Vilja fá vísindalegar rannsóknir áður en ákvörðun er tekin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2020 13:04 Siglufjörður er hluti af sveitarfélaginu Fjallabyggð. Vísir/Egill Bæjarráð Fjallabyggðar hafnar því í umsögn til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra að nokkrar ákvarðanir verði teknar um friðun Eyjafjarðar fyrir fiskeldi í sjó án þess að fyrst fari fram vísindalegar rannsóknir. Ráðherra er hvattur til að láta ljúka við og birta rannsóknir um burðarþol og áhættumat vegna mögulegs laxeldis í firðinum. Tekist hefur verið á um laxeldi í sjókvíum í Eyjafirði eftir að meirihluti bæjarstjórnarfulltrúa í bæjarstjórn Akureyri samþykkti nýverið að leggja til við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Í kjölfarið kallaði ráðherra eftir umsögnum frá sveitarstjórnum á svæðinu, þremur stofnunum og öðrum hagsmunaaðilum um hvort rétt væri að lýsa yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði með því að strika línu frá Siglunesi að Bjarnarfalli. Bæjarráð Fjallabyggðar tók málið fyrir á fundi sínum í dag þar sem lögð var fram umsögn sveitarfélagsins til ráðherra í tilefni umsagnarbeiðnarinnar. Í bókun bæjarráðsins segir meðal annars að ekki sé tímabært að veita ráðherra endanlega umsögn um hvort banna eigi fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum við Eyjafjörð. Telur bæjarráð að stórar ákvarðanir um málefni sem getur varðað framtíðarhagsmuni og þróun samfélags í Fjallabyggð til langrar framtíðar megi ekki taka nema til þeirra sé vandað og upplýsingar úr niðurstöðum rannsókna leika þar lykilhlutverk. Í umsögninni sem send var ráðherra segir að framtíðarstefnu varðandi nýtingu eða friðun fjarðarins verði að grundvallda á rannsóknum, sem taki bæði til efnahagslegra og samfélagslegra þátta sem og lífríkis. Án slíkra rannsókna sé ekki að móta stefnu eða taka ákvarðanir. Þannig sé ekki hægt að taka ákvörðun um að takmarka eða banna fiskeldi á ákveðnum svæðum sem teljist sérlæga viðkvæm nema fyrir liggi rannsóknir sem styðji við slíka ákvörðun. Telur bæjarráðið því að framkvæma verði vandað burðarþolsmat með tilliti til fiskeldis og áhættumat varðandi mögulega erfðablöndun fiskeldis á svæðinu áður en ákvörðun verði tekin um nýtingu eða friðun Eyjafjarðar. Án þess sé ekki hægt að taka endanleg afstöðu til hvort banna eigi eða takmarka fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í Eyjafirði. Þá er ráðherra ennfremur eindregið hvattur til þess að ljúka við og birta án tafar allar niðurstöður rannsókna um burðarþol og áhættumat sem unnar hafa verið í firðinum varðandi mögulegt eldi. Tengd skjöl 2020-06-23_Umsogn_til_sjavarutvegs-_og_landbunadaradherraPDF291KBSækja skjal Fiskeldi Stjórnsýsla Fjallabyggð Akureyri Hörgársveit Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Ekki tímabært að segja af eða á vegna friðunar Sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé tímabært að taka ákvörðum um það hvort friða eigi nokkra firði, þar á meðal Eyjafjörð, fyrir laxeldi í sjó. 12. júní 2020 21:00 Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. 11. júní 2020 10:45 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Bæjarráð Fjallabyggðar hafnar því í umsögn til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra að nokkrar ákvarðanir verði teknar um friðun Eyjafjarðar fyrir fiskeldi í sjó án þess að fyrst fari fram vísindalegar rannsóknir. Ráðherra er hvattur til að láta ljúka við og birta rannsóknir um burðarþol og áhættumat vegna mögulegs laxeldis í firðinum. Tekist hefur verið á um laxeldi í sjókvíum í Eyjafirði eftir að meirihluti bæjarstjórnarfulltrúa í bæjarstjórn Akureyri samþykkti nýverið að leggja til við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Í kjölfarið kallaði ráðherra eftir umsögnum frá sveitarstjórnum á svæðinu, þremur stofnunum og öðrum hagsmunaaðilum um hvort rétt væri að lýsa yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði með því að strika línu frá Siglunesi að Bjarnarfalli. Bæjarráð Fjallabyggðar tók málið fyrir á fundi sínum í dag þar sem lögð var fram umsögn sveitarfélagsins til ráðherra í tilefni umsagnarbeiðnarinnar. Í bókun bæjarráðsins segir meðal annars að ekki sé tímabært að veita ráðherra endanlega umsögn um hvort banna eigi fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum við Eyjafjörð. Telur bæjarráð að stórar ákvarðanir um málefni sem getur varðað framtíðarhagsmuni og þróun samfélags í Fjallabyggð til langrar framtíðar megi ekki taka nema til þeirra sé vandað og upplýsingar úr niðurstöðum rannsókna leika þar lykilhlutverk. Í umsögninni sem send var ráðherra segir að framtíðarstefnu varðandi nýtingu eða friðun fjarðarins verði að grundvallda á rannsóknum, sem taki bæði til efnahagslegra og samfélagslegra þátta sem og lífríkis. Án slíkra rannsókna sé ekki að móta stefnu eða taka ákvarðanir. Þannig sé ekki hægt að taka ákvörðun um að takmarka eða banna fiskeldi á ákveðnum svæðum sem teljist sérlæga viðkvæm nema fyrir liggi rannsóknir sem styðji við slíka ákvörðun. Telur bæjarráðið því að framkvæma verði vandað burðarþolsmat með tilliti til fiskeldis og áhættumat varðandi mögulega erfðablöndun fiskeldis á svæðinu áður en ákvörðun verði tekin um nýtingu eða friðun Eyjafjarðar. Án þess sé ekki hægt að taka endanleg afstöðu til hvort banna eigi eða takmarka fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í Eyjafirði. Þá er ráðherra ennfremur eindregið hvattur til þess að ljúka við og birta án tafar allar niðurstöður rannsókna um burðarþol og áhættumat sem unnar hafa verið í firðinum varðandi mögulegt eldi. Tengd skjöl 2020-06-23_Umsogn_til_sjavarutvegs-_og_landbunadaradherraPDF291KBSækja skjal
Fiskeldi Stjórnsýsla Fjallabyggð Akureyri Hörgársveit Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Ekki tímabært að segja af eða á vegna friðunar Sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé tímabært að taka ákvörðum um það hvort friða eigi nokkra firði, þar á meðal Eyjafjörð, fyrir laxeldi í sjó. 12. júní 2020 21:00 Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. 11. júní 2020 10:45 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Ekki tímabært að segja af eða á vegna friðunar Sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé tímabært að taka ákvörðum um það hvort friða eigi nokkra firði, þar á meðal Eyjafjörð, fyrir laxeldi í sjó. 12. júní 2020 21:00
Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. 11. júní 2020 10:45
Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06