Ríkisstjórnin styður við endurnýjun björgunarbáta Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. júní 2020 07:00 Þrettán björgunarbátar eru hringinn í kringum landið. Sá elsti þeirra er fjörutíu og þriggja ára. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögu forsætisráðherra um áframhaldandi samstarf ríkisins og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um kaup á þremur nýjum björgunarskipum. Tillagan gerir ráð fyrir að 150 milljóna króna árlegri fjárveitingu úr ríkissjóði í þrjú ár með fyrirvara um breytingar og samþykki Alþingis. Samhliða verði gert samkomulag við Slysavarnarfélagið Landsbjörg um fjármögnun og viðhald björgunarskipanna til lengri tíma. Nú er hægt að byrja að yngja upp í flotanum „Þetta þýðir það fyrst og fremst að nú getum við yngt upp úr flotanum. Meðal aldur í flotanum er rétt rúm 35 ár, elsta skipið er 43 ára og við getum hafið þá vegferð að endurnýja þessa þörfu bjargir sem eru allt í kringum landið,“ segir Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Tillögurnar sem samþykktar voru byggja á vinnu starfshóps sem skipaður var í kjölfar þess að Alþingi samþykkti í fyrra að vísa tillögu um eflingu björgunarskipaflota Slysavarnarfélagsins Landsbjargar til ríkisstjórnar. Starfshópurinn heldur áfram störfum og mun fela Ríkiskaupum útfærslu útboðslýsingar. Örn segir að þrátt fyrir háan aldur núverandi flota sé staðan nokkuð góð. Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.Vísir/Sigurjón Vonar að fyrsta skipið verði komið seint á næsta ári „Þau eru í góðu standi en þau eru tæknilega úreld að einhverju leiti. Þau eru hönnuð nítján hundruð sextíu og eitthvað, flest þessara skipa sem við erum að vinna með og löngu orðið þarft að færa okkur í nútímann,“ segir Örn. Þrettán björgunarskip eru hringinn í kringum landið en ekki hefur verið ákveðið hvar nýju skipin verða staðsett. Næsta skref er að ljúka við útboðslýsingu í samvinnu við Ríkiskaup. Hversu stutt er í að nýtt skipi komi? „Ég mun byrja að smíða á næsta ári og ég treysti því að þú komir og skoðir nýtt skip seint á næsta ári,“ segir Örn. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg um kaup á þremur nýjum björgunarbátum.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögu forsætisráðherra um áframhaldandi samstarf ríkisins og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um kaup á þremur nýjum björgunarskipum. Tillagan gerir ráð fyrir að 150 milljóna króna árlegri fjárveitingu úr ríkissjóði í þrjú ár með fyrirvara um breytingar og samþykki Alþingis. Samhliða verði gert samkomulag við Slysavarnarfélagið Landsbjörg um fjármögnun og viðhald björgunarskipanna til lengri tíma. Nú er hægt að byrja að yngja upp í flotanum „Þetta þýðir það fyrst og fremst að nú getum við yngt upp úr flotanum. Meðal aldur í flotanum er rétt rúm 35 ár, elsta skipið er 43 ára og við getum hafið þá vegferð að endurnýja þessa þörfu bjargir sem eru allt í kringum landið,“ segir Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Tillögurnar sem samþykktar voru byggja á vinnu starfshóps sem skipaður var í kjölfar þess að Alþingi samþykkti í fyrra að vísa tillögu um eflingu björgunarskipaflota Slysavarnarfélagsins Landsbjargar til ríkisstjórnar. Starfshópurinn heldur áfram störfum og mun fela Ríkiskaupum útfærslu útboðslýsingar. Örn segir að þrátt fyrir háan aldur núverandi flota sé staðan nokkuð góð. Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.Vísir/Sigurjón Vonar að fyrsta skipið verði komið seint á næsta ári „Þau eru í góðu standi en þau eru tæknilega úreld að einhverju leiti. Þau eru hönnuð nítján hundruð sextíu og eitthvað, flest þessara skipa sem við erum að vinna með og löngu orðið þarft að færa okkur í nútímann,“ segir Örn. Þrettán björgunarskip eru hringinn í kringum landið en ekki hefur verið ákveðið hvar nýju skipin verða staðsett. Næsta skref er að ljúka við útboðslýsingu í samvinnu við Ríkiskaup. Hversu stutt er í að nýtt skipi komi? „Ég mun byrja að smíða á næsta ári og ég treysti því að þú komir og skoðir nýtt skip seint á næsta ári,“ segir Örn. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg um kaup á þremur nýjum björgunarbátum.Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Sjá meira