Jón Dagur sá ekki fram á að bæta sig í Englandi og fór til Danmerkur | Sér ekki eftir því í dag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2020 13:30 Jón Dagur í baráttunni í leik gærdagsins. Vísir/AGF Eins og íslenskir knattspyrnuunnendur hafa eflaust tekið eftir þá átti Jón Dagur Þorsteinsson hreint út sagt ótrúlegan leik er AGF vann topplið dönsku úrvaldsdeildarinnar – Midtjylland – nokkuð óvænt í gær. Jón Dagur kom AGF 1-0 yfir en Alexander Scholz, fyrrum varnarmaður Stjörnunnar, jafnaði metin fyrir hálfleik. Midtjylland var svo komið 3-1 yfir eftir aðeins þrjár mínútur í síðari hálfleik og útlitið svart fyrir Jón Dag og félaga. Það var svo á 77. mínútu sem Jón minnkaði muninn í 3-2 og sex mínútum síðar var staðan orðin jöfn, 3-3. Hans fyrsta þrenna á ferlinum. Á fjórðu mínútu uppbótartíma lagði Jón svo upp sigurmark AGF í leiknum. „Ég myndi segja það. Ekkert endilega hvað varðar spilið mögulega út á velli en ég skoraði þrjú mörk og mér leið mjög vel inn á vellinum,“ sagði Jón Dagur í viðtali Vísi eftir að hann var spurður hvort þetta væri ekki hans besti leikur á ferlinum. „Jú svo lagði ég upp sigurmarkið,“ bætti hann við eftir að blaðamaður gekk á hann hvort hann hefði ekki gert meira „en að skora bara þrjú.“ Godmorgen #aarhus. Så' der højdepunkter klar - og mangler du sukker til morgenkaffen, så får her du lige Grønbæks aflevering til Jon ved vores sejrsmål i #fcmagf to gange Alle mål på AGF TV #ksdh https://t.co/venv3QCxzl pic.twitter.com/0ZYVdPOCMp— AGF (@AGFFodbold) June 22, 2020 Aðspurður hvort það hefði verið eitthvað við það að spila við topplið deildarinnar sem hefði gefið honum meiri kraft þá taldi hann ekki endilega vera svo. „Ég veit það ekki alveg. Ég var mjög hungraður og spenntur í að sýna minn leik og hvað ég get eftir að hafa byrjað á bekknum í leiknum á undan [Jón kom inn af bekknum á 83. mínútu í 2-1 sigri á FC Nordsjælland]. Þeir slökuðu mikið á eftir að þeir komust í 3-1, ætli þeir hafi ekki haldið að sigurinn væri kominn í hús. Sérstaklega þar sem það vantaði að margra mati þrjá bestu leikmennina okkar í leiknum.“ Jón Dagur er á sínu fyrsta tímabili hjá AGF en hann var lánaður til Vendsyssel FF frá enska félaginu Fulham á síðustu leiktíð. Vendsyssel féll en Jón Dagur stóð sig vel og var keyptur til AGF. „Þetta er mikil breyting fyrir mig frá því ég var í Vendsyssel. Ég hef kannski ekki spilað jafn mikið og ég vildi en þetta hefur samt verið fínt tímabil. Við höfum auðvitað verið ógeðslega góðir í ár og erfitt að kvarta. Þrennan í gær gefur svo góð fyrirheit fyrir þá leiki sem við eigum eftir.“ Genopliv søndagens comeback i Herning - set fra AGF TV's linser, der fangede alle mål og bænkens reaktioner #ksdh #fcmagf pic.twitter.com/TKhcYostOP— AGF (@AGFFodbold) June 22, 2020 „Held að við séum eitt af 7-8 liðum sem stefndi að því að enda í topp sex og komast þannig í þessa svokölluðu úrslitakeppni, það var allavega markmiðið fyrir tímabilið. En að vera í 3. sæti á þessum tímapunkti, með jafn mörg stig og við erum með, það er vel fyrir ofan allar okkar væntingar.“ „Svo erum við bara með gott lið og margir að eiga frábært tímabil. Ofan á það eru hlutirnir að falla með okkur og vonandi heldur það áfram út tímabilið.“ Tímabilið í Danmörku skiptist upp í deildarkeppni og svo umspil. Umspilið er tvískipt, annars vegar umspil um meistaratitilinn og hins vegar um að halda sæti sínu í deildinni. AGF er eitt sex liða í úrslitakeppninni um titilinn. „Þetta umspil er auðvitað út í hött,“ sagði Jón léttur en svona fyrirkomulag þekkist ekki hér á landi. Alls tók Jón þátt í 21 deildarleik þar sem hann gerði fimm mörk og lagði upp þrjú. Hann hefur svo tekið þátt í öllum þremur leikjunum í úrslitakeppninni til þessa. Hafði hann hvorki skorað né lagt upp fyrir leikinn í gær. Það eru sjö leikir eftir af úrslitakeppninni og ljóst að Jón gerir tilkall að byrja næstu leiki eftir magnaða frammistöðu í gær. Varðandi framtíðina þá er Jón Dagur lítið að stressa sig á hlutunum og einbeitir sér að einum leik í einu. „Ég vissi að ég væri að koma inn í mikla samkeppni. Var að koma inn í stóran klúbb og vissi að ég þyrfti að berjast fyrir sæti mínu. Ég stefni samt á að gera enn betur á næsta ári, fá fleiri mínútur og ná meiri stöðugleika.“ Jón Dagur er mikill HK-ingur enda uppalinn hjá félaginu. Var þetta því líklega hin fullkomna helgi fyrir hann en hans menn í HK gerðu sér lítið fyrir og pökkuðu Íslandsmeisturum KR saman í Frostaskjóli á laugardaginn. Birkir grealish jónsson gademitt son— Jón Dagur Þ. (@jondagur) June 20, 2020 Jón Dagur hefur leikið þrjá A-landsleiki til þessa, tveir æfingaleikir og einn í Þjóðadeildinni. Hann á þó eftir að klára undankeppni EM 2021 með U21 árs landsliði Íslands þar sem hann er fyrirliði og markahæstur með tvö mörk ásamt þeim Willum Þór Willumssyni og Sveini Arnóri Guðjohnsen. Ísland er í 3. sæti riðilsins með níu stig eftir fimm leiki af tíu. „Ég á þessa keppni eftir svo sjáum við bara til,“ sagði Jón Dagur að lokum varðandi möguleika sína með A-landsliðinu. Að lokum var Jón spurður út í muninn á Englandi og Danmörku þar sem hann lék með varaliði Fulham. „Það er mikill munur á Danmörku og Englandi. Ég gæti ekki verið ánægðari með að hafa tekið þetta skref. Hefði ég verið áfram á Englandi hefði ég bara verið áfram í þessum varaliðsbolta og ég sá ekki fram á að bæta mig mikið sem knattspyrnumann ef ég væri áfram þar. Ég fór til Vendsyssel í fyrra til að fá fleiri mínútur, komast í alvöru deild og vekja þannig athygli.“ Það má með sanni segja að sú áætlun hafi gengið upp og nú er bara að vona að Jón Dagur haldi áfram á sömu braut. Fyrir áhugasama ætti að vera hægt að sjá Jón Dag spila með íslenska U21 liðinu gegn Svíþjóð þann 4. september næstkomandi. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegur Jón Dagur fékk 10 í einkunn | „Besti leikurinn á ferlinum“ Jón Dagur Þorsteinsson fékk 10 í einkunn fyrir leik sinn með AGF gegn toppliði Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Jón Dagur skoraði þrennu í 4-3 sigri. 22. júní 2020 07:30 Stórkostleg frammistaða Jóns Dags í sigri á toppliðinu Jón Dagur Þorsteinsson var algjörlega allt í öllu í seinni stórleik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar hann og félagar hans í AGF heimsóttu topplið Midtjylland. 21. júní 2020 20:12 Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sjá meira
Eins og íslenskir knattspyrnuunnendur hafa eflaust tekið eftir þá átti Jón Dagur Þorsteinsson hreint út sagt ótrúlegan leik er AGF vann topplið dönsku úrvaldsdeildarinnar – Midtjylland – nokkuð óvænt í gær. Jón Dagur kom AGF 1-0 yfir en Alexander Scholz, fyrrum varnarmaður Stjörnunnar, jafnaði metin fyrir hálfleik. Midtjylland var svo komið 3-1 yfir eftir aðeins þrjár mínútur í síðari hálfleik og útlitið svart fyrir Jón Dag og félaga. Það var svo á 77. mínútu sem Jón minnkaði muninn í 3-2 og sex mínútum síðar var staðan orðin jöfn, 3-3. Hans fyrsta þrenna á ferlinum. Á fjórðu mínútu uppbótartíma lagði Jón svo upp sigurmark AGF í leiknum. „Ég myndi segja það. Ekkert endilega hvað varðar spilið mögulega út á velli en ég skoraði þrjú mörk og mér leið mjög vel inn á vellinum,“ sagði Jón Dagur í viðtali Vísi eftir að hann var spurður hvort þetta væri ekki hans besti leikur á ferlinum. „Jú svo lagði ég upp sigurmarkið,“ bætti hann við eftir að blaðamaður gekk á hann hvort hann hefði ekki gert meira „en að skora bara þrjú.“ Godmorgen #aarhus. Så' der højdepunkter klar - og mangler du sukker til morgenkaffen, så får her du lige Grønbæks aflevering til Jon ved vores sejrsmål i #fcmagf to gange Alle mål på AGF TV #ksdh https://t.co/venv3QCxzl pic.twitter.com/0ZYVdPOCMp— AGF (@AGFFodbold) June 22, 2020 Aðspurður hvort það hefði verið eitthvað við það að spila við topplið deildarinnar sem hefði gefið honum meiri kraft þá taldi hann ekki endilega vera svo. „Ég veit það ekki alveg. Ég var mjög hungraður og spenntur í að sýna minn leik og hvað ég get eftir að hafa byrjað á bekknum í leiknum á undan [Jón kom inn af bekknum á 83. mínútu í 2-1 sigri á FC Nordsjælland]. Þeir slökuðu mikið á eftir að þeir komust í 3-1, ætli þeir hafi ekki haldið að sigurinn væri kominn í hús. Sérstaklega þar sem það vantaði að margra mati þrjá bestu leikmennina okkar í leiknum.“ Jón Dagur er á sínu fyrsta tímabili hjá AGF en hann var lánaður til Vendsyssel FF frá enska félaginu Fulham á síðustu leiktíð. Vendsyssel féll en Jón Dagur stóð sig vel og var keyptur til AGF. „Þetta er mikil breyting fyrir mig frá því ég var í Vendsyssel. Ég hef kannski ekki spilað jafn mikið og ég vildi en þetta hefur samt verið fínt tímabil. Við höfum auðvitað verið ógeðslega góðir í ár og erfitt að kvarta. Þrennan í gær gefur svo góð fyrirheit fyrir þá leiki sem við eigum eftir.“ Genopliv søndagens comeback i Herning - set fra AGF TV's linser, der fangede alle mål og bænkens reaktioner #ksdh #fcmagf pic.twitter.com/TKhcYostOP— AGF (@AGFFodbold) June 22, 2020 „Held að við séum eitt af 7-8 liðum sem stefndi að því að enda í topp sex og komast þannig í þessa svokölluðu úrslitakeppni, það var allavega markmiðið fyrir tímabilið. En að vera í 3. sæti á þessum tímapunkti, með jafn mörg stig og við erum með, það er vel fyrir ofan allar okkar væntingar.“ „Svo erum við bara með gott lið og margir að eiga frábært tímabil. Ofan á það eru hlutirnir að falla með okkur og vonandi heldur það áfram út tímabilið.“ Tímabilið í Danmörku skiptist upp í deildarkeppni og svo umspil. Umspilið er tvískipt, annars vegar umspil um meistaratitilinn og hins vegar um að halda sæti sínu í deildinni. AGF er eitt sex liða í úrslitakeppninni um titilinn. „Þetta umspil er auðvitað út í hött,“ sagði Jón léttur en svona fyrirkomulag þekkist ekki hér á landi. Alls tók Jón þátt í 21 deildarleik þar sem hann gerði fimm mörk og lagði upp þrjú. Hann hefur svo tekið þátt í öllum þremur leikjunum í úrslitakeppninni til þessa. Hafði hann hvorki skorað né lagt upp fyrir leikinn í gær. Það eru sjö leikir eftir af úrslitakeppninni og ljóst að Jón gerir tilkall að byrja næstu leiki eftir magnaða frammistöðu í gær. Varðandi framtíðina þá er Jón Dagur lítið að stressa sig á hlutunum og einbeitir sér að einum leik í einu. „Ég vissi að ég væri að koma inn í mikla samkeppni. Var að koma inn í stóran klúbb og vissi að ég þyrfti að berjast fyrir sæti mínu. Ég stefni samt á að gera enn betur á næsta ári, fá fleiri mínútur og ná meiri stöðugleika.“ Jón Dagur er mikill HK-ingur enda uppalinn hjá félaginu. Var þetta því líklega hin fullkomna helgi fyrir hann en hans menn í HK gerðu sér lítið fyrir og pökkuðu Íslandsmeisturum KR saman í Frostaskjóli á laugardaginn. Birkir grealish jónsson gademitt son— Jón Dagur Þ. (@jondagur) June 20, 2020 Jón Dagur hefur leikið þrjá A-landsleiki til þessa, tveir æfingaleikir og einn í Þjóðadeildinni. Hann á þó eftir að klára undankeppni EM 2021 með U21 árs landsliði Íslands þar sem hann er fyrirliði og markahæstur með tvö mörk ásamt þeim Willum Þór Willumssyni og Sveini Arnóri Guðjohnsen. Ísland er í 3. sæti riðilsins með níu stig eftir fimm leiki af tíu. „Ég á þessa keppni eftir svo sjáum við bara til,“ sagði Jón Dagur að lokum varðandi möguleika sína með A-landsliðinu. Að lokum var Jón spurður út í muninn á Englandi og Danmörku þar sem hann lék með varaliði Fulham. „Það er mikill munur á Danmörku og Englandi. Ég gæti ekki verið ánægðari með að hafa tekið þetta skref. Hefði ég verið áfram á Englandi hefði ég bara verið áfram í þessum varaliðsbolta og ég sá ekki fram á að bæta mig mikið sem knattspyrnumann ef ég væri áfram þar. Ég fór til Vendsyssel í fyrra til að fá fleiri mínútur, komast í alvöru deild og vekja þannig athygli.“ Það má með sanni segja að sú áætlun hafi gengið upp og nú er bara að vona að Jón Dagur haldi áfram á sömu braut. Fyrir áhugasama ætti að vera hægt að sjá Jón Dag spila með íslenska U21 liðinu gegn Svíþjóð þann 4. september næstkomandi.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegur Jón Dagur fékk 10 í einkunn | „Besti leikurinn á ferlinum“ Jón Dagur Þorsteinsson fékk 10 í einkunn fyrir leik sinn með AGF gegn toppliði Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Jón Dagur skoraði þrennu í 4-3 sigri. 22. júní 2020 07:30 Stórkostleg frammistaða Jóns Dags í sigri á toppliðinu Jón Dagur Þorsteinsson var algjörlega allt í öllu í seinni stórleik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar hann og félagar hans í AGF heimsóttu topplið Midtjylland. 21. júní 2020 20:12 Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sjá meira
Ótrúlegur Jón Dagur fékk 10 í einkunn | „Besti leikurinn á ferlinum“ Jón Dagur Þorsteinsson fékk 10 í einkunn fyrir leik sinn með AGF gegn toppliði Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Jón Dagur skoraði þrennu í 4-3 sigri. 22. júní 2020 07:30
Stórkostleg frammistaða Jóns Dags í sigri á toppliðinu Jón Dagur Þorsteinsson var algjörlega allt í öllu í seinni stórleik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar hann og félagar hans í AGF heimsóttu topplið Midtjylland. 21. júní 2020 20:12