Íslendingar einu útlendingarnir sem mega koma óhindrað til Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2020 23:41 Frá bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi. Stöð 2/Kristján Már Unnarsson. Grænlendingar hafa opnað land sitt gagnvart Íslendingum og eru Íslendingar núna eina þjóðin utan danska ríkjasambandsins sem leyfist að heimsækja Grænland, án strangra skilyrða. Og Íslendingar þurfa ekki að fara í tveggja vikna sóttkví, eins og Danir neyðast til. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var við hæfi að grænlensk stjórnvöld kynntu breyttar reglur á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. Nýjar tilslakanir um það hverjir mega núna ferðast til Grænlands snúa nefnilega eingöngu að Íslendingum. Áður var aðeins íbúum danska ríkjasambandsins, Dönum, Færeyingum og auðvitað Grænlendingum sjálfum leyft að koma til landsins, án strangra skilyrða, en núna er búið að bæta Íslendingum í hópinn. Og það sem meira er: Íslendingar njóta núna meiri forréttinda heldur en Danir því þeir sem koma til Grænlands frá Kaupmannahöfn verða að fara í tveggja vikna heimasóttkví eða láta skima fyrir veirunni innan fimm daga. Íslendingar, sem koma beint frá Íslandi, sem og Færeyingar, þurfa enga sóttkví og leyfist að fara beint á kaffihús og í verslanir á Grænlandi, að því er grænlenska fréttastöðin KNR greindi frá. Allt flug Air Iceland Connect til Grænlands hefur legið niðri frá því kórónufaraldurinn blossaði upp. Félagið tilkynnti þann 15. júní að það myndi hefja flug til Nuuk einu sinni í viku í júlí á föstudögum. Engar ákvarðanir liggja fyrir um flug til annarra áfangastaða félagsins á Grænlandi. „Við fylgjumst vel með stöðunni og erum stöðugt að yfirfara áætlanir okkar miðað við nýjar forsendur og munum bregðast við í samræmi við það. En eins og staðan er núna teljum við ekki raunhæft að setja upp meira flug en þetta í júlí til Grænlands,“ segir Þóra Eggertsdóttir, forstöðumaður innanlandsflugs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. 4. júní 2020 09:47 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Fengu sundið aftur hálfum mánuði fyrr en Íslendingar Grænlendingum hefur á ný verið leyft að komast í sund, en grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru hálfum mánuði á undan þeim íslensku að opna sundlaugar. 7. maí 2020 22:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Grænlendingar hafa opnað land sitt gagnvart Íslendingum og eru Íslendingar núna eina þjóðin utan danska ríkjasambandsins sem leyfist að heimsækja Grænland, án strangra skilyrða. Og Íslendingar þurfa ekki að fara í tveggja vikna sóttkví, eins og Danir neyðast til. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var við hæfi að grænlensk stjórnvöld kynntu breyttar reglur á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. Nýjar tilslakanir um það hverjir mega núna ferðast til Grænlands snúa nefnilega eingöngu að Íslendingum. Áður var aðeins íbúum danska ríkjasambandsins, Dönum, Færeyingum og auðvitað Grænlendingum sjálfum leyft að koma til landsins, án strangra skilyrða, en núna er búið að bæta Íslendingum í hópinn. Og það sem meira er: Íslendingar njóta núna meiri forréttinda heldur en Danir því þeir sem koma til Grænlands frá Kaupmannahöfn verða að fara í tveggja vikna heimasóttkví eða láta skima fyrir veirunni innan fimm daga. Íslendingar, sem koma beint frá Íslandi, sem og Færeyingar, þurfa enga sóttkví og leyfist að fara beint á kaffihús og í verslanir á Grænlandi, að því er grænlenska fréttastöðin KNR greindi frá. Allt flug Air Iceland Connect til Grænlands hefur legið niðri frá því kórónufaraldurinn blossaði upp. Félagið tilkynnti þann 15. júní að það myndi hefja flug til Nuuk einu sinni í viku í júlí á föstudögum. Engar ákvarðanir liggja fyrir um flug til annarra áfangastaða félagsins á Grænlandi. „Við fylgjumst vel með stöðunni og erum stöðugt að yfirfara áætlanir okkar miðað við nýjar forsendur og munum bregðast við í samræmi við það. En eins og staðan er núna teljum við ekki raunhæft að setja upp meira flug en þetta í júlí til Grænlands,“ segir Þóra Eggertsdóttir, forstöðumaður innanlandsflugs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. 4. júní 2020 09:47 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Fengu sundið aftur hálfum mánuði fyrr en Íslendingar Grænlendingum hefur á ný verið leyft að komast í sund, en grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru hálfum mánuði á undan þeim íslensku að opna sundlaugar. 7. maí 2020 22:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09
Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. 4. júní 2020 09:47
Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30
Fengu sundið aftur hálfum mánuði fyrr en Íslendingar Grænlendingum hefur á ný verið leyft að komast í sund, en grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru hálfum mánuði á undan þeim íslensku að opna sundlaugar. 7. maí 2020 22:00