langveik börn á framfæri. Foreldrarnir hafi annað hvort verið látnir taka út sumarfríið sitt eða fara í launalaust frí. Sami hópur muni lenda á vegg þegar stofnanir tengdar börnum þeirra fari í sumarfrí. „Þetta er ekkert um gríðarlega stór hópur þannig að það væri ekki stórvægilegt mál fyrir stjórnvöld að grípa inn í og laga þetta launatap fjölskyldnanna. Þótt þetta sé ekki fjölmennur hópur þá er þetta hópur sem er með þunga umönnunarþörf. Þeir sem fóru í verndarsóttkví misstu líka heimahjúkrun, liðveislu og alla aðra þjónustu á heimilinu. Foreldrarnir hafa því þurft að leggja gríðarlega vinnu í að sinna allri umönnun og allri hjúkrun ásamt því að vera foreldrar í Covid-ástandi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Félagsmál Tengdar fréttir Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að vera ekki tryggð laun Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að foreldrar langveikra barna sem eru í verndarsóttkví samkvæmt beinum tilmælum Embættis Landlæknis fái ekki tryggð laun. 30. mars 2020 19:15 Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24. mars 2020 19:50 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30
Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að vera ekki tryggð laun Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að foreldrar langveikra barna sem eru í verndarsóttkví samkvæmt beinum tilmælum Embættis Landlæknis fái ekki tryggð laun. 30. mars 2020 19:15
Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24. mars 2020 19:50