Þór fékk fimmtíu þúsund króna sekt Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2020 15:10 Þjálfari og leikmenn Þórs mættu í viðtöl með derhúfur merktar Coolbet og fyrirtækið auglýsti á árskortum á heimaleiki liðsins. Samsett mynd/fótbolti.net/vísir Knattspyrnudeild Þórs hefur verið sektuð um 50.000 krónur vegna framkomu þjálfara og tveggja leikmanna eftir sigur á Grindavík síðasta föstudag, „derhúfumálsins“ svokallaða. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað að sekta Þór eftir að framkvæmdastjóri KSÍ vísaði málinu til nefndarinnar á þeim forsendum að það gæti skaðað ímynd fótboltans. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram það mat framkvæmdastjóra að framkoman jaðri við og jafnvel brjóti í bága við ákvæði landslaga. Þórsarar mættu í myndbandsviðtöl við Fótbolta.net eftir sigurinn á föstudag með derhúfu merkta erlendu veðmálafyrirtæki á höfðinu. Framkvæmdastjóri KSÍ, Klara Bjartmarz, vísaði málinu til aganefndar áður en að Vísir greindi frá því í dag að Þórsarar hefðu einnig auglýst veðmálafyrirtækið á árskortum á heimaleiki liðsins í sumar. Uppfært: Í samtali við Vísi sagðist Klara ekki búast við því að sambandið myndi aðhafast nokkuð frekar vegna málsins, en að það yrði þó skoðað í ljósi nýrra upplýsinga. Samkvæmt reglugerð um aga- og úrskurðarmál er hámarkssekt sem nefndin getur veitt 100.000 krónur vegna mála sem skaðað geta ímynd knattspyrnunnar. Þórsarar hafa þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum. Í úrskurði aganefndar er minnt á eftirfarandi grein úr reglugerð KSÍ um knattspyrnumót: „Félög, iðkendur, forystumenn og aðrir skulu jafnan sýna drengskap og forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á íþróttinni og koma fram af hollustu, heiðarleika og sönnum íþróttaanda. Þeir sem taka þátt í starfi knattspyrnuhreyfingarinnar skulu leitast við að gera ekkert það sem til vanvirðu má telja fyrir íþróttina.“ Þór Akureyri Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Samstarf Þórs og Coolbet ekki nýtt af nálinni Samstarf Þórs og Coolbet hófst ekki með því að leikmenn og þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta klæddust derhúfu með merki veðmálafyrirtækisins í myndbandsviðtölum á föstudaginn. Yfirlýsing knattspyrnudeildar félagsins frá því í gær heldur ekki vatni. 24. júní 2020 12:25 Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um veðmáladerhúfuna | Segjast ekki hafa fengið borgað Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um atvikið eftir leik liðsins gegn Grindavík í Lengjudeildinni þar sem leikmenn og þjálfarar auglýstu vísvitandi erlent veðmálafyrirtæki. 23. júní 2020 17:55 Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi. 23. júní 2020 15:15 ÍTF fordæmir hegðun Þórsara - Málið til skoðunar hjá KSÍ „Mér finnst þetta fyrst og fremst óheppilegt að öllu leyti, því þarna er bara verið að brjóta landslög,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, um það að Þórsarar skyldu auglýsa erlenda veðmálasíðu eftir fyrsta leik sinn í Lengjudeildinni í sumar. 22. júní 2020 12:34 Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17 Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Knattspyrnudeild Þórs hefur verið sektuð um 50.000 krónur vegna framkomu þjálfara og tveggja leikmanna eftir sigur á Grindavík síðasta föstudag, „derhúfumálsins“ svokallaða. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað að sekta Þór eftir að framkvæmdastjóri KSÍ vísaði málinu til nefndarinnar á þeim forsendum að það gæti skaðað ímynd fótboltans. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram það mat framkvæmdastjóra að framkoman jaðri við og jafnvel brjóti í bága við ákvæði landslaga. Þórsarar mættu í myndbandsviðtöl við Fótbolta.net eftir sigurinn á föstudag með derhúfu merkta erlendu veðmálafyrirtæki á höfðinu. Framkvæmdastjóri KSÍ, Klara Bjartmarz, vísaði málinu til aganefndar áður en að Vísir greindi frá því í dag að Þórsarar hefðu einnig auglýst veðmálafyrirtækið á árskortum á heimaleiki liðsins í sumar. Uppfært: Í samtali við Vísi sagðist Klara ekki búast við því að sambandið myndi aðhafast nokkuð frekar vegna málsins, en að það yrði þó skoðað í ljósi nýrra upplýsinga. Samkvæmt reglugerð um aga- og úrskurðarmál er hámarkssekt sem nefndin getur veitt 100.000 krónur vegna mála sem skaðað geta ímynd knattspyrnunnar. Þórsarar hafa þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum. Í úrskurði aganefndar er minnt á eftirfarandi grein úr reglugerð KSÍ um knattspyrnumót: „Félög, iðkendur, forystumenn og aðrir skulu jafnan sýna drengskap og forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á íþróttinni og koma fram af hollustu, heiðarleika og sönnum íþróttaanda. Þeir sem taka þátt í starfi knattspyrnuhreyfingarinnar skulu leitast við að gera ekkert það sem til vanvirðu má telja fyrir íþróttina.“
Þór Akureyri Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Samstarf Þórs og Coolbet ekki nýtt af nálinni Samstarf Þórs og Coolbet hófst ekki með því að leikmenn og þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta klæddust derhúfu með merki veðmálafyrirtækisins í myndbandsviðtölum á föstudaginn. Yfirlýsing knattspyrnudeildar félagsins frá því í gær heldur ekki vatni. 24. júní 2020 12:25 Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um veðmáladerhúfuna | Segjast ekki hafa fengið borgað Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um atvikið eftir leik liðsins gegn Grindavík í Lengjudeildinni þar sem leikmenn og þjálfarar auglýstu vísvitandi erlent veðmálafyrirtæki. 23. júní 2020 17:55 Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi. 23. júní 2020 15:15 ÍTF fordæmir hegðun Þórsara - Málið til skoðunar hjá KSÍ „Mér finnst þetta fyrst og fremst óheppilegt að öllu leyti, því þarna er bara verið að brjóta landslög,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, um það að Þórsarar skyldu auglýsa erlenda veðmálasíðu eftir fyrsta leik sinn í Lengjudeildinni í sumar. 22. júní 2020 12:34 Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17 Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Samstarf Þórs og Coolbet ekki nýtt af nálinni Samstarf Þórs og Coolbet hófst ekki með því að leikmenn og þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta klæddust derhúfu með merki veðmálafyrirtækisins í myndbandsviðtölum á föstudaginn. Yfirlýsing knattspyrnudeildar félagsins frá því í gær heldur ekki vatni. 24. júní 2020 12:25
Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um veðmáladerhúfuna | Segjast ekki hafa fengið borgað Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um atvikið eftir leik liðsins gegn Grindavík í Lengjudeildinni þar sem leikmenn og þjálfarar auglýstu vísvitandi erlent veðmálafyrirtæki. 23. júní 2020 17:55
Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi. 23. júní 2020 15:15
ÍTF fordæmir hegðun Þórsara - Málið til skoðunar hjá KSÍ „Mér finnst þetta fyrst og fremst óheppilegt að öllu leyti, því þarna er bara verið að brjóta landslög,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, um það að Þórsarar skyldu auglýsa erlenda veðmálasíðu eftir fyrsta leik sinn í Lengjudeildinni í sumar. 22. júní 2020 12:34
Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17