Lögregla og mótmælendur tókust á í London Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júní 2020 19:00 Mótmælandi sem mótmælti mótmælum Black Lives Matter hreyfingarinnar er hér í átökum við lögreglu. Jonathan Brady/AP Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í bresku höfuðborginni London í dag. Mótmælendurnir sem um ræðir söfnuðust saman í miðborginni, og sögðust vera að vernda styttur á svæðinu frá and-rasískum aðgerðasinnum. Upp á síðkastið hefur borið á því að styttur af umdeildum mönnum hafi verið felldar og skemmdar. Sem dæmi má nefna að mótmælendur í Bristol í Englandi tóku styttu af þrælasalanum Edward Colston og hentu í höfn borgarinnar. Í myndbandi sem breska ríkisútvarpið BBC birtir af mótmælunum sést þar sem mótmælendur veitast ítrekað að lögreglu og kasta flöskum í átt að lögreglumönnum. Segja öfgahópa hafa komið til London sérstaklega til að mótmæla Samkvæmt BBC hafa ýmsir hópar flykkst víða að til London, í þeim meinta tilgangi að vernda þær styttur sem þar er að finna, og koma í veg fyrir að þær verði teknar niður. Þar á meðal eru hópar á hægri jaðar stjórnmálanna. Greint er frá því að hundruð mótmælenda, aðallega hvítir karlmenn, hafi safnast saman í kringum Cenotaph-minnismerkið um síðari heimsstyrjöldina og styttu af Winston Churchill á Parliament-torgi. Þá eru margir mótmælendanna sagðir hafa lyft upp höndum sínum og kyrjað „England,“ líkt og þeir væru staddir á íþróttakappleik. Reyndu að mæta and-rasískum mótmælendum Lögregla reyndi eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að umræddir mótmælendur kæmust í Hyde-garðinn í London, en þar fóru fram friðsamleg mótmæli gegn kynþáttafordómum. Black Lives Matter-hreyfingin hafði fyrir fram brýnt fyrir fólki að mótmæla ekki nú um helgina, þar sem hætta væri á að til átaka við öfgahægrihópa kæmi. Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur fordæmt ofbeldið sem átti sér stað í dag og lýst því sem „óásættanlegri glæpamennsku.“ „Allir sem beita ofbeldi eða fremja skemmdarverk mega eiga von á því að lögin taki á þeim af fullum þunga. Ofbeldi í garð lögreglumannanna okkar verður ekki liðið,“ skrifaði hún og bætti við tilmælum um að fólk héldi sig heima til þess að draga úr áhættu á útbreiðslu kórónuveirunnar. Throughly unacceptable thuggery.Any perpetrators of violence or vandalism should expect to face the full force of the law. Violence towards our police officers will not be tolerated.Coronavirus remains a threat to us all. Go home to stop the spread of this virus & save lives. https://t.co/HsOx9cgrqD— Priti Patel (@pritipatel) June 13, 2020 Bretland Black Lives Matter England Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í bresku höfuðborginni London í dag. Mótmælendurnir sem um ræðir söfnuðust saman í miðborginni, og sögðust vera að vernda styttur á svæðinu frá and-rasískum aðgerðasinnum. Upp á síðkastið hefur borið á því að styttur af umdeildum mönnum hafi verið felldar og skemmdar. Sem dæmi má nefna að mótmælendur í Bristol í Englandi tóku styttu af þrælasalanum Edward Colston og hentu í höfn borgarinnar. Í myndbandi sem breska ríkisútvarpið BBC birtir af mótmælunum sést þar sem mótmælendur veitast ítrekað að lögreglu og kasta flöskum í átt að lögreglumönnum. Segja öfgahópa hafa komið til London sérstaklega til að mótmæla Samkvæmt BBC hafa ýmsir hópar flykkst víða að til London, í þeim meinta tilgangi að vernda þær styttur sem þar er að finna, og koma í veg fyrir að þær verði teknar niður. Þar á meðal eru hópar á hægri jaðar stjórnmálanna. Greint er frá því að hundruð mótmælenda, aðallega hvítir karlmenn, hafi safnast saman í kringum Cenotaph-minnismerkið um síðari heimsstyrjöldina og styttu af Winston Churchill á Parliament-torgi. Þá eru margir mótmælendanna sagðir hafa lyft upp höndum sínum og kyrjað „England,“ líkt og þeir væru staddir á íþróttakappleik. Reyndu að mæta and-rasískum mótmælendum Lögregla reyndi eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að umræddir mótmælendur kæmust í Hyde-garðinn í London, en þar fóru fram friðsamleg mótmæli gegn kynþáttafordómum. Black Lives Matter-hreyfingin hafði fyrir fram brýnt fyrir fólki að mótmæla ekki nú um helgina, þar sem hætta væri á að til átaka við öfgahægrihópa kæmi. Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur fordæmt ofbeldið sem átti sér stað í dag og lýst því sem „óásættanlegri glæpamennsku.“ „Allir sem beita ofbeldi eða fremja skemmdarverk mega eiga von á því að lögin taki á þeim af fullum þunga. Ofbeldi í garð lögreglumannanna okkar verður ekki liðið,“ skrifaði hún og bætti við tilmælum um að fólk héldi sig heima til þess að draga úr áhættu á útbreiðslu kórónuveirunnar. Throughly unacceptable thuggery.Any perpetrators of violence or vandalism should expect to face the full force of the law. Violence towards our police officers will not be tolerated.Coronavirus remains a threat to us all. Go home to stop the spread of this virus & save lives. https://t.co/HsOx9cgrqD— Priti Patel (@pritipatel) June 13, 2020
Bretland Black Lives Matter England Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira