Boða byltingu í sjávarútvegi við beinhreinsun þorskfiska Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2020 21:04 Þeir Haraldur Guðmundsson véltæknifræðingur og Jóhannes Arason matvælafræðingur standa að fyrirtækinu Protein Save. Þeir vinna að því að koma upp þróunarsetri í þessu fiskvinnsluhúsi í Grindavík. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íslenskt þróunarfyrirtæki á sviði matvælaiðnaðar, Protein Save, er að koma upp vinnslulínu í Grindavík til að beinhreinsa þorskfiska án flökunar, líkt og hægt er með laxfiska. Aðstandendur fullyrða að þetta auki hagkvæmni fiskvinnslu um 35 til 40 prósent og verði bylting í sjávarútvegi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Í 1.400 fermetra rými í fiskvinnsluhúsi í Grindavík hyggjast þeir Jóhannes Arason matvælafræðingur og Haraldur Guðmundsson véltæknifræðingur sýna innan þriggja mánaða byltingarkenndan vinnsluferil. „Við getum gert hann hagkæmari um 35 til 40 prósent,“ segir Jóhannes, sem hóf sinn feril sem matvælafræðingur árið 1964 en saman segjast þeir hafa að baki hundrað ára reynslu úr íslenskum sjávarútvegi. Bein laxfiska er hægt að fjarlægja með vélum án þess að flaka fiskinn. Myndin er úr laxavinnslu Búlandstinds á Djúpavogi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Á næstu vikum fá þeir í þróunarsetrið sérsmíðaða fiskskurðarvél, gegnumlýsingartæki og nálarlausa innsprautunarvél til að sýna fram á að aðferð þeirra virki á þorskfiska, eins og gert er í beinhreinsun laxfiska. Þar hefur tekist að þróa aðferð til að ná öllum beinum út með vélum án þess að flaka laxinn. Þetta er ekki hægt í vinnslu þorsks, þar þarf að flaka fiskinn til að ná beinunum út. „Þú nærð ekkert beini úr fiski, ekki hvítfiski, þótt þú værir með naglbít. Þá myndir þú slíta hann. Þau eru föst,“ segja þeir félagarnir. Flaka þarf þorsk og annan hvífisk til að ná beinunum burt. Við það fer hluti af holdi fisksins til spillis.Stöð 2/Skjáskot. Leyndarmál þeirra felst í efnafræðilegu ferli sem mýkir fiskinn upp fyrir vinnsluna. „Þannig að beinin verði þá laus. Þannig að það sé möguleiki að taka þau úr fiskinum með beinhreinsivélum. Síðan er það skannað á eftir með gegnumlýsingarvél sem tekur þá flökin úr sem verður eitt og eitt bein eftir,“ segir Haraldur, sem er framkvæmdastjóri Protein Save. Jóhannes sýnir hvernig hann fær með þessu þverskorinn þorsk án beina sem hann steikir á pönnu. En rýrir þetta efnaferli gæði fisksins? „Nei, það eykur gæði hans,“ svara þeir einum rómi. „Það heldur öllum próteinunum inni og hann verður sko „juicy“ og flottur eftir allar eldunaraðferðir,“ segir matvælafræðingurinn. Jóhannes sker þversteik af þorski sem búið er að beinhreinsa með aðferð Protein Save.Mynd/Myndform. Þeir Haraldur og Jóhannes leita nú eftir 200 milljóna króna nýsköpunarstyrkjum frá hinu opinbera til móts við eigið samsvarandi framlag til að fjármagna þróunarsetrið. Jóhannes sparar ekki stóru orðin: „Þetta er mesta bylting í sjávarútvegi frá upphafi. Ég skal fullyrða það hér og nú. Það er bara staðreynd. Og þótt ég hefði hundrað framleiðendur hérna, þeir myndu ekki fara í andmæli við mig sem þeir myndu hafa betur. Því þeir myndu allir vilja vera um borð. Við vitum alveg hvað við erum að fara að gera. Þetta er stærsta mál íslensks sjávarútvegs frá upphafi,“ staðhæfir Jóhannes. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jóhannes Arason var í viðtali í Bítið fyrr í mánuðinum um verkefnið. Sjávarútvegur Sjávarréttir Nýsköpun Grindavík Fiskur Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Sjá meira
Íslenskt þróunarfyrirtæki á sviði matvælaiðnaðar, Protein Save, er að koma upp vinnslulínu í Grindavík til að beinhreinsa þorskfiska án flökunar, líkt og hægt er með laxfiska. Aðstandendur fullyrða að þetta auki hagkvæmni fiskvinnslu um 35 til 40 prósent og verði bylting í sjávarútvegi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Í 1.400 fermetra rými í fiskvinnsluhúsi í Grindavík hyggjast þeir Jóhannes Arason matvælafræðingur og Haraldur Guðmundsson véltæknifræðingur sýna innan þriggja mánaða byltingarkenndan vinnsluferil. „Við getum gert hann hagkæmari um 35 til 40 prósent,“ segir Jóhannes, sem hóf sinn feril sem matvælafræðingur árið 1964 en saman segjast þeir hafa að baki hundrað ára reynslu úr íslenskum sjávarútvegi. Bein laxfiska er hægt að fjarlægja með vélum án þess að flaka fiskinn. Myndin er úr laxavinnslu Búlandstinds á Djúpavogi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Á næstu vikum fá þeir í þróunarsetrið sérsmíðaða fiskskurðarvél, gegnumlýsingartæki og nálarlausa innsprautunarvél til að sýna fram á að aðferð þeirra virki á þorskfiska, eins og gert er í beinhreinsun laxfiska. Þar hefur tekist að þróa aðferð til að ná öllum beinum út með vélum án þess að flaka laxinn. Þetta er ekki hægt í vinnslu þorsks, þar þarf að flaka fiskinn til að ná beinunum út. „Þú nærð ekkert beini úr fiski, ekki hvítfiski, þótt þú værir með naglbít. Þá myndir þú slíta hann. Þau eru föst,“ segja þeir félagarnir. Flaka þarf þorsk og annan hvífisk til að ná beinunum burt. Við það fer hluti af holdi fisksins til spillis.Stöð 2/Skjáskot. Leyndarmál þeirra felst í efnafræðilegu ferli sem mýkir fiskinn upp fyrir vinnsluna. „Þannig að beinin verði þá laus. Þannig að það sé möguleiki að taka þau úr fiskinum með beinhreinsivélum. Síðan er það skannað á eftir með gegnumlýsingarvél sem tekur þá flökin úr sem verður eitt og eitt bein eftir,“ segir Haraldur, sem er framkvæmdastjóri Protein Save. Jóhannes sýnir hvernig hann fær með þessu þverskorinn þorsk án beina sem hann steikir á pönnu. En rýrir þetta efnaferli gæði fisksins? „Nei, það eykur gæði hans,“ svara þeir einum rómi. „Það heldur öllum próteinunum inni og hann verður sko „juicy“ og flottur eftir allar eldunaraðferðir,“ segir matvælafræðingurinn. Jóhannes sker þversteik af þorski sem búið er að beinhreinsa með aðferð Protein Save.Mynd/Myndform. Þeir Haraldur og Jóhannes leita nú eftir 200 milljóna króna nýsköpunarstyrkjum frá hinu opinbera til móts við eigið samsvarandi framlag til að fjármagna þróunarsetrið. Jóhannes sparar ekki stóru orðin: „Þetta er mesta bylting í sjávarútvegi frá upphafi. Ég skal fullyrða það hér og nú. Það er bara staðreynd. Og þótt ég hefði hundrað framleiðendur hérna, þeir myndu ekki fara í andmæli við mig sem þeir myndu hafa betur. Því þeir myndu allir vilja vera um borð. Við vitum alveg hvað við erum að fara að gera. Þetta er stærsta mál íslensks sjávarútvegs frá upphafi,“ staðhæfir Jóhannes. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jóhannes Arason var í viðtali í Bítið fyrr í mánuðinum um verkefnið.
Sjávarútvegur Sjávarréttir Nýsköpun Grindavík Fiskur Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent