Færeyingar yngja upp með nýrri Airbus A320 beint úr verksmiðju Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2020 16:00 Þotan lenti á flugvellinum í Vogum í Færeyjum á föstudagskvöld. Hún hefur hlotið nafnið Tita og er með skráningarnúmerið OY-RCL. Mynd/Atlantic Airways. Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur fengið afhenta nýja þotu af gerðinni Airbus A320neo. Þotan kom beint frá Airbus-verksmiðjunum í Toulouse í Frakklandi á föstudag, lenti í Kaupmannahöfn síðdegis og flaug þaðan til Voga-flugvallar í Færeyjum þar sem hún lenti á föstudagskvöld. Þotan, með skráningarnúmerið OY-RCL, hefur fengið nafnið Tita, eftir færeysku veflistakonunni Titu Vinther, sem lést í fyrra. Hún tekur 174 farþega í sæti og er leigð frá bandarísku flugvélaleigunni Air Lease Corporation. Þetta er önnur vél félagsins af A320neo-línunni en þá fyrri fékk Atlantic í fyrrasumar. Félagið hefur á móti losað sig við tvær Airbus A319 þotur. Einnig eru í flotanum tvær eldri Airbus-þotur, þriggja ára gömul A320-200 og átta ára gömul A319-100. Nýja þotan á Voga-flugvelli á föstudagskvöld. Atlantic Airways er núna með fjórar Airbus-þotur í flotanum og er meðalaldur þeirra aðeins 3,2 ár.Mynd/Atlantic Airways. Með nýju þotunni lækkar meðalaldur þotuflota Atlantic Airways niður í 3,2 ár, samkvæmt flugsíðunni Planespotters. Atlantic Airways stefnir að því að yngja enn frekar upp í þotuflotanum og reka eingöngu Airbus A320neo. Félagið á von á þeirri þriðju árið 2023 og þeirri fjórðu árið 2024. Kaup á A320 vélum í stað minni A319 véla áttu þátt í ákvörðun félagsins um að flytja Færeyjaflugið frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkurflugvallar fyrir tveimur árum. Færeyska félagið er jafnt og þétt að auka tíðni flugferða eftir því sem ferðatakmörkunum kórónufaraldursins er aflétt. Það flýgur núna eina ferð á dag til Kaupmannahafnar og fjölgar þeim í tvær á dag í þessari viku. Þá er áætlunarflug þess til Billund og Álaborgar að fara af stað á ný. Íslandsflug Atlantic fór á fulla ferð 15. júní og flýgur félagið núna þrjár ferðir í viku til Keflavíkur, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Þegar íslensku forsetahjónin héldu í heimsókn til Færeyja fyrir þremur árum flugu þau með Airbus A319 þotu Atlantic, sem sjá má taka á loft og lenda í þessari frétt: Færeyjar Fréttir af flugi Airbus Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur fengið afhenta nýja þotu af gerðinni Airbus A320neo. Þotan kom beint frá Airbus-verksmiðjunum í Toulouse í Frakklandi á föstudag, lenti í Kaupmannahöfn síðdegis og flaug þaðan til Voga-flugvallar í Færeyjum þar sem hún lenti á föstudagskvöld. Þotan, með skráningarnúmerið OY-RCL, hefur fengið nafnið Tita, eftir færeysku veflistakonunni Titu Vinther, sem lést í fyrra. Hún tekur 174 farþega í sæti og er leigð frá bandarísku flugvélaleigunni Air Lease Corporation. Þetta er önnur vél félagsins af A320neo-línunni en þá fyrri fékk Atlantic í fyrrasumar. Félagið hefur á móti losað sig við tvær Airbus A319 þotur. Einnig eru í flotanum tvær eldri Airbus-þotur, þriggja ára gömul A320-200 og átta ára gömul A319-100. Nýja þotan á Voga-flugvelli á föstudagskvöld. Atlantic Airways er núna með fjórar Airbus-þotur í flotanum og er meðalaldur þeirra aðeins 3,2 ár.Mynd/Atlantic Airways. Með nýju þotunni lækkar meðalaldur þotuflota Atlantic Airways niður í 3,2 ár, samkvæmt flugsíðunni Planespotters. Atlantic Airways stefnir að því að yngja enn frekar upp í þotuflotanum og reka eingöngu Airbus A320neo. Félagið á von á þeirri þriðju árið 2023 og þeirri fjórðu árið 2024. Kaup á A320 vélum í stað minni A319 véla áttu þátt í ákvörðun félagsins um að flytja Færeyjaflugið frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkurflugvallar fyrir tveimur árum. Færeyska félagið er jafnt og þétt að auka tíðni flugferða eftir því sem ferðatakmörkunum kórónufaraldursins er aflétt. Það flýgur núna eina ferð á dag til Kaupmannahafnar og fjölgar þeim í tvær á dag í þessari viku. Þá er áætlunarflug þess til Billund og Álaborgar að fara af stað á ný. Íslandsflug Atlantic fór á fulla ferð 15. júní og flýgur félagið núna þrjár ferðir í viku til Keflavíkur, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Þegar íslensku forsetahjónin héldu í heimsókn til Færeyja fyrir þremur árum flugu þau með Airbus A319 þotu Atlantic, sem sjá má taka á loft og lenda í þessari frétt:
Færeyjar Fréttir af flugi Airbus Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira