Sema sakar Pétur Jóhann, Egil Einarsson og Björn Braga um viðbjóðslega fordóma Jakob Bjarnar skrifar 9. júní 2020 16:42 Sema Erla vandar þeim félögum ekki kveðjurnar og sakar þá um rasisma og stæka kvenfyrirlitningu. Sema Erla Serdar, sem kunn er fyrir réttindabaráttu sína, deilir myndbandi sem skemmtikrafturinn Björn Bragi hafði áður birt af gríni sem Pétur Jóhann Sigfússon bauð uppá í fertugsafmæli Egils Einarssonar líkamsræktarfrömuðar með meiru sem haldið var hátíðlegt á dögunum. Mikilvæg innsýn í heim forréttindablindunnar „Ég vil þakka Pétri Jóhanni, Birni Braga og Gillz fyrir þessa 12 sekúndna innsýn í heim fordóma, (menningarlegs) rasisma og kvenfyrirlitningar á Íslandi í dag,“ segir Sema í pistli sem hún birti á Facebook og er óhætt að segja að hún láti þá félaga heyra það. Í lok myndskeiðsins bregður svo fyrir Aroni Pálmarssyni handboltakappa en allir virðast þeir skemmta þeir sér konunglega yfir gamanmálum Péturs Jóhanns sem í huga Semu eru þó ekkert grín. Myndbandið má sjá Facebook-síðu Semu Erlu. „Þessir gaurar eru stórkostlegt dæmi um forréttindablindu hvíta, miðaldra karlmannsins sem trúir því virkilega að það séu engir fordómar eða rasismi á Íslandi og hann skilur bara ekkert í þessum látum öllum. Sjálfur er hann svo hrikalega flottur og frábær og algjörlega ómeðvitaður um sín forréttindi og sitt framlag til þess að viðhalda valdakerfi og kúgun feðraveldisins, rasismans og hvítra yfirburða að honum finnst þetta bara í lagi - þrátt fyrir umræðuna síðustu daga (þetta myndband er tekið upp um helgina)!“ Ógeðsleg rasísk hegðun Sema segir þá félaga svo blinda á sína forréttindastöðu að þeim finnst hinn subbulegi rasismi, sem Sema vill meina að þarna sé viðhafður, meira að segja eiga heima á internetinu svo að sem flestir geti notið hans! „Þvílík skömm að þessari ógeðslegu rasísku hegðun,“ segir Sema meðal annars. Viðbrögð við pistli Semu Erlu eru nokkur og á eina leið. Þar furðar fólks sig á því að þessum mönnum sé hampað í fjölmiðlum. Sema Erla segir að sér þyki óþægilegt að dreifa þessu sem hún telur án nokkurra fyrirvara og tvímælalaust vera stækan rasisma. Það sé þó nauðsynlegt, stöðu þeirra vegna. Eða svo enn sé vitnað í pistilinn: „Mér finnst óþægilegra að hugsa til þess að fólk sé ekki meðvitað um rasíska hegðun þessara einstaklinga og eru jafnvel að greiða þeim fyrir þjónustu eða greiða sig inn á "skemmtanir" hjá þeim án þess að vera meðvitað um innræti þeirra og taka þar með þátt í að ýta undir það sem þeir augljóslega standa fyrir.“ Sema slær svo þann varnagla að ef einhver hugsi sem svo að „það megi ekkert lengur“ eða „þetta er bara grín“ þá sé sá hluti af vandamálinu og þurfi í góða innri sjálfsskoðun. „Rasismi er aldrei í lagi, sama í hvaða formi hann birtist!“ Tímamót Mannréttindi Grín og gaman Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Egill fagnaði fertugsafmælinu í fögrum hópi Það var margt um manninn í Sjálandinu í Garðabæ í gærkvöldi þegar útvarpsmaðurinn, rithöfundurinn, plötusnúðurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu í góðra vina hópi. 7. júní 2020 11:40 Fertugur Egill Gillz vakinn með hvelli Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson er fertugur í dag. 13. maí 2020 08:32 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Sema Erla Serdar, sem kunn er fyrir réttindabaráttu sína, deilir myndbandi sem skemmtikrafturinn Björn Bragi hafði áður birt af gríni sem Pétur Jóhann Sigfússon bauð uppá í fertugsafmæli Egils Einarssonar líkamsræktarfrömuðar með meiru sem haldið var hátíðlegt á dögunum. Mikilvæg innsýn í heim forréttindablindunnar „Ég vil þakka Pétri Jóhanni, Birni Braga og Gillz fyrir þessa 12 sekúndna innsýn í heim fordóma, (menningarlegs) rasisma og kvenfyrirlitningar á Íslandi í dag,“ segir Sema í pistli sem hún birti á Facebook og er óhætt að segja að hún láti þá félaga heyra það. Í lok myndskeiðsins bregður svo fyrir Aroni Pálmarssyni handboltakappa en allir virðast þeir skemmta þeir sér konunglega yfir gamanmálum Péturs Jóhanns sem í huga Semu eru þó ekkert grín. Myndbandið má sjá Facebook-síðu Semu Erlu. „Þessir gaurar eru stórkostlegt dæmi um forréttindablindu hvíta, miðaldra karlmannsins sem trúir því virkilega að það séu engir fordómar eða rasismi á Íslandi og hann skilur bara ekkert í þessum látum öllum. Sjálfur er hann svo hrikalega flottur og frábær og algjörlega ómeðvitaður um sín forréttindi og sitt framlag til þess að viðhalda valdakerfi og kúgun feðraveldisins, rasismans og hvítra yfirburða að honum finnst þetta bara í lagi - þrátt fyrir umræðuna síðustu daga (þetta myndband er tekið upp um helgina)!“ Ógeðsleg rasísk hegðun Sema segir þá félaga svo blinda á sína forréttindastöðu að þeim finnst hinn subbulegi rasismi, sem Sema vill meina að þarna sé viðhafður, meira að segja eiga heima á internetinu svo að sem flestir geti notið hans! „Þvílík skömm að þessari ógeðslegu rasísku hegðun,“ segir Sema meðal annars. Viðbrögð við pistli Semu Erlu eru nokkur og á eina leið. Þar furðar fólks sig á því að þessum mönnum sé hampað í fjölmiðlum. Sema Erla segir að sér þyki óþægilegt að dreifa þessu sem hún telur án nokkurra fyrirvara og tvímælalaust vera stækan rasisma. Það sé þó nauðsynlegt, stöðu þeirra vegna. Eða svo enn sé vitnað í pistilinn: „Mér finnst óþægilegra að hugsa til þess að fólk sé ekki meðvitað um rasíska hegðun þessara einstaklinga og eru jafnvel að greiða þeim fyrir þjónustu eða greiða sig inn á "skemmtanir" hjá þeim án þess að vera meðvitað um innræti þeirra og taka þar með þátt í að ýta undir það sem þeir augljóslega standa fyrir.“ Sema slær svo þann varnagla að ef einhver hugsi sem svo að „það megi ekkert lengur“ eða „þetta er bara grín“ þá sé sá hluti af vandamálinu og þurfi í góða innri sjálfsskoðun. „Rasismi er aldrei í lagi, sama í hvaða formi hann birtist!“
Tímamót Mannréttindi Grín og gaman Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Egill fagnaði fertugsafmælinu í fögrum hópi Það var margt um manninn í Sjálandinu í Garðabæ í gærkvöldi þegar útvarpsmaðurinn, rithöfundurinn, plötusnúðurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu í góðra vina hópi. 7. júní 2020 11:40 Fertugur Egill Gillz vakinn með hvelli Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson er fertugur í dag. 13. maí 2020 08:32 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Egill fagnaði fertugsafmælinu í fögrum hópi Það var margt um manninn í Sjálandinu í Garðabæ í gærkvöldi þegar útvarpsmaðurinn, rithöfundurinn, plötusnúðurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu í góðra vina hópi. 7. júní 2020 11:40
Fertugur Egill Gillz vakinn með hvelli Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson er fertugur í dag. 13. maí 2020 08:32