Mikill hugur og kraftur í íslenskum garðyrkjubændum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. júní 2020 12:55 Sveinn Sæland, sem er garðyrkjubóndi á Espiflöt en þar eru ræktuð afskorin blóm. Sveinn og hans fjölskylda er að fara að stækka stöðina eins og fleiri garðyrkjubændur í Reykholti. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Mikill hugur og kraftur er í íslenskum garðyrkjubændum, sem margir hverjir eru að stækka stöðvarnar sínar vegna mikillar eftirspurnar eftir íslensku grænmeti og blómum. Um 140 garðyrkjubændur eru í landinu og þar með í Sambandi garðyrkjubænda, sem vinnur að sameiginlegum hagsmunum félagsmanna og íslenskrar garðyrkju. Félagsmenn rækta og vinna margvíslegar afurðir s.s. afskorin blóm, pottablóm, kartöflur, grænmeti, rófur, garðplöntur, kryddjurtir, trjáplöntur, ávexti og ber. Í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð eru mikið ræktað af tómötum, gúrkum, jarðarberjum og afskornum blómum. Þar eru þrír garðyrkjubændur að fara að stækka stöðvarnar sínar. Sveinn Sæland á Espiflöt, sem ræktar afskorin blóm er einn af þessum bændum. „Það sem er að gerast núna er mjög gaman því að þegar ég horfi út um stofugluggann þá sé ég níu þúsund fermetra af gróðurhúsum rísa beint fyrir framan augun á mér og eftir þessa stækkun, sem verður komin í notkun í haust þá verður hér í Reykholti stærsta gúrkuræktun í landinu, stærsta tómataræktun í landinu, blómaræktun og jarðarberjaræktun,“ segir Sveinn og bætir við, „Þetta er svolítið sérstakt að þetta skuli gerast í þessu litla þorpi hér þar sem búa ekki nema um 300 íbúar. Það er eitthvað í umhverfinu sem veldur því að menn velja að byggja hér.“ Sala á afskornum blómum og íslensku grænmeti hefur verið mjög mikil á tímum kórónuveirunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sveinn segir að stækkun garðyrkjustöðvanna þriggja munu skapa mörg ný störf en garðyrkjustöðvarnar sem um ræðir eru Friðheimar, Gufuhlíð og Espiflöt. „Þetta kemur til með að skapa á milli fimmtán og tuttugu ný störf í þessu litla þorpi og umhverfi. Hér á Espiflöt erum við með fjórtán, fimmtán manns í vinnu og við sækjum starfskrafta úr nærumhverfinu alfarið.“ Sveinn segir garðyrkjubændur finna mjög vel fyrir mjög vaxandi eftirspurn eftir íslensku grænmeti og blómum og því sé ekkert hik á þeim garðyrkjubændum, sem hafa ákveðið að stækka stöðvarnar sínar. Salan hafa t.d. verið mjög góð á tímum kórónuveirunnar. „Framtíðin leggst mjög vel í okkur og það er sérstaklega gaman hvað neysla blóma jókst á þessu tímabili og það sýnir svolítið hugsanabreytingu hjá fólki þegar að kreppir og blómin tikka vel inn í það,“ segir Sveinn Sæland, garðyrkjubóndi á Espiflöt í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Garðyrkja Bláskógabyggð Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Mikill hugur og kraftur er í íslenskum garðyrkjubændum, sem margir hverjir eru að stækka stöðvarnar sínar vegna mikillar eftirspurnar eftir íslensku grænmeti og blómum. Um 140 garðyrkjubændur eru í landinu og þar með í Sambandi garðyrkjubænda, sem vinnur að sameiginlegum hagsmunum félagsmanna og íslenskrar garðyrkju. Félagsmenn rækta og vinna margvíslegar afurðir s.s. afskorin blóm, pottablóm, kartöflur, grænmeti, rófur, garðplöntur, kryddjurtir, trjáplöntur, ávexti og ber. Í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð eru mikið ræktað af tómötum, gúrkum, jarðarberjum og afskornum blómum. Þar eru þrír garðyrkjubændur að fara að stækka stöðvarnar sínar. Sveinn Sæland á Espiflöt, sem ræktar afskorin blóm er einn af þessum bændum. „Það sem er að gerast núna er mjög gaman því að þegar ég horfi út um stofugluggann þá sé ég níu þúsund fermetra af gróðurhúsum rísa beint fyrir framan augun á mér og eftir þessa stækkun, sem verður komin í notkun í haust þá verður hér í Reykholti stærsta gúrkuræktun í landinu, stærsta tómataræktun í landinu, blómaræktun og jarðarberjaræktun,“ segir Sveinn og bætir við, „Þetta er svolítið sérstakt að þetta skuli gerast í þessu litla þorpi hér þar sem búa ekki nema um 300 íbúar. Það er eitthvað í umhverfinu sem veldur því að menn velja að byggja hér.“ Sala á afskornum blómum og íslensku grænmeti hefur verið mjög mikil á tímum kórónuveirunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sveinn segir að stækkun garðyrkjustöðvanna þriggja munu skapa mörg ný störf en garðyrkjustöðvarnar sem um ræðir eru Friðheimar, Gufuhlíð og Espiflöt. „Þetta kemur til með að skapa á milli fimmtán og tuttugu ný störf í þessu litla þorpi og umhverfi. Hér á Espiflöt erum við með fjórtán, fimmtán manns í vinnu og við sækjum starfskrafta úr nærumhverfinu alfarið.“ Sveinn segir garðyrkjubændur finna mjög vel fyrir mjög vaxandi eftirspurn eftir íslensku grænmeti og blómum og því sé ekkert hik á þeim garðyrkjubændum, sem hafa ákveðið að stækka stöðvarnar sínar. Salan hafa t.d. verið mjög góð á tímum kórónuveirunnar. „Framtíðin leggst mjög vel í okkur og það er sérstaklega gaman hvað neysla blóma jókst á þessu tímabili og það sýnir svolítið hugsanabreytingu hjá fólki þegar að kreppir og blómin tikka vel inn í það,“ segir Sveinn Sæland, garðyrkjubóndi á Espiflöt í Biskupstungum í Bláskógabyggð.
Garðyrkja Bláskógabyggð Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira