Tíminn til þess að semja við hjúkrunarfræðinga að renna út Lillý Valgerður Pétursdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 18. júní 2020 20:10 Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítala Vísir/Egill Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma þrjá sólarhringa. Hjúkrunarfræðingar eru ósáttir við laun sín og segja ekki hlustað á þá en það hryggi þá að ekki sé meira lagt í sölurnar við að mæta kröfum þeirra við samningaborðið. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og hafa boðað til verkfalls á ef ekki nást kjarasamningar fyrir mánudaginn. Fundað var í deilunni í dag án árangurs og er annar fundur fyrirhugaður á morgun. Hjúkrunarfræðingar hittust síðdegis á samstöðufundi á Grand Hóteli Reykjavík til að ræða stöðuna og var þungt hljóðið í þeim. „Það er kominn tími til að það sé bara farið að semja og fallist verður á kröfur okkar hjúkrunarfræðinga um launaliðinn. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með grunnlaunin sín,“ segir Guðrún Yrsa Ómarsdóttir hjúkrunarfræðingur á Landakoti. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður út í deiluna á Alþingi í dag og hvort til greina komi að setja lög á verkfallið ef því verður en hann svaraði því ekki. „Ég verð að segja að mér þykir mjög dapurlegt hvernig menn vilja reyna að ná pólitísku höggi á stjórnvöld hverju sinni með því að taka alltaf upp málstað þess sem er að semja við ríkið,“ sagði Bjarni. „Þetta er mjög alvarleg staða því að hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykkið í okkar starfsemi og koma að nánast allri þjónustu sem er veitt hér,“ sagði Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri mannauðsmála Landspítalans í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. „Það er veitt bráðnauðsynleg heilbrigðisþjónusta í verkfalli og það er okkar skylda. Það er mjög margt sem er skipulagt sem þarf þá að bíða,“ sagði Ásta spurð um hvaða áhrif yfirvofandi verkfall myndi hafa á starfsemi spítalans og hvaða þjónustu þyrfti að skerða komi til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga. Ásta sagði þá einnig að skurðaðgerðir, aðrar en bráðnauðsynlegar þyrftu að bíða komi til verkfalls. Hún sagðist ekki treysta sér til þess að segja til um hvort verkfall myndi hafa áhrif á skimanir vegna kórónuveirunnar. „Það eru öryggislistar sem eru sú leyfilega mönnun, sem hefur verið samþykkt fyrir fram, það er samt ekki nóg þar sem að starfsemin hefur breyst og Covid-faraldurinn hefur þar áhrif,“ sagði Ásta spurð um fjölda þeirra sem gætu mætt til starfa í verkfalli. Kjaramál Verkföll 2020 Landspítalinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma þrjá sólarhringa. Hjúkrunarfræðingar eru ósáttir við laun sín og segja ekki hlustað á þá en það hryggi þá að ekki sé meira lagt í sölurnar við að mæta kröfum þeirra við samningaborðið. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og hafa boðað til verkfalls á ef ekki nást kjarasamningar fyrir mánudaginn. Fundað var í deilunni í dag án árangurs og er annar fundur fyrirhugaður á morgun. Hjúkrunarfræðingar hittust síðdegis á samstöðufundi á Grand Hóteli Reykjavík til að ræða stöðuna og var þungt hljóðið í þeim. „Það er kominn tími til að það sé bara farið að semja og fallist verður á kröfur okkar hjúkrunarfræðinga um launaliðinn. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með grunnlaunin sín,“ segir Guðrún Yrsa Ómarsdóttir hjúkrunarfræðingur á Landakoti. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður út í deiluna á Alþingi í dag og hvort til greina komi að setja lög á verkfallið ef því verður en hann svaraði því ekki. „Ég verð að segja að mér þykir mjög dapurlegt hvernig menn vilja reyna að ná pólitísku höggi á stjórnvöld hverju sinni með því að taka alltaf upp málstað þess sem er að semja við ríkið,“ sagði Bjarni. „Þetta er mjög alvarleg staða því að hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykkið í okkar starfsemi og koma að nánast allri þjónustu sem er veitt hér,“ sagði Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri mannauðsmála Landspítalans í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. „Það er veitt bráðnauðsynleg heilbrigðisþjónusta í verkfalli og það er okkar skylda. Það er mjög margt sem er skipulagt sem þarf þá að bíða,“ sagði Ásta spurð um hvaða áhrif yfirvofandi verkfall myndi hafa á starfsemi spítalans og hvaða þjónustu þyrfti að skerða komi til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga. Ásta sagði þá einnig að skurðaðgerðir, aðrar en bráðnauðsynlegar þyrftu að bíða komi til verkfalls. Hún sagðist ekki treysta sér til þess að segja til um hvort verkfall myndi hafa áhrif á skimanir vegna kórónuveirunnar. „Það eru öryggislistar sem eru sú leyfilega mönnun, sem hefur verið samþykkt fyrir fram, það er samt ekki nóg þar sem að starfsemin hefur breyst og Covid-faraldurinn hefur þar áhrif,“ sagði Ásta spurð um fjölda þeirra sem gætu mætt til starfa í verkfalli.
Kjaramál Verkföll 2020 Landspítalinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent