Engar medalíur í Kvennahlaupinu í ár Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júní 2020 12:15 Margir hlupu frá Garðatorgi í morgun. HRÖNN GUÐMUNDSDÓTTIR Kvennahlaup Sjóvá hófst klukkan ellefu í morgun á sjötíu stöðum á landinu. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu verða ekki veittir verðlaunapeningar að hlaupi loknu. Í morgun fór Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fram í 31 sinn. Í upphafi var markmiðið að hvetja konur til hreyfingar og almennrar þátttöku í íþróttastarfi en í dag er tilgangur hlaupsins annars eðlis. „Upphaflega markmiðið sem búið er að ná, fyrir löngu síðan, var að drífa konur út að hreyfa sig og rífa þær frá eldavélinni, þvottavélinni og barnauppeldi. Við getum sagt að það markmið hafi náðst fyrir löngu. Nú höfum við sett nýtt markmið sem er að hlaupa saman, vera saman, njóta saman, standa saman,“ sagði Hrönn Guðmundsdóttir, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs hjá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands. Kvennahlaupið er fastur liður. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu hlaupsins verða ekki veittir verðlaunapeningar en í gegnum tíðina hafa allir þátttakendur farið heim með medalíu. „Við tókum smá sjálfsrýningu eftir hlaupið í fyrra. Okkur fannst mikið um plast og óumhverfisvæna hluti. Við vitum að bolirnir sem voru í umferð í gamla daga voru ekki framleiddir á umhverfisvænan hátt þannig við leituðum að nýjum bolum og þeir sem við völdum eru framleiddir í Fair trade verksmiðju. Þeir eru úr 100% endurunnu efni. Við ákváðum í leiðinni að taka þá ákvörðun að sleppa verðlaunapeningunum. Þeir eru í sama flokki. Að sama skapi verða buffin sem Sjóvá hefur gefð ekki í boði því þau voru líka pökkuð í plast og komu úr óumhverfisvænni framleiðslu, við erum að taka þetta eins langt og við getum,“ sagði Hrönn. Frá Kvennahlaupinu 2012. Heilsa Hlaup Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Kvennahlaup Sjóvá hófst klukkan ellefu í morgun á sjötíu stöðum á landinu. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu verða ekki veittir verðlaunapeningar að hlaupi loknu. Í morgun fór Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fram í 31 sinn. Í upphafi var markmiðið að hvetja konur til hreyfingar og almennrar þátttöku í íþróttastarfi en í dag er tilgangur hlaupsins annars eðlis. „Upphaflega markmiðið sem búið er að ná, fyrir löngu síðan, var að drífa konur út að hreyfa sig og rífa þær frá eldavélinni, þvottavélinni og barnauppeldi. Við getum sagt að það markmið hafi náðst fyrir löngu. Nú höfum við sett nýtt markmið sem er að hlaupa saman, vera saman, njóta saman, standa saman,“ sagði Hrönn Guðmundsdóttir, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs hjá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands. Kvennahlaupið er fastur liður. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu hlaupsins verða ekki veittir verðlaunapeningar en í gegnum tíðina hafa allir þátttakendur farið heim með medalíu. „Við tókum smá sjálfsrýningu eftir hlaupið í fyrra. Okkur fannst mikið um plast og óumhverfisvæna hluti. Við vitum að bolirnir sem voru í umferð í gamla daga voru ekki framleiddir á umhverfisvænan hátt þannig við leituðum að nýjum bolum og þeir sem við völdum eru framleiddir í Fair trade verksmiðju. Þeir eru úr 100% endurunnu efni. Við ákváðum í leiðinni að taka þá ákvörðun að sleppa verðlaunapeningunum. Þeir eru í sama flokki. Að sama skapi verða buffin sem Sjóvá hefur gefð ekki í boði því þau voru líka pökkuð í plast og komu úr óumhverfisvænni framleiðslu, við erum að taka þetta eins langt og við getum,“ sagði Hrönn. Frá Kvennahlaupinu 2012.
Heilsa Hlaup Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira