Edrú Gunnar Dan Wiium skrifar 22. júní 2020 17:30 Ég er 43 ára, korter í miðaldra ef ekki orðin. Það er eins og ég hafi stigið inn í gegnum svokallað stargate eða einhverskonar ormagöng því ég var að mæma Ice-T fyrir korteri síðan. Okkur er hent út í lífið þar sem leiðarnar eru ýmsar. Við getum tekið leið mennta og menningar, lista og sköpunar. Við getum stigið inn á leið barneigna og hjónabands. Við getum stigið inn á svið óreglu, drukkið og dópað, logið og reykt. Við stígum inn í jafn margar víddir og við erum mörg. Óteljandi möguleikar þar öllu er hægt að blanda saman í einhverja partýmöllu. Möllu sem svo oft kemur okkur á óvart því ferðin var ef til vill án markmiðs þótt löngun í ákveðna niðurstöðu hafi alltaf verið til staðar.Sautjánda júní síðastliðinn voru liðin fjögur ár síðan það rann af mér. Fjögur ár síðan ég neytti áfengis sem og annarra efna sem ég svo lengi hef leitað örvæntingafullt í. Það sem knúði mig til bindindis þennan tiltekna dag var alls ekki í nafni sjálfstæðis og sjálfbærni hverjar einingar fyrir sig heldur sársauki. Og þá ekki einungis minn sársauki sem ég hafði reynt að deyfa svo lengi heldur sársauki fólksins í kringum mig sem smaug inn í rifu samkenndar þegar að færi gafst. Í augum annarra sá ég sársauka sem svo ég upplifði sem minn eigin. Ég sá hvernig geta mín til grunnskyldna hafði verið rýrð. Ég sá hvernig efnishyggjan var byrjuð að naga sig upp í sjálfa mennskuna. Ég hef barist við fíknir af öllum mögulegum toga síðan ég man eftir mér. Og þá meina ég ekki fíknin í draga andann eða nærast heldur fíkn í breytt ástand innan eigin vitundar því hugarfar mitt virðist hafa tilhneigingu til skörunar einda sem svo framkallar viðnám með tilheyrandi sliti, súrefnisskort með skertri getu til afgreiðslu útfrá rýmisdómgreind. Og í þessu ástandi virðist ég sækja örvæntingarfullt í hverfula lausn innan aðferða efnishyggju, eins og hugsun geti lagað vandan sem snýr að of mikilli hugsun. Eins og lausnin felist í að koma eftirtektinni undir massann í stað þess að losa til um massann og grisja í þeim tilgangi upplifa meira rými til flugs eftirtektar. Ég er korter í miðaldra ef ekki þegar orðin og samtímis er ég nývaknaður úr svefn efnishyggjunnar. Ég hef öðlast getu til skyldna og þjónustu. Ég hef stigið inn á svið mennskunnar þar sem þörf mín í hugarfarsbreytingu utanfrá og inn er ekki lengur til staðar. Ég virðist hafa komist í ástand vitundar þar sem tengsl hafa myndast við brunn eða rætur raunmennsku. Raunmennsku þar sem ég virðist fram að þessu bara getað verið í því sem er þegar það er, hvernig sem er. Hæhó og jibbýjey Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ég er 43 ára, korter í miðaldra ef ekki orðin. Það er eins og ég hafi stigið inn í gegnum svokallað stargate eða einhverskonar ormagöng því ég var að mæma Ice-T fyrir korteri síðan. Okkur er hent út í lífið þar sem leiðarnar eru ýmsar. Við getum tekið leið mennta og menningar, lista og sköpunar. Við getum stigið inn á leið barneigna og hjónabands. Við getum stigið inn á svið óreglu, drukkið og dópað, logið og reykt. Við stígum inn í jafn margar víddir og við erum mörg. Óteljandi möguleikar þar öllu er hægt að blanda saman í einhverja partýmöllu. Möllu sem svo oft kemur okkur á óvart því ferðin var ef til vill án markmiðs þótt löngun í ákveðna niðurstöðu hafi alltaf verið til staðar.Sautjánda júní síðastliðinn voru liðin fjögur ár síðan það rann af mér. Fjögur ár síðan ég neytti áfengis sem og annarra efna sem ég svo lengi hef leitað örvæntingafullt í. Það sem knúði mig til bindindis þennan tiltekna dag var alls ekki í nafni sjálfstæðis og sjálfbærni hverjar einingar fyrir sig heldur sársauki. Og þá ekki einungis minn sársauki sem ég hafði reynt að deyfa svo lengi heldur sársauki fólksins í kringum mig sem smaug inn í rifu samkenndar þegar að færi gafst. Í augum annarra sá ég sársauka sem svo ég upplifði sem minn eigin. Ég sá hvernig geta mín til grunnskyldna hafði verið rýrð. Ég sá hvernig efnishyggjan var byrjuð að naga sig upp í sjálfa mennskuna. Ég hef barist við fíknir af öllum mögulegum toga síðan ég man eftir mér. Og þá meina ég ekki fíknin í draga andann eða nærast heldur fíkn í breytt ástand innan eigin vitundar því hugarfar mitt virðist hafa tilhneigingu til skörunar einda sem svo framkallar viðnám með tilheyrandi sliti, súrefnisskort með skertri getu til afgreiðslu útfrá rýmisdómgreind. Og í þessu ástandi virðist ég sækja örvæntingarfullt í hverfula lausn innan aðferða efnishyggju, eins og hugsun geti lagað vandan sem snýr að of mikilli hugsun. Eins og lausnin felist í að koma eftirtektinni undir massann í stað þess að losa til um massann og grisja í þeim tilgangi upplifa meira rými til flugs eftirtektar. Ég er korter í miðaldra ef ekki þegar orðin og samtímis er ég nývaknaður úr svefn efnishyggjunnar. Ég hef öðlast getu til skyldna og þjónustu. Ég hef stigið inn á svið mennskunnar þar sem þörf mín í hugarfarsbreytingu utanfrá og inn er ekki lengur til staðar. Ég virðist hafa komist í ástand vitundar þar sem tengsl hafa myndast við brunn eða rætur raunmennsku. Raunmennsku þar sem ég virðist fram að þessu bara getað verið í því sem er þegar það er, hvernig sem er. Hæhó og jibbýjey
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar