Fótbolti

Guðlaugur Victor lék allan leikinn í tapi

Ísak Hallmundarson skrifar
Victor í leiknum áðan.
Victor í leiknum áðan. getty/Friso Gentsch

Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allar 90 mínúturnar í tapi Darmstadt gegn Arminia Bielefeld í þýsku 2. deildinni. Eina mark leiksins skoraði Manuel Prietl á 52. mínútu.

Darmstadt situr eftir leikinn í 5. sæti, átta stigum frá umspilssæti í efstu deild, þegar einungis tvær umferðir eru eftir af mótinu. Arminia Bielefeld tryggði sér með sigrinum í kvöld formlega efsta sætið í 2. deildinni og þeir taka því þátt í Bundesligunni, eða þýsku úrvalsdeildinni, á næsta tímabili. 

Arnór Ingvi Traustason fékk hálftíma í svekkjandi jafntefli Malmö gegn Haecken í sænsku úrvalsdeildinni. Malmö komst yfir á 23. mínútu með marki frá Guillermo Molins og héldu forystunni allt þar til í uppbótartíma, en þá jafnaði Joona Toivio metin fyrir Haecken. Arnór kom inn á sem varamaður á 61. mínútu leiksins. 

Malmö er með 4 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í sænsku deildinni.

Þá kom Mikael Anderson inn á sem varamaður á 13. mínútu fyrir Midtjylland í 0-0 jafntefli gegn Bröndby, en Hjörtur Hermannsson var ekki í leikmannahópi Bröndby í leiknum. Midtjylland er á toppnum í dönsku úrvalsdeildinni með níu stiga forskot á FCK en Bröndby er í 4. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×