Minni kvóti: Hver tekur höggið? Svanur Guðmundsson skrifar 18. júní 2020 15:00 Hafrannsóknarstofnun hefur nýlega birt ráðgjöf sína um heildarafla fyrir næsta fiskveiðiár. Ljóst er að ráðgjöfin kemur til með að hafa nokkur áhrif á rekstrarstöðu sjávarútvegsins og lækka útflutningsverðmæti sjávarafurða. Ef tekið er saman útflutningsverðmæti hverrar tegundar, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá nokkrum vinnslufyrirtækjum og áætlaður niðurskurður, þá kemur eftirfarandi niðurstaða í ljós. All nokkrar tegundir dragast saman í veiði ef ráðherra fylgir ráðgjöf Hafró. Ef metið er hvað þetta þýðir í útflutningstekjum nemur tekjutap vegna viðkomandi tegunda, sem dragast saman, um 12 milljörðum króna. Á móti er viðbót í grálúðu og ýsu en aukningin þar nemur 2,7 milljörðum króna. Ýsan vegur þar mest en þar er óvissan mikil í dag samkvæmt upplýsingum úr greininni bæði þegar kemur að verðum og veiði. Meðfylgjandi tafla sýnir ráðgjöf Hafró í helstu tegundum fyrir næsta ár og hver ráðgjöfin var á síðasta fiskveiðiári. Rauðar tölur sýna lækkaða veiðiráðgjöf. Þegar horft er til mikilvægi sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúið og þeirra útflutningstekna sem hann skapar (um 230 milljarða króna) þá er ástæða til að spyrja hversu vel við rannsökum hafið og það vistkerfi sem gefur okkur þessa auðlind. Það er eðlilegt að ráðgjöf Hafró sé umdeild enda miklir hagsmunir í húfi. En getum við sett útá ráðgjöf þeirra þegar Hafró fær augljóslega ekki nægjanlega fjármuni til að rannsaka vistkerfið svo vel sé. Þessa niðursveiflu þarf sjávarútvegurinn einn að taka á sig en því miður munu áhrifanna gæta víða út í samfélaginu. Ekki geri ég ráð fyrir að ráðamenn muni keppast um að dæla fjármunum út til landsbyggðarinnar vegna þessarar tekjuskerðingar eins og gripið var til þegar COVID-19 faraldurinn dundi yfir okkur. Nei, höggið lendir á sjávarútveginum og fólkinu sem hefur lifibrauð sitt af honum. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Svanur Guðmundsson Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun hefur nýlega birt ráðgjöf sína um heildarafla fyrir næsta fiskveiðiár. Ljóst er að ráðgjöfin kemur til með að hafa nokkur áhrif á rekstrarstöðu sjávarútvegsins og lækka útflutningsverðmæti sjávarafurða. Ef tekið er saman útflutningsverðmæti hverrar tegundar, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá nokkrum vinnslufyrirtækjum og áætlaður niðurskurður, þá kemur eftirfarandi niðurstaða í ljós. All nokkrar tegundir dragast saman í veiði ef ráðherra fylgir ráðgjöf Hafró. Ef metið er hvað þetta þýðir í útflutningstekjum nemur tekjutap vegna viðkomandi tegunda, sem dragast saman, um 12 milljörðum króna. Á móti er viðbót í grálúðu og ýsu en aukningin þar nemur 2,7 milljörðum króna. Ýsan vegur þar mest en þar er óvissan mikil í dag samkvæmt upplýsingum úr greininni bæði þegar kemur að verðum og veiði. Meðfylgjandi tafla sýnir ráðgjöf Hafró í helstu tegundum fyrir næsta ár og hver ráðgjöfin var á síðasta fiskveiðiári. Rauðar tölur sýna lækkaða veiðiráðgjöf. Þegar horft er til mikilvægi sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúið og þeirra útflutningstekna sem hann skapar (um 230 milljarða króna) þá er ástæða til að spyrja hversu vel við rannsökum hafið og það vistkerfi sem gefur okkur þessa auðlind. Það er eðlilegt að ráðgjöf Hafró sé umdeild enda miklir hagsmunir í húfi. En getum við sett útá ráðgjöf þeirra þegar Hafró fær augljóslega ekki nægjanlega fjármuni til að rannsaka vistkerfið svo vel sé. Þessa niðursveiflu þarf sjávarútvegurinn einn að taka á sig en því miður munu áhrifanna gæta víða út í samfélaginu. Ekki geri ég ráð fyrir að ráðamenn muni keppast um að dæla fjármunum út til landsbyggðarinnar vegna þessarar tekjuskerðingar eins og gripið var til þegar COVID-19 faraldurinn dundi yfir okkur. Nei, höggið lendir á sjávarútveginum og fólkinu sem hefur lifibrauð sitt af honum. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun