Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júní 2020 15:58 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. Í samtali við Vísi segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, að engin ný gögn hafi verið til kynnt til sögunnar á fundi dagsins, en vísindaráðið fundaði einnig 10. júní síðastliðinn um stöðuna í Grímsvötnum. Þá kom fram að vísindamenn telji að meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Á fundi dagsins var farið yfir stöðuna auk þess sem að sérfræðingar gátu borið saman bækur sínar. Segir Magnús Tumi að eldgos í Grímsvötnum hafi tilhneigingu til að fylgja í kjölfar jökulhlaups og nú bendi aðstæður til þess að slíkt hlaup sé handan við hornið á næstu dögum, vikum eða mánuðum. „Vatnshæð er núna frekar há í Grímsvötnum og fer hækkandi, hækkar um svona þrjá sentimetra á dag, sem er eðlilegt í sjálfu sér þegar vatnssöfnun er í gangi. Núna er staðan þannig að það er ekkert ólílegt að Grímsvötn séu að verða tilbúin til þess að gjósa,“ segir Magnús Tumi og bendir á að Grímsvötn gjósi að jafnaði á fimm til tíu ára fresti. „Nú eru að verða níu á síðan og gos í Grímsvötnum hafa tilhneygingu til að koma í kjölfar hlaupa. Þá lækkar þrýstingurinn ofan á kvikuhólfinu og nú eru þessar aðstæður og þess vegna teljum við að það sé möguleiki að það gerist þegar að það hleypur,“ segir Magnús Tumi. Fundur dagsins snerist að mestu leyti um að ræða stöðuna þannig að menn séu viðbúnir þegar og ef gos hefst. „Það gæti byrjað á næstu dögum eða vikum en það getur líka dregist um mánuði og þá þarf að vera viðbúinn að það geti komið hlaup, koma gos, sem er sennilegt að komi, miðað við reynsluna, nokkrum dögum eftir að hlaup er komið.“ Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. Í samtali við Vísi segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, að engin ný gögn hafi verið til kynnt til sögunnar á fundi dagsins, en vísindaráðið fundaði einnig 10. júní síðastliðinn um stöðuna í Grímsvötnum. Þá kom fram að vísindamenn telji að meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Á fundi dagsins var farið yfir stöðuna auk þess sem að sérfræðingar gátu borið saman bækur sínar. Segir Magnús Tumi að eldgos í Grímsvötnum hafi tilhneigingu til að fylgja í kjölfar jökulhlaups og nú bendi aðstæður til þess að slíkt hlaup sé handan við hornið á næstu dögum, vikum eða mánuðum. „Vatnshæð er núna frekar há í Grímsvötnum og fer hækkandi, hækkar um svona þrjá sentimetra á dag, sem er eðlilegt í sjálfu sér þegar vatnssöfnun er í gangi. Núna er staðan þannig að það er ekkert ólílegt að Grímsvötn séu að verða tilbúin til þess að gjósa,“ segir Magnús Tumi og bendir á að Grímsvötn gjósi að jafnaði á fimm til tíu ára fresti. „Nú eru að verða níu á síðan og gos í Grímsvötnum hafa tilhneygingu til að koma í kjölfar hlaupa. Þá lækkar þrýstingurinn ofan á kvikuhólfinu og nú eru þessar aðstæður og þess vegna teljum við að það sé möguleiki að það gerist þegar að það hleypur,“ segir Magnús Tumi. Fundur dagsins snerist að mestu leyti um að ræða stöðuna þannig að menn séu viðbúnir þegar og ef gos hefst. „Það gæti byrjað á næstu dögum eða vikum en það getur líka dregist um mánuði og þá þarf að vera viðbúinn að það geti komið hlaup, koma gos, sem er sennilegt að komi, miðað við reynsluna, nokkrum dögum eftir að hlaup er komið.“
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira