Fótbolti

Sancho sektaður af þýsku úr­vals­deildinni fyrir að vera ekki með grímu í klippingu: „Al­gjör brandari“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sancho og Akanji fóru báðir í klippingu og fengu sekt.
Sancho og Akanji fóru báðir í klippingu og fengu sekt. vísir/getty

Jadon Sancho, leikmaður Dortmund, var í dag sektaður af þýsku úrvalsdeildinni fyrir það að birta mynd af sér í klippingu á tímum kórónuveirunnar í Þýskalandi en Sancho var ekki með grímu á sér.

Það var ekki bara Sancho sem fékk sekt í Dortmundar-liðinu því samherji hans, varnarmaðurinn Manuel Akanji, var einnig sektaður. Þýska úrvalsdeildin segir að þeir hafi brotið gegn reglum um sóttvarnir en Dortmund tók upp hanskann fyrir sína leikmenn. Það dugði þó ekki til.

Ekki kemur fram hve há sektir er en þýska dagblaðið Bild birti myndina umræddu en hana má sjá í tístinu hér að ofan. Í yfirlýsingu þýsku úrvalsdeildarinnar segir að knattspyrnumenn þurfa einnig að fara í klippingu en þeir hefðu átt að huga betur að sóttvörnum og vera með grímu.

Enski landsliðsmaðurinn var allt annað en sáttur með þessa sekt, sem ekki kemur fram há er, og sendi hann þýsku úrvalsdeildinni tóninn á Twitter-síðu sinni. Hann sagði niðurstöðuna „algjöran brandara“ en hann hefur nú eytt tístinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×