Hönnuðir ósáttir við Handprjónasambandið og Vísi Jakob Bjarnar skrifar 5. júní 2020 13:03 Þuríður Einarsdóttir, formaður Handprjónasambandsins og skjáskot af umræddri auglýsingu. Hönnuðir á Íslandi telja fyrirliggjandi að það sé hönnunin sem ráði og hönnunin sé íslensk. Hönnuðir á Íslandi eru afar ósáttir við frétt Vísis sem fjallar um óánægju félaga í Handprjónasambandinu með eina birtingarmynd herferðar sem Íslenska stjórnarráðið og fleiri samtök standa að þar sem hvatt er til þess að fólk velji íslenskt: Íslenskt gjörið svo vel. Þuríður Einarsdóttir, formaður Handprjónasambandsins, telur skjóta skökku við að í herferð sem gengur út á kynna íslenskar afurðir birtist auglýsing af konu sem er í peysu sem framleidd er utan landsteina. Fréttin var undir fyrirsögninni „Veljum íslenskt í kínverskri peysu“. Var þar byggt á því að Þuríður taldi næsta víst að umrædd peysa væri framleidd í Kína. Við nánari eftirgrennslan reyndist það ónákvæmt og var fyrirsögninni breytt í ljósi þess. Bæði Fatahönnunarfélag Íslands og Hönnunarmiðstöðin hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem afstaða Þuríðar Einarsdóttur, formanns Handprjónasambandsins, sem og reyndar fréttaflutningur Vísis, er fordæmdur. Báðar yfirlýsingarnar má sjá í heild sinni hér neðar. Telja rýrð kastað á Farmers Market Í yfirlýsingu Hönnunarmiðstöðvarinnar, sem Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri sendi Vísi, segir meðal annars að „umfjöllun fréttarinnar er full af rangfærslum og það er fyrir neðan allra hellur að kasta rýrð á Farmers Market, leiðandi íslenskt hönnunarfyrirtæki sem vinnur af metnaði að nýsköpun og vöruþróun og sækir að hluta innblástur í íslenska arfleifð.“ Halla Helgadóttir er framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvarinnar en hún telur óásættanlegt að lítið sé gert úr hinu góða starfi Farmers Market. Þar kemur fram að umrædd peysa, sem Þuríður taldi að hafi verið framleidd í Kína, sé hreint ekki prjónuð þar heldur í Portúgal. „Peysan sem konan klæðist er hönnuð af Bergþóru Guðnadóttur sem er framúrskarandi íslenskur fatahönnuður, sem fagnar 20 ára starfsafmæli í ár, og er eigandi íslenska hönnunarfyrirtækisins Farmers Market. Á peysunni er munstur sem Bergþóra hannaði en hún er prjónuð úr alpaca ull og framleidd af litlu fjölskyldufyrirtæki í Portúgal. Farmers Market leggur ríka áherslu á hönnun, sjálfbærni og vistvæna framleiðslu.“ Halla telur ámælisvert að ekki hafi verið leitað eftir viðbrögðum frá íslenska hönnunarfyrirtækinu Farmers Market við vinnslu fréttarinnar. Hönnunin gerir peysuna íslenska Ásmundur Már Friðriksson sendi þá yfirlýsingu vegna fréttarinnar fyrir hönd Fatahönnunarfélags en þar er meðal annars vísað til ummæla Þuríðar þess efnis að umrædd peysa Farmers Market sé ekki íslensk vara af því að hún sé ekki prjónuð innanlands. Ásgrímur Már Friðriksson hjá Fatahönnunarfélagi Íslands bendir á að það sé hönnunin sem geri peysuna og hún sé einmitt íslensk. „Fatahönnunarfélag Íslands hafnar þessum fullyrðingum alfarið. Farmers Market er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem hefur verið þátttakandi í íslensku efnahagslífi í formi verðmæta- og atvinnusköpunar frá árinu 2005.“ Í yfirlýsingunni er sú skoðun sett fram að þó peysan sé ekki framleidd á Íslandi þá sé hún engu að síður íslensk. „Það er það hugvit og sá þáttur ferilsins sem gerir peysuna Ásgarð einmitt að íslenskri vöru. Formaður Handprjónasambands Íslands er því einmitt að bera saman epli og appelsínur.“ Eins og áður sagði má sjá yfirlýsingarnar í heild sinni hér neðar, en þær eru fróðlegar um margt í því því sem snýr að íslenskri hönnun. Hönnuð íslensk föt Hönnunarmiðstöð Íslands gerir verulega athugasemd við frétt sem birtist á visi.is í dag undir fyrirsögninni „Veljum íslenskt í kínverskri lopapeysu“ Fréttin fjallar um heilsíðuauglýsingu sem er hluti af átakinu Íslenskt - gjörið svo vel sem gengur út á að auglýsa íslenskar vörur og þjónustu. Fjölskyldan í auglýsingunni er að mestu klædd í vönduð og vel hönnuð íslensk föt frá amk. þrem íslenskum hönnunarfyrirtækjum. Fyrirtækin skapa öll fjölda verðmætra og eftirsóttra starfa, veltu hér á landi og sum verulegar útflutningstekjur. Peysan sem konan klæðist er hönnuð af Bergþóru Guðnadóttur sem er framúrskarandi íslenskur fatahönnuður, sem fagnar 20 ára starfsafmæli í ár, og er eigandi íslenska hönnunarfyrirtækisins Farmers Market. Á peysunni er munstur sem Bergþóra hannaði en hún er prjónuð úr alpaca ull og framleidd af litlu fjölskyldufyrirtæki í Portúgal. Farmers Market leggur ríka áherslu á hönnun, sjálfbærni og vistvæna framleiðslu. Staðreyndin er að enginn á umræddri mynd klæðist hefðbundinni íslenskri lopapeysu. Íslenska lopapeysan byggir á íslenskri handverkshefð sem mótast hefur í höndum fjölda prjónandi kvenna og karla á Íslandi og er hluti af sameiginlegum þjóðararfi allra Íslendinga. Okkur er öllum frjálst á sækja innblástur og byggja nýjar hugmyndir á honum. Það heitir framþróun og nýsköpun. Allt er þetta jafn mikilvægt; íslensk hönnun og hugvit, íslensk nýsköpun, íslenskt handverk eða íslensk framleiðsla, þó sumt geti verið efnahagslega mikilvægara en annað. Íslenskir hönnuðir bera almennt mikla virðingu fyrir íslensku hráefni, góðu handverki, íslenskri prjónahefð og vinnu og verkefnum félaga Handprjónasambandsins. Margir hönnuðir og fyrirtæki þeirra myndu kjósa að láta framleiða vörur sínar hér á landi, væri það hægt. Staðreyndin er sú að hér á landi eru einfaldlega ekki til fyrirtæki geta framleitt fatnað eins og þann sem fólkið klæðist á myndinni. Umfjöllun fréttarinnar er full af rangfærslum og það er fyrir neðan allra hellur að kasta rýrð á Farmers Market, leiðandi íslenskt hönnunarfyrirtæki sem vinnur af metnaði að nýsköpun og vöruþróun og sækir að hluta innblástur í íslenska arfleifð. Það er líka staðreynd að Bergþóra Guðnadóttir hefur með hönnun sinni haft mjög jákvæð og víðtæk áhrif á þróun íslensku lopapeysunnar og fjöldi prjónakvenna og karla sótt innblástur í vinnu hennar og nýsköpun. Þess má geta að konan og karlinn á myndinni eru í jökkum frá Farmers Market. Peysan sem karlmaðurinn klæðist og peysa og buxur litlu stúlkunnar eru hannaðar íslenskar vörur frá íslenska hönnunarfyrirtækinu As We Grow, handhafar Hönnunarverðlauna Íslands 2016, og gula vestið er frá íslenska hönnunarfyrirtækinu 66°Norður, leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki þar sem eru starfandi um 200 manns við hönnun, þróun, framleiðslu, markaðssetningu og sölu á íslenskri hönnun og hugverki hér heima sem og erlendis. Öll þessi fyrirtæki horfa til framtíðar eru að byggja upp mikilvæga atvinnustarfsemi, skapa verðmæti og störf m.a. fyrir ungt vel menntað fólk úr skapandi greinum. Er það raunverulegur vilji Handprjónasambandsins að reyna að bregða fæti fyrir þau? Það er ámælisvert að ekki var leitað eftir viðbrögðum frá íslenska hönnunarfyrirtækinu Farmers Market við vinnslu fréttarinnar. Fyrir hönd Hönnunarmiðstöðvar Ísland, Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Yfirlýsing Fatahönnunarfélag Íslands Stjórn Fatahönnunarfélags Íslands vill koma á framfæri athugasemdum vegna ummæla sem höfð eru eftir Þuríði Einarsdóttur formanns Handprjónasambands Íslands í fréttinni: Veljum íslenskt í kínverskri lopapeysu – sem birtist á Vísi 4. júní 2020. Í ummælum sem eftir Þuríði eru höfð í fréttinni má ráða að peysa Farmers Market sé ekki íslensk vara þar sem hún sé ekki prjónuð innanlands. Fatahönnunarfélag Íslands hafnar þessum fullyrðingum alfarið. Farmers Market er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem hefur verið þátttakandi í íslensku efnahagslífi í formi verðmæta- og atvinnusköpunar frá árinu 2005. Farmers Market vinnur með íslenska arfleifð í hönnun sinni. Umrædd peysa í auglýsingunni ber nafnið Ásgarður og er snið hennar, efnisnotkun og hönnun töluvert frábrugðinn hinni klassísku lopapeysu. Því er ógerlegt að bera saman þá arfleifð og það handverk sem lopapeysan er og hönnun Farmers Market sem aftur á móti dregur innblástur sinni frá þeirri arfleifð. Fatahönnunarfélag Íslands vill nýta tækifærið og leiðrétta algengan misskilning varðandi íslenska hönnun og íslenska framleiðslu. Íslensk hönnun er framleiðsla á íslensku hugviti og nýsköpun. Þó að áþreifanlega varan sjálf sé ekki endilega framleidd á Íslandi, þýðir það ekki að hún sé ekki íslensk vara. Íslensk hönnunarfyrirtæki eru þátttakendur í íslensku atvinnulífi. Þau skapa störf, þau eru landkynning og þau skila inn verðmætum í ríkiskassann. Takmark flestra íslenskra hönnuða er að bjóða íslenskum neytendum upp á vandaðar og samkeppnishæfar vörur. Til að ná fram því takmarki þurfa hönnunarfyrirtæki gjarnan að leita út fyrir landsteinana í leit af framleiðsluaðilum. Staðreyndin er hins vegar sú að þótt íslenskir hönnuðir myndu gjarnan vilja framleiða vörur sínar hér á landi að þá eru framleiðslumöguleikar hérlendis af skornum skammti. Hins vegar er stærsti hluti hönnunarferilsins unnin hér á landi enda er iðulega þar um að ræða langt ferli rannsókna og vöruþróunar. Það er það hugvit og sá þáttur ferilsins sem gerir peysuna Ásgarð einmitt að íslenskri vöru. Formaður Handprjónasambands Íslands er því einmitt að bera saman epli og appelsínur. Með góðri kveðju, f.h. Fatahönnunarfélag Íslands, Ásgrímur Már Friðriksson Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tíska og hönnun Prjónaskapur Handverk Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Hönnuðir á Íslandi eru afar ósáttir við frétt Vísis sem fjallar um óánægju félaga í Handprjónasambandinu með eina birtingarmynd herferðar sem Íslenska stjórnarráðið og fleiri samtök standa að þar sem hvatt er til þess að fólk velji íslenskt: Íslenskt gjörið svo vel. Þuríður Einarsdóttir, formaður Handprjónasambandsins, telur skjóta skökku við að í herferð sem gengur út á kynna íslenskar afurðir birtist auglýsing af konu sem er í peysu sem framleidd er utan landsteina. Fréttin var undir fyrirsögninni „Veljum íslenskt í kínverskri peysu“. Var þar byggt á því að Þuríður taldi næsta víst að umrædd peysa væri framleidd í Kína. Við nánari eftirgrennslan reyndist það ónákvæmt og var fyrirsögninni breytt í ljósi þess. Bæði Fatahönnunarfélag Íslands og Hönnunarmiðstöðin hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem afstaða Þuríðar Einarsdóttur, formanns Handprjónasambandsins, sem og reyndar fréttaflutningur Vísis, er fordæmdur. Báðar yfirlýsingarnar má sjá í heild sinni hér neðar. Telja rýrð kastað á Farmers Market Í yfirlýsingu Hönnunarmiðstöðvarinnar, sem Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri sendi Vísi, segir meðal annars að „umfjöllun fréttarinnar er full af rangfærslum og það er fyrir neðan allra hellur að kasta rýrð á Farmers Market, leiðandi íslenskt hönnunarfyrirtæki sem vinnur af metnaði að nýsköpun og vöruþróun og sækir að hluta innblástur í íslenska arfleifð.“ Halla Helgadóttir er framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvarinnar en hún telur óásættanlegt að lítið sé gert úr hinu góða starfi Farmers Market. Þar kemur fram að umrædd peysa, sem Þuríður taldi að hafi verið framleidd í Kína, sé hreint ekki prjónuð þar heldur í Portúgal. „Peysan sem konan klæðist er hönnuð af Bergþóru Guðnadóttur sem er framúrskarandi íslenskur fatahönnuður, sem fagnar 20 ára starfsafmæli í ár, og er eigandi íslenska hönnunarfyrirtækisins Farmers Market. Á peysunni er munstur sem Bergþóra hannaði en hún er prjónuð úr alpaca ull og framleidd af litlu fjölskyldufyrirtæki í Portúgal. Farmers Market leggur ríka áherslu á hönnun, sjálfbærni og vistvæna framleiðslu.“ Halla telur ámælisvert að ekki hafi verið leitað eftir viðbrögðum frá íslenska hönnunarfyrirtækinu Farmers Market við vinnslu fréttarinnar. Hönnunin gerir peysuna íslenska Ásmundur Már Friðriksson sendi þá yfirlýsingu vegna fréttarinnar fyrir hönd Fatahönnunarfélags en þar er meðal annars vísað til ummæla Þuríðar þess efnis að umrædd peysa Farmers Market sé ekki íslensk vara af því að hún sé ekki prjónuð innanlands. Ásgrímur Már Friðriksson hjá Fatahönnunarfélagi Íslands bendir á að það sé hönnunin sem geri peysuna og hún sé einmitt íslensk. „Fatahönnunarfélag Íslands hafnar þessum fullyrðingum alfarið. Farmers Market er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem hefur verið þátttakandi í íslensku efnahagslífi í formi verðmæta- og atvinnusköpunar frá árinu 2005.“ Í yfirlýsingunni er sú skoðun sett fram að þó peysan sé ekki framleidd á Íslandi þá sé hún engu að síður íslensk. „Það er það hugvit og sá þáttur ferilsins sem gerir peysuna Ásgarð einmitt að íslenskri vöru. Formaður Handprjónasambands Íslands er því einmitt að bera saman epli og appelsínur.“ Eins og áður sagði má sjá yfirlýsingarnar í heild sinni hér neðar, en þær eru fróðlegar um margt í því því sem snýr að íslenskri hönnun. Hönnuð íslensk föt Hönnunarmiðstöð Íslands gerir verulega athugasemd við frétt sem birtist á visi.is í dag undir fyrirsögninni „Veljum íslenskt í kínverskri lopapeysu“ Fréttin fjallar um heilsíðuauglýsingu sem er hluti af átakinu Íslenskt - gjörið svo vel sem gengur út á að auglýsa íslenskar vörur og þjónustu. Fjölskyldan í auglýsingunni er að mestu klædd í vönduð og vel hönnuð íslensk föt frá amk. þrem íslenskum hönnunarfyrirtækjum. Fyrirtækin skapa öll fjölda verðmætra og eftirsóttra starfa, veltu hér á landi og sum verulegar útflutningstekjur. Peysan sem konan klæðist er hönnuð af Bergþóru Guðnadóttur sem er framúrskarandi íslenskur fatahönnuður, sem fagnar 20 ára starfsafmæli í ár, og er eigandi íslenska hönnunarfyrirtækisins Farmers Market. Á peysunni er munstur sem Bergþóra hannaði en hún er prjónuð úr alpaca ull og framleidd af litlu fjölskyldufyrirtæki í Portúgal. Farmers Market leggur ríka áherslu á hönnun, sjálfbærni og vistvæna framleiðslu. Staðreyndin er að enginn á umræddri mynd klæðist hefðbundinni íslenskri lopapeysu. Íslenska lopapeysan byggir á íslenskri handverkshefð sem mótast hefur í höndum fjölda prjónandi kvenna og karla á Íslandi og er hluti af sameiginlegum þjóðararfi allra Íslendinga. Okkur er öllum frjálst á sækja innblástur og byggja nýjar hugmyndir á honum. Það heitir framþróun og nýsköpun. Allt er þetta jafn mikilvægt; íslensk hönnun og hugvit, íslensk nýsköpun, íslenskt handverk eða íslensk framleiðsla, þó sumt geti verið efnahagslega mikilvægara en annað. Íslenskir hönnuðir bera almennt mikla virðingu fyrir íslensku hráefni, góðu handverki, íslenskri prjónahefð og vinnu og verkefnum félaga Handprjónasambandsins. Margir hönnuðir og fyrirtæki þeirra myndu kjósa að láta framleiða vörur sínar hér á landi, væri það hægt. Staðreyndin er sú að hér á landi eru einfaldlega ekki til fyrirtæki geta framleitt fatnað eins og þann sem fólkið klæðist á myndinni. Umfjöllun fréttarinnar er full af rangfærslum og það er fyrir neðan allra hellur að kasta rýrð á Farmers Market, leiðandi íslenskt hönnunarfyrirtæki sem vinnur af metnaði að nýsköpun og vöruþróun og sækir að hluta innblástur í íslenska arfleifð. Það er líka staðreynd að Bergþóra Guðnadóttir hefur með hönnun sinni haft mjög jákvæð og víðtæk áhrif á þróun íslensku lopapeysunnar og fjöldi prjónakvenna og karla sótt innblástur í vinnu hennar og nýsköpun. Þess má geta að konan og karlinn á myndinni eru í jökkum frá Farmers Market. Peysan sem karlmaðurinn klæðist og peysa og buxur litlu stúlkunnar eru hannaðar íslenskar vörur frá íslenska hönnunarfyrirtækinu As We Grow, handhafar Hönnunarverðlauna Íslands 2016, og gula vestið er frá íslenska hönnunarfyrirtækinu 66°Norður, leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki þar sem eru starfandi um 200 manns við hönnun, þróun, framleiðslu, markaðssetningu og sölu á íslenskri hönnun og hugverki hér heima sem og erlendis. Öll þessi fyrirtæki horfa til framtíðar eru að byggja upp mikilvæga atvinnustarfsemi, skapa verðmæti og störf m.a. fyrir ungt vel menntað fólk úr skapandi greinum. Er það raunverulegur vilji Handprjónasambandsins að reyna að bregða fæti fyrir þau? Það er ámælisvert að ekki var leitað eftir viðbrögðum frá íslenska hönnunarfyrirtækinu Farmers Market við vinnslu fréttarinnar. Fyrir hönd Hönnunarmiðstöðvar Ísland, Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Yfirlýsing Fatahönnunarfélag Íslands Stjórn Fatahönnunarfélags Íslands vill koma á framfæri athugasemdum vegna ummæla sem höfð eru eftir Þuríði Einarsdóttur formanns Handprjónasambands Íslands í fréttinni: Veljum íslenskt í kínverskri lopapeysu – sem birtist á Vísi 4. júní 2020. Í ummælum sem eftir Þuríði eru höfð í fréttinni má ráða að peysa Farmers Market sé ekki íslensk vara þar sem hún sé ekki prjónuð innanlands. Fatahönnunarfélag Íslands hafnar þessum fullyrðingum alfarið. Farmers Market er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem hefur verið þátttakandi í íslensku efnahagslífi í formi verðmæta- og atvinnusköpunar frá árinu 2005. Farmers Market vinnur með íslenska arfleifð í hönnun sinni. Umrædd peysa í auglýsingunni ber nafnið Ásgarður og er snið hennar, efnisnotkun og hönnun töluvert frábrugðinn hinni klassísku lopapeysu. Því er ógerlegt að bera saman þá arfleifð og það handverk sem lopapeysan er og hönnun Farmers Market sem aftur á móti dregur innblástur sinni frá þeirri arfleifð. Fatahönnunarfélag Íslands vill nýta tækifærið og leiðrétta algengan misskilning varðandi íslenska hönnun og íslenska framleiðslu. Íslensk hönnun er framleiðsla á íslensku hugviti og nýsköpun. Þó að áþreifanlega varan sjálf sé ekki endilega framleidd á Íslandi, þýðir það ekki að hún sé ekki íslensk vara. Íslensk hönnunarfyrirtæki eru þátttakendur í íslensku atvinnulífi. Þau skapa störf, þau eru landkynning og þau skila inn verðmætum í ríkiskassann. Takmark flestra íslenskra hönnuða er að bjóða íslenskum neytendum upp á vandaðar og samkeppnishæfar vörur. Til að ná fram því takmarki þurfa hönnunarfyrirtæki gjarnan að leita út fyrir landsteinana í leit af framleiðsluaðilum. Staðreyndin er hins vegar sú að þótt íslenskir hönnuðir myndu gjarnan vilja framleiða vörur sínar hér á landi að þá eru framleiðslumöguleikar hérlendis af skornum skammti. Hins vegar er stærsti hluti hönnunarferilsins unnin hér á landi enda er iðulega þar um að ræða langt ferli rannsókna og vöruþróunar. Það er það hugvit og sá þáttur ferilsins sem gerir peysuna Ásgarð einmitt að íslenskri vöru. Formaður Handprjónasambands Íslands er því einmitt að bera saman epli og appelsínur. Með góðri kveðju, f.h. Fatahönnunarfélag Íslands, Ásgrímur Már Friðriksson
Hönnunarmiðstöð Íslands gerir verulega athugasemd við frétt sem birtist á visi.is í dag undir fyrirsögninni „Veljum íslenskt í kínverskri lopapeysu“ Fréttin fjallar um heilsíðuauglýsingu sem er hluti af átakinu Íslenskt - gjörið svo vel sem gengur út á að auglýsa íslenskar vörur og þjónustu. Fjölskyldan í auglýsingunni er að mestu klædd í vönduð og vel hönnuð íslensk föt frá amk. þrem íslenskum hönnunarfyrirtækjum. Fyrirtækin skapa öll fjölda verðmætra og eftirsóttra starfa, veltu hér á landi og sum verulegar útflutningstekjur. Peysan sem konan klæðist er hönnuð af Bergþóru Guðnadóttur sem er framúrskarandi íslenskur fatahönnuður, sem fagnar 20 ára starfsafmæli í ár, og er eigandi íslenska hönnunarfyrirtækisins Farmers Market. Á peysunni er munstur sem Bergþóra hannaði en hún er prjónuð úr alpaca ull og framleidd af litlu fjölskyldufyrirtæki í Portúgal. Farmers Market leggur ríka áherslu á hönnun, sjálfbærni og vistvæna framleiðslu. Staðreyndin er að enginn á umræddri mynd klæðist hefðbundinni íslenskri lopapeysu. Íslenska lopapeysan byggir á íslenskri handverkshefð sem mótast hefur í höndum fjölda prjónandi kvenna og karla á Íslandi og er hluti af sameiginlegum þjóðararfi allra Íslendinga. Okkur er öllum frjálst á sækja innblástur og byggja nýjar hugmyndir á honum. Það heitir framþróun og nýsköpun. Allt er þetta jafn mikilvægt; íslensk hönnun og hugvit, íslensk nýsköpun, íslenskt handverk eða íslensk framleiðsla, þó sumt geti verið efnahagslega mikilvægara en annað. Íslenskir hönnuðir bera almennt mikla virðingu fyrir íslensku hráefni, góðu handverki, íslenskri prjónahefð og vinnu og verkefnum félaga Handprjónasambandsins. Margir hönnuðir og fyrirtæki þeirra myndu kjósa að láta framleiða vörur sínar hér á landi, væri það hægt. Staðreyndin er sú að hér á landi eru einfaldlega ekki til fyrirtæki geta framleitt fatnað eins og þann sem fólkið klæðist á myndinni. Umfjöllun fréttarinnar er full af rangfærslum og það er fyrir neðan allra hellur að kasta rýrð á Farmers Market, leiðandi íslenskt hönnunarfyrirtæki sem vinnur af metnaði að nýsköpun og vöruþróun og sækir að hluta innblástur í íslenska arfleifð. Það er líka staðreynd að Bergþóra Guðnadóttir hefur með hönnun sinni haft mjög jákvæð og víðtæk áhrif á þróun íslensku lopapeysunnar og fjöldi prjónakvenna og karla sótt innblástur í vinnu hennar og nýsköpun. Þess má geta að konan og karlinn á myndinni eru í jökkum frá Farmers Market. Peysan sem karlmaðurinn klæðist og peysa og buxur litlu stúlkunnar eru hannaðar íslenskar vörur frá íslenska hönnunarfyrirtækinu As We Grow, handhafar Hönnunarverðlauna Íslands 2016, og gula vestið er frá íslenska hönnunarfyrirtækinu 66°Norður, leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki þar sem eru starfandi um 200 manns við hönnun, þróun, framleiðslu, markaðssetningu og sölu á íslenskri hönnun og hugverki hér heima sem og erlendis. Öll þessi fyrirtæki horfa til framtíðar eru að byggja upp mikilvæga atvinnustarfsemi, skapa verðmæti og störf m.a. fyrir ungt vel menntað fólk úr skapandi greinum. Er það raunverulegur vilji Handprjónasambandsins að reyna að bregða fæti fyrir þau? Það er ámælisvert að ekki var leitað eftir viðbrögðum frá íslenska hönnunarfyrirtækinu Farmers Market við vinnslu fréttarinnar. Fyrir hönd Hönnunarmiðstöðvar Ísland, Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri
Stjórn Fatahönnunarfélags Íslands vill koma á framfæri athugasemdum vegna ummæla sem höfð eru eftir Þuríði Einarsdóttur formanns Handprjónasambands Íslands í fréttinni: Veljum íslenskt í kínverskri lopapeysu – sem birtist á Vísi 4. júní 2020. Í ummælum sem eftir Þuríði eru höfð í fréttinni má ráða að peysa Farmers Market sé ekki íslensk vara þar sem hún sé ekki prjónuð innanlands. Fatahönnunarfélag Íslands hafnar þessum fullyrðingum alfarið. Farmers Market er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem hefur verið þátttakandi í íslensku efnahagslífi í formi verðmæta- og atvinnusköpunar frá árinu 2005. Farmers Market vinnur með íslenska arfleifð í hönnun sinni. Umrædd peysa í auglýsingunni ber nafnið Ásgarður og er snið hennar, efnisnotkun og hönnun töluvert frábrugðinn hinni klassísku lopapeysu. Því er ógerlegt að bera saman þá arfleifð og það handverk sem lopapeysan er og hönnun Farmers Market sem aftur á móti dregur innblástur sinni frá þeirri arfleifð. Fatahönnunarfélag Íslands vill nýta tækifærið og leiðrétta algengan misskilning varðandi íslenska hönnun og íslenska framleiðslu. Íslensk hönnun er framleiðsla á íslensku hugviti og nýsköpun. Þó að áþreifanlega varan sjálf sé ekki endilega framleidd á Íslandi, þýðir það ekki að hún sé ekki íslensk vara. Íslensk hönnunarfyrirtæki eru þátttakendur í íslensku atvinnulífi. Þau skapa störf, þau eru landkynning og þau skila inn verðmætum í ríkiskassann. Takmark flestra íslenskra hönnuða er að bjóða íslenskum neytendum upp á vandaðar og samkeppnishæfar vörur. Til að ná fram því takmarki þurfa hönnunarfyrirtæki gjarnan að leita út fyrir landsteinana í leit af framleiðsluaðilum. Staðreyndin er hins vegar sú að þótt íslenskir hönnuðir myndu gjarnan vilja framleiða vörur sínar hér á landi að þá eru framleiðslumöguleikar hérlendis af skornum skammti. Hins vegar er stærsti hluti hönnunarferilsins unnin hér á landi enda er iðulega þar um að ræða langt ferli rannsókna og vöruþróunar. Það er það hugvit og sá þáttur ferilsins sem gerir peysuna Ásgarð einmitt að íslenskri vöru. Formaður Handprjónasambands Íslands er því einmitt að bera saman epli og appelsínur. Með góðri kveðju, f.h. Fatahönnunarfélag Íslands, Ásgrímur Már Friðriksson
Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tíska og hönnun Prjónaskapur Handverk Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent