Ert þú með eitthvað grænt í gangi? Jón Hannes Karlsson skrifar 15. júní 2020 10:00 Síðustu ár hafa bílaframleiðendur markvisst aukið framleiðslu á umhverfisvænni farartækjum og í dag er úrval rafmagns-, hybrid- og tengiltvinnbíla allt annað og meira en það var. Samhliða þessari hröðu þróun hefur fjöldi annarra umhverfisvænna farartækja sprottið fram og kolefnisspor bensín- og díselvéla minnkað. Fjölgun hleðslustöðva við heimili og vinnustaði er góð vísbending um hve hratt við Íslendingar höfum tileinkað okkur þessa nýju tækni. Hvort sem farartækið er rafmagnsbíll, rafmagnshjól, rafmagnshlaupahjól, tengiltvinnbíll eða annað rafknúið ökutæki er ekki ólíklegt að innan fárra ára verðum við flest með eitthvað „grænt í gangi“ og það eru góðar fréttir. Ekki eingöngu vegna sjálfbærnisjónarmiða heldur einnig fjárhagslegra. Við hjá Ergo viljum hvetja fólk til að taka þessa spennandi fararskjóta í notkun með því að bjóða græna fjármögnun vegna fjármögnunar á vistvænum bifreiðum, rafmagnshjólum og hleðslustöðvum á hagkvæmum kjörum. Við viljum auka hlutdeild grænnar fjármögnunar í lánasafni okkar og leggja þar með okkar að mörkum við að færast nær þeim markmiðum sem við höfum sett okkur í loftlagsmálum. Það er mat okkar að hagkvæm fjármögnun á vistvænum bifreiðum og rafmagnshjólum falli vel að þeirri stefnu Íslandsbanka að vera leiðandi á sviði sjálfbærrar þróunar og hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu. Það væri ánægjulegt ef okkur Íslendingum bæri gæfa til þess að vera sjálfum okkur næg um orkuna í farartækjunum okkar og hefðum á sama tíma jákvæð áhrif á umhverfið. Fjölbreyttari kostir við fjármögnun umhverfisvænna farartækja og hagstæðari lánakjör hjálpa okkur vonandi við að stíga eitt skref til viðbótar í þá átt. Höfundur er framkvæmdastjóri Ergo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vistvænir bílar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Síðustu ár hafa bílaframleiðendur markvisst aukið framleiðslu á umhverfisvænni farartækjum og í dag er úrval rafmagns-, hybrid- og tengiltvinnbíla allt annað og meira en það var. Samhliða þessari hröðu þróun hefur fjöldi annarra umhverfisvænna farartækja sprottið fram og kolefnisspor bensín- og díselvéla minnkað. Fjölgun hleðslustöðva við heimili og vinnustaði er góð vísbending um hve hratt við Íslendingar höfum tileinkað okkur þessa nýju tækni. Hvort sem farartækið er rafmagnsbíll, rafmagnshjól, rafmagnshlaupahjól, tengiltvinnbíll eða annað rafknúið ökutæki er ekki ólíklegt að innan fárra ára verðum við flest með eitthvað „grænt í gangi“ og það eru góðar fréttir. Ekki eingöngu vegna sjálfbærnisjónarmiða heldur einnig fjárhagslegra. Við hjá Ergo viljum hvetja fólk til að taka þessa spennandi fararskjóta í notkun með því að bjóða græna fjármögnun vegna fjármögnunar á vistvænum bifreiðum, rafmagnshjólum og hleðslustöðvum á hagkvæmum kjörum. Við viljum auka hlutdeild grænnar fjármögnunar í lánasafni okkar og leggja þar með okkar að mörkum við að færast nær þeim markmiðum sem við höfum sett okkur í loftlagsmálum. Það er mat okkar að hagkvæm fjármögnun á vistvænum bifreiðum og rafmagnshjólum falli vel að þeirri stefnu Íslandsbanka að vera leiðandi á sviði sjálfbærrar þróunar og hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu. Það væri ánægjulegt ef okkur Íslendingum bæri gæfa til þess að vera sjálfum okkur næg um orkuna í farartækjunum okkar og hefðum á sama tíma jákvæð áhrif á umhverfið. Fjölbreyttari kostir við fjármögnun umhverfisvænna farartækja og hagstæðari lánakjör hjálpa okkur vonandi við að stíga eitt skref til viðbótar í þá átt. Höfundur er framkvæmdastjóri Ergo.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar