Aflabrestur á Síldarminjasafninu Jakob Bjarnar skrifar 8. júní 2020 12:30 Aníta safnstjóri segir safnið háð ferðamönnum með rekstrarfé og nú er alger aflabrestur. Síldarminjasafnið á Siglufirði siglir nú mikinn ólgusjó vegna Covid-faraldursins og hruns í ferðaþjónustu. Anita Elefsen safnstjóri segir að þau þar standi nú frammi fyrir því að 90 prósent þeirra sem boðað höfðu komu sína í sumar hafi afbókað. Þetta eru mikil viðbrigði frá því sem verið hefur en Siglufjörður hefur verið rækilega inni á kortinu þegar ferðamannastraumurinn hefur verið annars vegar. „Þetta þýðir það að við verðum fyrir miklu tekjufalli. Eins og staðan blastir við núna munar ekki minna en 30 milljónum á ársgrundvelli,“ segir Aníta. En tekjutímabilið er fyrst og fremst sumarmánuðirnir. Erlendir gestir 85 prósent yfir sumartímann Staðan er grafalvarleg en safnið, sem á sér merka sögu, er sjálfseignastofnun og hefur að mestu leyti treyst á gesti við rekstur. Helsta tekjulindin hafa verið erlendir ferðamenn, farþegar skemmtiferðaskipa og skiplagðir hópar. Að sögn Anítu hefur safnið verið í góðu samstarfi við ferðaskrifstofur sem hafa komið við í safninu með hópa sína. Síldarminjasafnið er sjálfseignastofnun en horfir nú fram á að 90 prósent þeirra sem boðað höfðu komu sína hafa afbókað. „Við höfum notið góðs af því að erlendir ferðamenn hafa viljað ferðast um landið og koma þá við hjá okkur. Við höfum treyst á þessa gesti,“ segir Aníta. Hún segir að þó safnið hafi samning við sveitarfélagið og menntamálaráðuneytið sé það ekki rekið af hvorki ríki né sveit. „Við erum mjög háð ferðamönnum með rekstrarfé. Við áttum von á skipulögðum hópum. Þess utan er þessi lausatraffík margfalt rólegri en við erum vön. Yfir sumartímann eru erlendir gestir að jafnaði um 85 prósent. Það lækkar aðeins sé litið til ársins í heild. Íslendingar eru fleiri yfir vetrartímann,“ segir Aníta en þá hefur meðal annarra skólafólk komið og sótt staðinn heim. Með allar klær úti Aníta segir ekkert einfalt svar við því hvernig hægt er að bregðast við þessari erfiðu stöðu. „Við reynum að vera með allar klær úti og reynum að hvetja innlenda til að koma; að þeir gleymi ekki söfnunum á ferðalaginu í sumar.“ Frá Síldarminjasafninu á Siglufirði. Safnstjórinn hvetur innlenda ferðamenn til að líta við á þessu merkilega safni. Aníta segir jafnframt að safnið hafi sótt um það viðbótarfjármagn sem staðið hefur til boða á vegum ríkisins til að bregðast við þessum hamförum. Safnið fékk ekki úthlutun frá nýsköpunarsjóði námsmanna en nú er beðið eftir því að opnað verði fyrir umsóknir til lokunarstyrkja. „En við erum að hugsa um að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum að gerast bakhjarlar safnsins, til dæmis með árgjaldi. Safnið á sér sérstaka sögu. Það var byggt upp af sjálfboðaliðum. Samtakamáttur fólksins hefur komið okkur vel áður. Þetta safn væri ekki hér ef ekki væri fyrir orku og krafta heimamanna sem lögðu það á sig að koma safninu upp og starfrækja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Söfn Fjallabyggð Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Síldarminjasafnið á Siglufirði siglir nú mikinn ólgusjó vegna Covid-faraldursins og hruns í ferðaþjónustu. Anita Elefsen safnstjóri segir að þau þar standi nú frammi fyrir því að 90 prósent þeirra sem boðað höfðu komu sína í sumar hafi afbókað. Þetta eru mikil viðbrigði frá því sem verið hefur en Siglufjörður hefur verið rækilega inni á kortinu þegar ferðamannastraumurinn hefur verið annars vegar. „Þetta þýðir það að við verðum fyrir miklu tekjufalli. Eins og staðan blastir við núna munar ekki minna en 30 milljónum á ársgrundvelli,“ segir Aníta. En tekjutímabilið er fyrst og fremst sumarmánuðirnir. Erlendir gestir 85 prósent yfir sumartímann Staðan er grafalvarleg en safnið, sem á sér merka sögu, er sjálfseignastofnun og hefur að mestu leyti treyst á gesti við rekstur. Helsta tekjulindin hafa verið erlendir ferðamenn, farþegar skemmtiferðaskipa og skiplagðir hópar. Að sögn Anítu hefur safnið verið í góðu samstarfi við ferðaskrifstofur sem hafa komið við í safninu með hópa sína. Síldarminjasafnið er sjálfseignastofnun en horfir nú fram á að 90 prósent þeirra sem boðað höfðu komu sína hafa afbókað. „Við höfum notið góðs af því að erlendir ferðamenn hafa viljað ferðast um landið og koma þá við hjá okkur. Við höfum treyst á þessa gesti,“ segir Aníta. Hún segir að þó safnið hafi samning við sveitarfélagið og menntamálaráðuneytið sé það ekki rekið af hvorki ríki né sveit. „Við erum mjög háð ferðamönnum með rekstrarfé. Við áttum von á skipulögðum hópum. Þess utan er þessi lausatraffík margfalt rólegri en við erum vön. Yfir sumartímann eru erlendir gestir að jafnaði um 85 prósent. Það lækkar aðeins sé litið til ársins í heild. Íslendingar eru fleiri yfir vetrartímann,“ segir Aníta en þá hefur meðal annarra skólafólk komið og sótt staðinn heim. Með allar klær úti Aníta segir ekkert einfalt svar við því hvernig hægt er að bregðast við þessari erfiðu stöðu. „Við reynum að vera með allar klær úti og reynum að hvetja innlenda til að koma; að þeir gleymi ekki söfnunum á ferðalaginu í sumar.“ Frá Síldarminjasafninu á Siglufirði. Safnstjórinn hvetur innlenda ferðamenn til að líta við á þessu merkilega safni. Aníta segir jafnframt að safnið hafi sótt um það viðbótarfjármagn sem staðið hefur til boða á vegum ríkisins til að bregðast við þessum hamförum. Safnið fékk ekki úthlutun frá nýsköpunarsjóði námsmanna en nú er beðið eftir því að opnað verði fyrir umsóknir til lokunarstyrkja. „En við erum að hugsa um að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum að gerast bakhjarlar safnsins, til dæmis með árgjaldi. Safnið á sér sérstaka sögu. Það var byggt upp af sjálfboðaliðum. Samtakamáttur fólksins hefur komið okkur vel áður. Þetta safn væri ekki hér ef ekki væri fyrir orku og krafta heimamanna sem lögðu það á sig að koma safninu upp og starfrækja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Söfn Fjallabyggð Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu