Fundu engin merki um meint misferli sonar Biden í Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2020 13:41 Ruslan Ryaboshapka var ríkissaksóknari Úkraínu frá október til mars. Á þeim tíma lét hann fara yfir eldri mál, þar á meðal mál orkufyrirtækisins Burisma. Ekkert kom fram þar sem benti til þess að Hunter Biden hefði eitthvað sér til saka unnið. Vísir/EPA Fyrrverandi saksóknari í Úkraínu segir að engar vísbendingar hafi komið fram um að sonur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafi gert nokkuð saknæmt við endurskoðun á gömlum málsskjölum þar. Donald Trump Bandaríkjaforseti og repúblikanar hafa haldið því fram án sannana að Biden-feðgarnir hafi gerst sekir um spillingu í Úkraínu. Ruslan Ryaboshapka var ríkissaksóknari Úkraínu þar til í mars. Honum var falið að endurskoða hvort að rétt hafi verið staðið að gömlum málum þegar hann tók við embættinu í október í fyrra en spilling hefur lengið loðað við saksóknara í landinu. Á meðal þeirra mála var rannsókn á orkufyrirtækinu Burisma en Hunter Biden, sonur Joe Biden, sat í stjórn þess frá 2014 til 2019. Hluta þess tíma rak faðir hans Joe Biden stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu en hún og önnur vestræn ríki beittu úkraínsk stjórnvöld þá þrýstingi um að uppræta landlæga spillingu. Trump og repúblikanar hafa haldið því fram án frekari rökstuðnings að Biden eldri hafi beitt sér í þágu sonar síns. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna segir Ryaboshapka segir hann að saksóknarar hafi ekki fundið neitt um að Hunter Biden hafi komið nálægt nokkru misjöfnu. Ryaboshapka var rekinn í mars eftir að þingmenn sökuðu hann um að draga lappirnar í að reka mál. Sjálfur heldur hann því fram að sér hafi verið bolað burt þegar hann hóf umbætur á embættinu sem hafi ógnað hagsmunum spilltra stjórnmálamanna. Trump Bandaríkjaforseti var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi í vetur fyrir tilraunir hans til þess að þvinga úkraínsk stjórnvöld til að hefja rannsókn á Burisma og Biden-feðgunum en fyrrverandi varaforsetinn var þá talinn líklegasti keppinautur Trump í forsetakosningum sem fara fram nú í haust. Öldungadeildin, þar sem repúblikanar ráða ríkjum, sýknaði Trump af kærunni í febrúar. Ríkisstjórn Trump hélt eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu og fundi í Hvíta húsinu sem Volodýmýr Zelenskíj, þá nýkjörinn forsetinn Úkraínu, sóttist eftir til þess að knýja á um rannsóknina á Biden. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings standa nú fyrir rannsókn á störfum Hunter Biden í Úkraínu. Biden yngri hefur sjálfur sagt að það hafi verið dómgreindarbrestur að taka stjórnarsæti í úkraínsku fyrirtæki á sama tíma og faðir hans var varaforseti en hafnað algerlega að þeir feðgarnir hefðu gert nokkuð rangt. Úkraína Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Sjá meira
Fyrrverandi saksóknari í Úkraínu segir að engar vísbendingar hafi komið fram um að sonur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafi gert nokkuð saknæmt við endurskoðun á gömlum málsskjölum þar. Donald Trump Bandaríkjaforseti og repúblikanar hafa haldið því fram án sannana að Biden-feðgarnir hafi gerst sekir um spillingu í Úkraínu. Ruslan Ryaboshapka var ríkissaksóknari Úkraínu þar til í mars. Honum var falið að endurskoða hvort að rétt hafi verið staðið að gömlum málum þegar hann tók við embættinu í október í fyrra en spilling hefur lengið loðað við saksóknara í landinu. Á meðal þeirra mála var rannsókn á orkufyrirtækinu Burisma en Hunter Biden, sonur Joe Biden, sat í stjórn þess frá 2014 til 2019. Hluta þess tíma rak faðir hans Joe Biden stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu en hún og önnur vestræn ríki beittu úkraínsk stjórnvöld þá þrýstingi um að uppræta landlæga spillingu. Trump og repúblikanar hafa haldið því fram án frekari rökstuðnings að Biden eldri hafi beitt sér í þágu sonar síns. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna segir Ryaboshapka segir hann að saksóknarar hafi ekki fundið neitt um að Hunter Biden hafi komið nálægt nokkru misjöfnu. Ryaboshapka var rekinn í mars eftir að þingmenn sökuðu hann um að draga lappirnar í að reka mál. Sjálfur heldur hann því fram að sér hafi verið bolað burt þegar hann hóf umbætur á embættinu sem hafi ógnað hagsmunum spilltra stjórnmálamanna. Trump Bandaríkjaforseti var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi í vetur fyrir tilraunir hans til þess að þvinga úkraínsk stjórnvöld til að hefja rannsókn á Burisma og Biden-feðgunum en fyrrverandi varaforsetinn var þá talinn líklegasti keppinautur Trump í forsetakosningum sem fara fram nú í haust. Öldungadeildin, þar sem repúblikanar ráða ríkjum, sýknaði Trump af kærunni í febrúar. Ríkisstjórn Trump hélt eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu og fundi í Hvíta húsinu sem Volodýmýr Zelenskíj, þá nýkjörinn forsetinn Úkraínu, sóttist eftir til þess að knýja á um rannsóknina á Biden. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings standa nú fyrir rannsókn á störfum Hunter Biden í Úkraínu. Biden yngri hefur sjálfur sagt að það hafi verið dómgreindarbrestur að taka stjórnarsæti í úkraínsku fyrirtæki á sama tíma og faðir hans var varaforseti en hafnað algerlega að þeir feðgarnir hefðu gert nokkuð rangt.
Úkraína Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Sjá meira