Brunaeftirlitsmenn neita að láta flytja sig hreppaflutningum norður á Sauðárkrók Jakob Bjarnar skrifar 10. júní 2020 10:30 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra er ekki í miklu uppáhaldi meðal slökkviliðsmanna nú þessi dægrin. visir/vilhelm Til stendur að flytja einingu innan Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) sem sinnir skipulagningu brunaeftirlits norður á Sauðárkrók. Sex menn, sem búa yfir sérþekkingu á brunamálum og starfa í deildinni eru allir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Enginn þeirra ætlar að flytja búferlum til Sauðárkróks sem þeim er ætlað að gera. Veruleg ólga er vegna málsins og hefur Magnús Smári Smárason formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna þungar áhyggjur af því að þarna sé að fara fyrir lítið mannauður og sérþekking í mikilvægum málaflokki. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra tilkynnti þann 28. maí 2020 að hann vilji ráðast í margþættar aðgerðir til þess að efla umgjörð brunamála og brunavarna á Íslandi. Með þessu segist hann vera að bregðast við ábendingum í nýrri skýrslu um málaflokkinn. Heimildarmenn Vísis nefna flestir að málinu svipi til þess þegar til stóð að flytja Fiskistofu til Akureyrar og mikil styr stóð um. Málinu lauk með því að ráðherra rann á rassinn með flutninginn á þeirri stofnun norður. Stofnunin er þar staðsett en starfsmönnum var ekki gert að flytja. Ein aðgerðanna felst í að fjölga starfsmönnum sem sinna brunavörnum, en þær heyra undir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) eftir sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar um síðustu áramót. Breytingarnar fela einnig í sér að sú eining sem sinnir skipulagningu brunaeftirlits mun færast til innan stofnunarinnar og verður framvegis hýst á starfsstöð HMS á Sauðárkróki. Pólitísk ákvörðun en tæplega fagleg Í dag starfa innan þessarar deildar sex einstaklingar sem búa og starfa allir hér í Reykjavík. Þeim hefur verið boðið að flytja norður en að öðrum kosti verður staða þeirra lögð niður hér í Reykjavík. Enginn þessara starfsmanna ætlar sé að fara norður. Sem setur allt málið í uppnám. Þeir sem Vísir hefur rætt við segja þetta pólitíska ákvörðun, þá í þeirri meiningu að Ásmundur Einar vilji flytja þessa deild heim í hérað, í sitt kjördæmi. Og þó sú staða hefði verið uppi að allir sex starfsmenn deildarinnar vildu fara norður, þá eru áhöld um hvort þar sé aðstaða til að hýsa starfsemina. Magnús Smári hefur af því þungar áhyggjur að með þeim mönnum sem nú stefnir í að hætti hjá stofnuninni hverfi mikil þekking sem hægara er sagt en gert að vinna upp. Magnús Smári hjá Landsambandinu segir þetta verulegt áhyggjuefni. Málaflokkurinn hafi verið í nokkrum ólestri þar til Davíð Sigurður Snorrason verkfræðingur var ráðinn til að hafa umsjá með starfinu. „Hann kom af krafti inn í þetta starf. Undir þessari stofnun er rekinn Brunamálaskólinn sem sér um alla þjálfun og menntun slökkviliðsmanna. Bæði atvinnuslökkviliðsmönnum og þeirra sem sinna þessu í hlutastarfi. Það hefur verið lengi viðurkennt að það þyrfti að efla þann skóla og færa til nútímans. Við vorum komnir á gott ról í því með Davíð,“ segir Magnús. Mikið starf sagt fara í vaskinn Magnús segir stöðuna sem upp er komin verulegt áhyggjuefni og segir það helst minna á Fiskistofumálið sem mikið var fjallað um á sínum tíma, sem ráðherra vildi flytja til Akureyrar en varð að bakka með á sínum tíma eftir mikil mótmæli. Eldur á Hvaleyrarbraut Hafnarfirði árið 2018. Enginn þeirra sex sem ætlað er að fara norður til Sauðárkróks hyggst flytja þangað búferlum.visir/vilhelm „Þetta er pólitísk ákvörðun sem er tekin. Við höfum áhyggjur af því að missa mannauðinn. Dýrmætur og sérstaklega má nefna Davíð Snorrason í því samhengi. Hefur tekið fast á málefnum sem snúa að okkur. Við höfum átt mjög gott samstarf við hann.“ Magnús lýsir hinu mikla starfi sem hefur verið unnið að undanförnu í því sem snýr að stefnumótun og undirbúningi. „Búið að rífa mótorinn í sundur og menn eru rétt byrjaðir að setja hann saman, en nú eiga þeir að fara frá og einhverir aðrir að setja hann saman. Ég hef áhyggjur af að öll sú undirbúningsvinna sem við höfum lagt í muni glatast við þetta. Þessi færsla er gerð á tíma sem væri betur nýttur til að koma hlutum í framkvæmd. Með flutning Fiskistofu og slíkt, reynslan sýnir að það tekur tíma fyrir svona stofnun að finna mannauð. Og ég veit ekki hvernig er með húsnæði og mannskap með þekkingu á Sauðárkróki.“ Vísir ræddi jafnframt við Davíð Snorrason sem kaus á þessu stigi máls að tjá sig ekki um málið nema hann sagði: „Ég er allaveganna ekki að fara norður.“ Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Slökkvilið Byggðamál Skagafjörður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Til stendur að flytja einingu innan Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) sem sinnir skipulagningu brunaeftirlits norður á Sauðárkrók. Sex menn, sem búa yfir sérþekkingu á brunamálum og starfa í deildinni eru allir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Enginn þeirra ætlar að flytja búferlum til Sauðárkróks sem þeim er ætlað að gera. Veruleg ólga er vegna málsins og hefur Magnús Smári Smárason formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna þungar áhyggjur af því að þarna sé að fara fyrir lítið mannauður og sérþekking í mikilvægum málaflokki. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra tilkynnti þann 28. maí 2020 að hann vilji ráðast í margþættar aðgerðir til þess að efla umgjörð brunamála og brunavarna á Íslandi. Með þessu segist hann vera að bregðast við ábendingum í nýrri skýrslu um málaflokkinn. Heimildarmenn Vísis nefna flestir að málinu svipi til þess þegar til stóð að flytja Fiskistofu til Akureyrar og mikil styr stóð um. Málinu lauk með því að ráðherra rann á rassinn með flutninginn á þeirri stofnun norður. Stofnunin er þar staðsett en starfsmönnum var ekki gert að flytja. Ein aðgerðanna felst í að fjölga starfsmönnum sem sinna brunavörnum, en þær heyra undir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) eftir sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar um síðustu áramót. Breytingarnar fela einnig í sér að sú eining sem sinnir skipulagningu brunaeftirlits mun færast til innan stofnunarinnar og verður framvegis hýst á starfsstöð HMS á Sauðárkróki. Pólitísk ákvörðun en tæplega fagleg Í dag starfa innan þessarar deildar sex einstaklingar sem búa og starfa allir hér í Reykjavík. Þeim hefur verið boðið að flytja norður en að öðrum kosti verður staða þeirra lögð niður hér í Reykjavík. Enginn þessara starfsmanna ætlar sé að fara norður. Sem setur allt málið í uppnám. Þeir sem Vísir hefur rætt við segja þetta pólitíska ákvörðun, þá í þeirri meiningu að Ásmundur Einar vilji flytja þessa deild heim í hérað, í sitt kjördæmi. Og þó sú staða hefði verið uppi að allir sex starfsmenn deildarinnar vildu fara norður, þá eru áhöld um hvort þar sé aðstaða til að hýsa starfsemina. Magnús Smári hefur af því þungar áhyggjur að með þeim mönnum sem nú stefnir í að hætti hjá stofnuninni hverfi mikil þekking sem hægara er sagt en gert að vinna upp. Magnús Smári hjá Landsambandinu segir þetta verulegt áhyggjuefni. Málaflokkurinn hafi verið í nokkrum ólestri þar til Davíð Sigurður Snorrason verkfræðingur var ráðinn til að hafa umsjá með starfinu. „Hann kom af krafti inn í þetta starf. Undir þessari stofnun er rekinn Brunamálaskólinn sem sér um alla þjálfun og menntun slökkviliðsmanna. Bæði atvinnuslökkviliðsmönnum og þeirra sem sinna þessu í hlutastarfi. Það hefur verið lengi viðurkennt að það þyrfti að efla þann skóla og færa til nútímans. Við vorum komnir á gott ról í því með Davíð,“ segir Magnús. Mikið starf sagt fara í vaskinn Magnús segir stöðuna sem upp er komin verulegt áhyggjuefni og segir það helst minna á Fiskistofumálið sem mikið var fjallað um á sínum tíma, sem ráðherra vildi flytja til Akureyrar en varð að bakka með á sínum tíma eftir mikil mótmæli. Eldur á Hvaleyrarbraut Hafnarfirði árið 2018. Enginn þeirra sex sem ætlað er að fara norður til Sauðárkróks hyggst flytja þangað búferlum.visir/vilhelm „Þetta er pólitísk ákvörðun sem er tekin. Við höfum áhyggjur af því að missa mannauðinn. Dýrmætur og sérstaklega má nefna Davíð Snorrason í því samhengi. Hefur tekið fast á málefnum sem snúa að okkur. Við höfum átt mjög gott samstarf við hann.“ Magnús lýsir hinu mikla starfi sem hefur verið unnið að undanförnu í því sem snýr að stefnumótun og undirbúningi. „Búið að rífa mótorinn í sundur og menn eru rétt byrjaðir að setja hann saman, en nú eiga þeir að fara frá og einhverir aðrir að setja hann saman. Ég hef áhyggjur af að öll sú undirbúningsvinna sem við höfum lagt í muni glatast við þetta. Þessi færsla er gerð á tíma sem væri betur nýttur til að koma hlutum í framkvæmd. Með flutning Fiskistofu og slíkt, reynslan sýnir að það tekur tíma fyrir svona stofnun að finna mannauð. Og ég veit ekki hvernig er með húsnæði og mannskap með þekkingu á Sauðárkróki.“ Vísir ræddi jafnframt við Davíð Snorrason sem kaus á þessu stigi máls að tjá sig ekki um málið nema hann sagði: „Ég er allaveganna ekki að fara norður.“
Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Slökkvilið Byggðamál Skagafjörður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira