Reginn vísar á bug fullyrðingum um óviðunandi ástand vallarins í Egilshöll Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2020 20:20 Úr leik í Egilshöll. vísir/andri Fasteignafélagið Reginn hefur vísað á bug fullyrðingum um að gervigrasið í Egilshöll uppfylli ekki kröfur eða að viðhaldi vallarins sé ekki sinnt með fullnægjandi hætti. KR-ingarnir Gunnar Þór Gunnarsson og Emil Ásmundsson hafa báðir slitið krossband í hné í knattspyrnuleikjum í Egilshöll á þessu ári. Í viðtali í Fréttablaðinu í dag sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, að félagið væri með til skoðunar hvort það ætti rétt á bótum frá Regin þar sem að ástand vallarins væri ekki viðunandi. Knatthöllin ehf., dótturfélag Regins, rekur Egilshöllina. Páll sagði að það væri mat KR-inga að Reginn hefði „vanrækt þá skyldu sína að sjá til þess að viðhald sé með þeim hætti að gervigrasið í Egilshöll uppfylli þau skilyrði að völlurinn sé hættulaus leikmönnum.“ Í yfirlýsingu sem Reginn sendi frá sér í dag er þeim fullyrðingum vísað á bug. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan. Í tilefni af umfjöllun í fjölmiðlum um gervigras í Egilshöll Vegna umfjöllunar um gervigras í Egilshöll nú í morgun vill Reginn hf. koma eftirfarandi á framfæri fyrir hönd dótturfélags síns, Knatthallarinnar ehf. Gervigrasið í Egilshöll var prófað af viðurkenndri og óháðri rannsóknarstofu um mánaðarmótin febrúar-mars s.l. Niðurstöður prófana sýna að gervigrasið uppfyllir kröfur FIFA Quality og reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga. Völlurinn er með samþykkt vallarleyfi frá KSÍ. Viðhaldi er sinnt með reglubundnum hætti á fullnægjandi hátt samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda af þjónustuaðila og starfsmönnum Egilshallar. Fullyrðingum um annað er vísað á bug. Hið sama kemur fram í yfirlýsingu sem KSÍ hefur sent frá sér. Þar segir að vallarleyfi Egilshallar gildi út árið 2021. Vegna umfjöllunar um gervigrasvöll Egilshallar í Reykjavík (leikflötinn, vallarleyfi, úttekt og fleira) vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Úttekt (prófun) á gervigrasi Egilshallar var framkvæmd í febrúar 2020 af Sports Labs Ltd., sem er óháð og viðurkennd rannsóknarstofa sbr. grein 8.4.3 í reglugerð KSÍ um knattspyrnuvelli. Vottun var útgefin af Sports Labs Ltd. og staðfest til KSÍ í mars 2020 með þeirri niðurstöðu að gervigrasið í Egilshöll standist settar kröfur. Vallarleyfi Egilshallar (B-flokkur) var gefið út í mars 2020 og gildir út árið 2021. Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga eru vallarleyfi gefin út til allt að tveggja ára í senn. Íslenski boltinn KR KSÍ Reykjavík Tengdar fréttir Íhuga að leita réttar síns gagnvart Regin eftir meiðsli tveggja leikmanna Knattspyrnudeild KR íhugar að leita réttar síns gagnvart fasteignafélaginu Regin eftir að annar leikmaður liðsins meiddist á gervigrasinu í Egilshöllinni fyrr í vikunni. Fréttablaðið greinir frá. 25. júní 2020 09:30 Gunnar Þór um möguleg krossbandaslit: Skárra að einn af gömlu jálkunum lendi í þessu Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. 24. júní 2020 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira
Fasteignafélagið Reginn hefur vísað á bug fullyrðingum um að gervigrasið í Egilshöll uppfylli ekki kröfur eða að viðhaldi vallarins sé ekki sinnt með fullnægjandi hætti. KR-ingarnir Gunnar Þór Gunnarsson og Emil Ásmundsson hafa báðir slitið krossband í hné í knattspyrnuleikjum í Egilshöll á þessu ári. Í viðtali í Fréttablaðinu í dag sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, að félagið væri með til skoðunar hvort það ætti rétt á bótum frá Regin þar sem að ástand vallarins væri ekki viðunandi. Knatthöllin ehf., dótturfélag Regins, rekur Egilshöllina. Páll sagði að það væri mat KR-inga að Reginn hefði „vanrækt þá skyldu sína að sjá til þess að viðhald sé með þeim hætti að gervigrasið í Egilshöll uppfylli þau skilyrði að völlurinn sé hættulaus leikmönnum.“ Í yfirlýsingu sem Reginn sendi frá sér í dag er þeim fullyrðingum vísað á bug. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan. Í tilefni af umfjöllun í fjölmiðlum um gervigras í Egilshöll Vegna umfjöllunar um gervigras í Egilshöll nú í morgun vill Reginn hf. koma eftirfarandi á framfæri fyrir hönd dótturfélags síns, Knatthallarinnar ehf. Gervigrasið í Egilshöll var prófað af viðurkenndri og óháðri rannsóknarstofu um mánaðarmótin febrúar-mars s.l. Niðurstöður prófana sýna að gervigrasið uppfyllir kröfur FIFA Quality og reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga. Völlurinn er með samþykkt vallarleyfi frá KSÍ. Viðhaldi er sinnt með reglubundnum hætti á fullnægjandi hátt samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda af þjónustuaðila og starfsmönnum Egilshallar. Fullyrðingum um annað er vísað á bug. Hið sama kemur fram í yfirlýsingu sem KSÍ hefur sent frá sér. Þar segir að vallarleyfi Egilshallar gildi út árið 2021. Vegna umfjöllunar um gervigrasvöll Egilshallar í Reykjavík (leikflötinn, vallarleyfi, úttekt og fleira) vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Úttekt (prófun) á gervigrasi Egilshallar var framkvæmd í febrúar 2020 af Sports Labs Ltd., sem er óháð og viðurkennd rannsóknarstofa sbr. grein 8.4.3 í reglugerð KSÍ um knattspyrnuvelli. Vottun var útgefin af Sports Labs Ltd. og staðfest til KSÍ í mars 2020 með þeirri niðurstöðu að gervigrasið í Egilshöll standist settar kröfur. Vallarleyfi Egilshallar (B-flokkur) var gefið út í mars 2020 og gildir út árið 2021. Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga eru vallarleyfi gefin út til allt að tveggja ára í senn.
Í tilefni af umfjöllun í fjölmiðlum um gervigras í Egilshöll Vegna umfjöllunar um gervigras í Egilshöll nú í morgun vill Reginn hf. koma eftirfarandi á framfæri fyrir hönd dótturfélags síns, Knatthallarinnar ehf. Gervigrasið í Egilshöll var prófað af viðurkenndri og óháðri rannsóknarstofu um mánaðarmótin febrúar-mars s.l. Niðurstöður prófana sýna að gervigrasið uppfyllir kröfur FIFA Quality og reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga. Völlurinn er með samþykkt vallarleyfi frá KSÍ. Viðhaldi er sinnt með reglubundnum hætti á fullnægjandi hátt samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda af þjónustuaðila og starfsmönnum Egilshallar. Fullyrðingum um annað er vísað á bug.
Vegna umfjöllunar um gervigrasvöll Egilshallar í Reykjavík (leikflötinn, vallarleyfi, úttekt og fleira) vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Úttekt (prófun) á gervigrasi Egilshallar var framkvæmd í febrúar 2020 af Sports Labs Ltd., sem er óháð og viðurkennd rannsóknarstofa sbr. grein 8.4.3 í reglugerð KSÍ um knattspyrnuvelli. Vottun var útgefin af Sports Labs Ltd. og staðfest til KSÍ í mars 2020 með þeirri niðurstöðu að gervigrasið í Egilshöll standist settar kröfur. Vallarleyfi Egilshallar (B-flokkur) var gefið út í mars 2020 og gildir út árið 2021. Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga eru vallarleyfi gefin út til allt að tveggja ára í senn.
Íslenski boltinn KR KSÍ Reykjavík Tengdar fréttir Íhuga að leita réttar síns gagnvart Regin eftir meiðsli tveggja leikmanna Knattspyrnudeild KR íhugar að leita réttar síns gagnvart fasteignafélaginu Regin eftir að annar leikmaður liðsins meiddist á gervigrasinu í Egilshöllinni fyrr í vikunni. Fréttablaðið greinir frá. 25. júní 2020 09:30 Gunnar Þór um möguleg krossbandaslit: Skárra að einn af gömlu jálkunum lendi í þessu Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. 24. júní 2020 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira
Íhuga að leita réttar síns gagnvart Regin eftir meiðsli tveggja leikmanna Knattspyrnudeild KR íhugar að leita réttar síns gagnvart fasteignafélaginu Regin eftir að annar leikmaður liðsins meiddist á gervigrasinu í Egilshöllinni fyrr í vikunni. Fréttablaðið greinir frá. 25. júní 2020 09:30
Gunnar Þór um möguleg krossbandaslit: Skárra að einn af gömlu jálkunum lendi í þessu Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. 24. júní 2020 19:00