Handtóku ölvaðan mann grunaðan um íkveikju Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júní 2020 06:19 Lögreglan hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um eld í bílskúr í Kópavogi klukkan 17:30 í gær. Ölvaður maður var handtekinn á vettvangi, grunaður um íkveikju. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Þá stöðvaði lögreglan í gærkvöldi tvær bifreiðar á Vesturlandsvegi við Keldur, með 13 mínútna millibili, klukkan 21:15 og 21:28, fyrir of hraðan akstur. Mældur hraði bifreiðanna var annars vegar 144 kílómetrar á klukkustund og hins vegar 137, en hámarkshraði á veginum er 80 kílómetra hraði. Báðir ökumenn viðurkenndu brot sín, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt var bifreið stöðvuð í Garðabæ eftir eftirför. Ökumaðurinn, ung kona, er grunuð um akstur undir áhrifum og fór ekki eftir fyrirmælum lögreglu í samskiptum sínum við hana. Hún var vistuð í fangageymslum lögreglu. Laust fyrir klukkan hálf þrjú í nótt stöðvaði lögreglan bifreið á Reykjanesbraut. Við nánari athugun reyndist ökumaður hennar vera 16 ára, og hafði því ekki öðlast ökuréttindi. Eins var ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í dagbók lögreglunnar segir að málið hafi verið afgreitt með aðkomu móður barnsins og tilkynningu til Barnaverndar. Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um eld í bílskúr í Kópavogi klukkan 17:30 í gær. Ölvaður maður var handtekinn á vettvangi, grunaður um íkveikju. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Þá stöðvaði lögreglan í gærkvöldi tvær bifreiðar á Vesturlandsvegi við Keldur, með 13 mínútna millibili, klukkan 21:15 og 21:28, fyrir of hraðan akstur. Mældur hraði bifreiðanna var annars vegar 144 kílómetrar á klukkustund og hins vegar 137, en hámarkshraði á veginum er 80 kílómetra hraði. Báðir ökumenn viðurkenndu brot sín, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt var bifreið stöðvuð í Garðabæ eftir eftirför. Ökumaðurinn, ung kona, er grunuð um akstur undir áhrifum og fór ekki eftir fyrirmælum lögreglu í samskiptum sínum við hana. Hún var vistuð í fangageymslum lögreglu. Laust fyrir klukkan hálf þrjú í nótt stöðvaði lögreglan bifreið á Reykjanesbraut. Við nánari athugun reyndist ökumaður hennar vera 16 ára, og hafði því ekki öðlast ökuréttindi. Eins var ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í dagbók lögreglunnar segir að málið hafi verið afgreitt með aðkomu móður barnsins og tilkynningu til Barnaverndar.
Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira