Íslensk uppfinning dregur stórlega úr mengun og orkunotkun álvera Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2020 20:16 Actus Metals hefur í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands þróað byltingarkennd rafskaut til álframleiðslu sem draga verulega úr mengun og orkunotkun álveranna. Stöð 2/Egill Íslenskir vísindamenn hafa þróað byltingarkennd rafskaut fyrir álvinnslu sem sem endast lengur, draga úr koltísýrungsmengun um allt að þriðjung og framleiða auk þess súrefni. Íslenskir rannsóknarsjóðir sýna framþróun verkefnisins lítinn áhuga. Í skúr við Nýsköpunarmiðstöð Íslands er rekið minnsta álver á Íslandi. Á undanförnum fjórum árum hefur fyrirtækið Actus Metlas undir stjórn vísindamannsins og frumkvöðulsins Jóns Hjaltalín Magnússonar unnið að þróun nýrra rafskauta fyrir áliðnaðinn í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöðina. Rafskautin eru ekki framleidd úr kolum eins og hefðbundin rafskaut heldur sérblönduðum málmi sem endist miklu lengur og þurfa mun minni orku. Þá sparst enn meiri orka við framleiðslu rafskautanna sjálfra sem að auki eru mörg framleidd með kolaorku. Jón Hjaltalín Magnússon frumkvöðull og Guðmundur Gunnarsson fagstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands segja álið með nýju rafskautunum hreinna og umhverfisvænna en ál framleitt með núverandi aðferðum.Stöð 2/Egill Jón Hjaltalín segir íslensku álverin famleiða um 800 þúsund tonn af áli á ári sem valdi um þriðjungi af öllum koltvísýringsútblæstri landsins. „Það er um ein koma sex milljónir tonna af koldíoxíði sem er losað upp í andrúmsloftið. Ef öll þessi álver væru með þessa tækni myndum við minnka losun koltvísýrings á Íslandi um 30 prósent, einn þriðja,“ segir Jón Hjaltalín. Þar með er ekki allt upp talið. Því í stað þess að framleiða koltvísýring með notkun núverandi kolarafskautum framleiða nýju rafskautin beinlínis súrefni. „Þannig að hundrað þúsund tonna álver með þessari tækni mun framleiða súrefni eins og 270 ferkílómetra skógur,“ segir Jón Hjaltalín. Mikilvægt að fá stuðning nýsköpunar- og rannsóknarsjóða Jón Hjaltalín segir samstarfið við Nýsköpunarmiðstöðina undanfarin ár hafi skipt sköpum í þróunarferlinu. En þróunarvinnunni sé ekki lokið. Næsti áfangi muni kosta um 100 milljónir króna. Þá bregði hins vegar svo við að íslenskir rannsóknarsjóðir sýni verkefninu engan áhuga. „Því miður þá sóttum við um í Loftlagssjóð sem stefnir að því að bæta loftslagið en okkur var hafnað. Veistu af hverju? Þeir treystu því ekki að svona lítið íslenskt fyrirtæki komi með góða hugmynd og komi henni á markað,“ segir Jón Hjaltalín. Þá telji sumir sjóðir ekki um nýsköpun að ræða þótt verið sé að bylta rúmlega hundrað ára mengandi tækni sem muni hjálpa Íslendingum að ná markmiðum sínum og skuldbindingum í Parísarsáttmálanum. Guðmundur Gunnarsson bræddi þennan álklump og setti í mót merkt Actus þegar fréttmenn bar að garði í dag.Stöð 2/Egill Áhuginn hjá erlendum stórfyrirtækjum sé hins vegar mikill á þessari tækni og því gæti framleiðsla skautanna hæglega endað í öðru landi en Íslandi. Framleiðsla fyrir öll álver heimsins gæti skapað mikinn fjölda starfa og stuðlað að verulegum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Jón Hjaltalín segir þróun fyrirtækis hans og Nýsköpunarmiðstöðvarinnar hafa skilað raunverulegri lausn sem virki. Til marks um trú álfyrirtækjanna sjálfra hafi einn stærsti álframleiðandi Evrópu, þýska álfyrirtækið Trimet, skrifað undir samning við Actus Metlas í janúar um samstarf við að skala tæknina upp í fulla stærð. „Og í framhaldi af því stefna þeir að því að breyta sínum álverum í umhverfisvæn álver. En þeir eiga fjögur mjög gömul álver, þrjátíu til fimmtíu ára gömul eins og Ísal,“ segir Jón Hjaltalín Magnússon. Nýsköpun Stóriðja Tengdar fréttir Einn möguleikinn að loka álverinu í tvö ár Rio Tinto skoðar nú þann möguleika að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár til að draga úr tapi af rekstri þess. 7. apríl 2020 06:40 Talsmenn nýsköpunar á tyllidögum Í síðustu viku bárust þau tíðindi að raunverulegur möguleiki væri á því að álver Rio Tinto í Straumsvík myndi loka varanlega sínum dyrum. 19. febrúar 2020 09:00 Iðnaðarráðherra myndi fagna því að orkuverð til stóriðju yrði opinbert Iðnaðarráðherra segir að það myndi hjálpa ef allt væri upp á borðum við mat á stöðu Isal, þar með raforkuverðið. 13. febrúar 2020 20:15 Forstjóri Landsvirkjunar segir raforkuverð ekki aðalvandamál Isal Forstjóri Landsvirkjunar segir verð á raforku til álversins í Straumsvík aðeins lítinn hluta af vandamálum fyrirtækisins. Raforkuverðið sé sanngjarnt en meginvandamálið sé lækkun á afurðaverði fyrirtækisins. 12. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Íslenskir vísindamenn hafa þróað byltingarkennd rafskaut fyrir álvinnslu sem sem endast lengur, draga úr koltísýrungsmengun um allt að þriðjung og framleiða auk þess súrefni. Íslenskir rannsóknarsjóðir sýna framþróun verkefnisins lítinn áhuga. Í skúr við Nýsköpunarmiðstöð Íslands er rekið minnsta álver á Íslandi. Á undanförnum fjórum árum hefur fyrirtækið Actus Metlas undir stjórn vísindamannsins og frumkvöðulsins Jóns Hjaltalín Magnússonar unnið að þróun nýrra rafskauta fyrir áliðnaðinn í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöðina. Rafskautin eru ekki framleidd úr kolum eins og hefðbundin rafskaut heldur sérblönduðum málmi sem endist miklu lengur og þurfa mun minni orku. Þá sparst enn meiri orka við framleiðslu rafskautanna sjálfra sem að auki eru mörg framleidd með kolaorku. Jón Hjaltalín Magnússon frumkvöðull og Guðmundur Gunnarsson fagstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands segja álið með nýju rafskautunum hreinna og umhverfisvænna en ál framleitt með núverandi aðferðum.Stöð 2/Egill Jón Hjaltalín segir íslensku álverin famleiða um 800 þúsund tonn af áli á ári sem valdi um þriðjungi af öllum koltvísýringsútblæstri landsins. „Það er um ein koma sex milljónir tonna af koldíoxíði sem er losað upp í andrúmsloftið. Ef öll þessi álver væru með þessa tækni myndum við minnka losun koltvísýrings á Íslandi um 30 prósent, einn þriðja,“ segir Jón Hjaltalín. Þar með er ekki allt upp talið. Því í stað þess að framleiða koltvísýring með notkun núverandi kolarafskautum framleiða nýju rafskautin beinlínis súrefni. „Þannig að hundrað þúsund tonna álver með þessari tækni mun framleiða súrefni eins og 270 ferkílómetra skógur,“ segir Jón Hjaltalín. Mikilvægt að fá stuðning nýsköpunar- og rannsóknarsjóða Jón Hjaltalín segir samstarfið við Nýsköpunarmiðstöðina undanfarin ár hafi skipt sköpum í þróunarferlinu. En þróunarvinnunni sé ekki lokið. Næsti áfangi muni kosta um 100 milljónir króna. Þá bregði hins vegar svo við að íslenskir rannsóknarsjóðir sýni verkefninu engan áhuga. „Því miður þá sóttum við um í Loftlagssjóð sem stefnir að því að bæta loftslagið en okkur var hafnað. Veistu af hverju? Þeir treystu því ekki að svona lítið íslenskt fyrirtæki komi með góða hugmynd og komi henni á markað,“ segir Jón Hjaltalín. Þá telji sumir sjóðir ekki um nýsköpun að ræða þótt verið sé að bylta rúmlega hundrað ára mengandi tækni sem muni hjálpa Íslendingum að ná markmiðum sínum og skuldbindingum í Parísarsáttmálanum. Guðmundur Gunnarsson bræddi þennan álklump og setti í mót merkt Actus þegar fréttmenn bar að garði í dag.Stöð 2/Egill Áhuginn hjá erlendum stórfyrirtækjum sé hins vegar mikill á þessari tækni og því gæti framleiðsla skautanna hæglega endað í öðru landi en Íslandi. Framleiðsla fyrir öll álver heimsins gæti skapað mikinn fjölda starfa og stuðlað að verulegum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Jón Hjaltalín segir þróun fyrirtækis hans og Nýsköpunarmiðstöðvarinnar hafa skilað raunverulegri lausn sem virki. Til marks um trú álfyrirtækjanna sjálfra hafi einn stærsti álframleiðandi Evrópu, þýska álfyrirtækið Trimet, skrifað undir samning við Actus Metlas í janúar um samstarf við að skala tæknina upp í fulla stærð. „Og í framhaldi af því stefna þeir að því að breyta sínum álverum í umhverfisvæn álver. En þeir eiga fjögur mjög gömul álver, þrjátíu til fimmtíu ára gömul eins og Ísal,“ segir Jón Hjaltalín Magnússon.
Nýsköpun Stóriðja Tengdar fréttir Einn möguleikinn að loka álverinu í tvö ár Rio Tinto skoðar nú þann möguleika að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár til að draga úr tapi af rekstri þess. 7. apríl 2020 06:40 Talsmenn nýsköpunar á tyllidögum Í síðustu viku bárust þau tíðindi að raunverulegur möguleiki væri á því að álver Rio Tinto í Straumsvík myndi loka varanlega sínum dyrum. 19. febrúar 2020 09:00 Iðnaðarráðherra myndi fagna því að orkuverð til stóriðju yrði opinbert Iðnaðarráðherra segir að það myndi hjálpa ef allt væri upp á borðum við mat á stöðu Isal, þar með raforkuverðið. 13. febrúar 2020 20:15 Forstjóri Landsvirkjunar segir raforkuverð ekki aðalvandamál Isal Forstjóri Landsvirkjunar segir verð á raforku til álversins í Straumsvík aðeins lítinn hluta af vandamálum fyrirtækisins. Raforkuverðið sé sanngjarnt en meginvandamálið sé lækkun á afurðaverði fyrirtækisins. 12. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Einn möguleikinn að loka álverinu í tvö ár Rio Tinto skoðar nú þann möguleika að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár til að draga úr tapi af rekstri þess. 7. apríl 2020 06:40
Talsmenn nýsköpunar á tyllidögum Í síðustu viku bárust þau tíðindi að raunverulegur möguleiki væri á því að álver Rio Tinto í Straumsvík myndi loka varanlega sínum dyrum. 19. febrúar 2020 09:00
Iðnaðarráðherra myndi fagna því að orkuverð til stóriðju yrði opinbert Iðnaðarráðherra segir að það myndi hjálpa ef allt væri upp á borðum við mat á stöðu Isal, þar með raforkuverðið. 13. febrúar 2020 20:15
Forstjóri Landsvirkjunar segir raforkuverð ekki aðalvandamál Isal Forstjóri Landsvirkjunar segir verð á raforku til álversins í Straumsvík aðeins lítinn hluta af vandamálum fyrirtækisins. Raforkuverðið sé sanngjarnt en meginvandamálið sé lækkun á afurðaverði fyrirtækisins. 12. febrúar 2020 19:30