Ætla sér upp á 105 ára afmælinu: „Þór vill spila á meðal þeirra bestu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júní 2020 20:00 Páll Viðar er mættur aftur í Þorpið. vísir/s2s Páll Viðar Gíslason, sem tók aftur við Þór í vetur, segir að það sé ekkert annað markmið hjá félaginu en að koma sér aftur upp í deild þeirra bestu, Pepsi Max-deildina. Páll Viðar er mættur aftur í stjórastólinn í Þorpinu eftir veru meðal annars á Húsavík og á Grenivík en hann þjálfaði Þórsara síðast þegar þeir voru í efstu deild. Hann ræddi við Tryggva Pál Tryggvason á dögunum. „Ég er hálf montinn með mitt lið eftir þetta ástand. Menn hafa æft vel og hugsuðu vel um sig og svo þegar við byrjuðum að æfa þá komu þeir vel undan. Ég get ekki annað sagt en að ég sé sáttur við hvernig staðan er,“ en hvernig sér Páll fyrir sér Lengjudeildina í ár? „Ég held að ef maður rýnir í leikmannahópanna þá finnst mér eins og að það séu fleiri lið sem leggja meira í þetta núna og að þetta verði hugsanlega jafnari og sterkari deild en í fyrra. Mér sýnist að menn eru ekkert að reikna sér stigin fyrir.“ „Það eru mikið af ferðalögum fyrir liðin vítt og breitt. Ég held að þetta verði skemmtilegt og örugglega mörg óvænt úrslit þrátt fyrir spár og væntingar og markmið og þess háttar.“ Það leit lengi vel út fyrir það að Þór myndi fara upp á síðustu leiktíð en liðið gaf eftir þegar leið á leiktíðina og Páll vonast til þess að menn nýti sér það í ár. „Það var einhver hiksti í þessu í lokin og menn voru eðlilega sárir og svekktir eftir tímabilið. Ég vona það, þar sem margir eru áfram, að þeir vilji bæta upp fyrir þetta og að sjálfsögðu vona ég að við verðum ekki aftur fyrir vonbrigðum.“ Hann segir að það þurfi engan markmiðafund til að ákveða markmið Þórs. „Ég hef ekki sett á fund og sett mér markmið með leikmönnum þar sem mér finnst blasa beinast við, eftir svekkelsið síðasta sumar, að markmiðið sé ekkert sem þarf að ræða um. Þór vill spila meðal þeirra bestu og þangað ætlum við að reyna að komast. Hvort að við eigum efni á því eða ekki, það er aukaatriði. Þór vill alltaf spila á meðal þeirra bestu, eins fljótt og hægt er.“ Allt viðtal við Pál má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Páll Viðar Íslenski boltinn Sportpakkinn Þór Akureyri Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Páll Viðar Gíslason, sem tók aftur við Þór í vetur, segir að það sé ekkert annað markmið hjá félaginu en að koma sér aftur upp í deild þeirra bestu, Pepsi Max-deildina. Páll Viðar er mættur aftur í stjórastólinn í Þorpinu eftir veru meðal annars á Húsavík og á Grenivík en hann þjálfaði Þórsara síðast þegar þeir voru í efstu deild. Hann ræddi við Tryggva Pál Tryggvason á dögunum. „Ég er hálf montinn með mitt lið eftir þetta ástand. Menn hafa æft vel og hugsuðu vel um sig og svo þegar við byrjuðum að æfa þá komu þeir vel undan. Ég get ekki annað sagt en að ég sé sáttur við hvernig staðan er,“ en hvernig sér Páll fyrir sér Lengjudeildina í ár? „Ég held að ef maður rýnir í leikmannahópanna þá finnst mér eins og að það séu fleiri lið sem leggja meira í þetta núna og að þetta verði hugsanlega jafnari og sterkari deild en í fyrra. Mér sýnist að menn eru ekkert að reikna sér stigin fyrir.“ „Það eru mikið af ferðalögum fyrir liðin vítt og breitt. Ég held að þetta verði skemmtilegt og örugglega mörg óvænt úrslit þrátt fyrir spár og væntingar og markmið og þess háttar.“ Það leit lengi vel út fyrir það að Þór myndi fara upp á síðustu leiktíð en liðið gaf eftir þegar leið á leiktíðina og Páll vonast til þess að menn nýti sér það í ár. „Það var einhver hiksti í þessu í lokin og menn voru eðlilega sárir og svekktir eftir tímabilið. Ég vona það, þar sem margir eru áfram, að þeir vilji bæta upp fyrir þetta og að sjálfsögðu vona ég að við verðum ekki aftur fyrir vonbrigðum.“ Hann segir að það þurfi engan markmiðafund til að ákveða markmið Þórs. „Ég hef ekki sett á fund og sett mér markmið með leikmönnum þar sem mér finnst blasa beinast við, eftir svekkelsið síðasta sumar, að markmiðið sé ekkert sem þarf að ræða um. Þór vill spila meðal þeirra bestu og þangað ætlum við að reyna að komast. Hvort að við eigum efni á því eða ekki, það er aukaatriði. Þór vill alltaf spila á meðal þeirra bestu, eins fljótt og hægt er.“ Allt viðtal við Pál má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Páll Viðar
Íslenski boltinn Sportpakkinn Þór Akureyri Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti