„Ég sá rosalega eftir að hafa spurt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. júní 2020 08:00 Vilborg Arna Gissurardóttir og Sirrý Ágústsdóttir Vísir/Vilhelm „Ég er ekki ennþá komin með þá tilfinningu að ég sé búin að ná hámarki í mínu hreysti, ég held að ég eigi ennþá alveg helling inni,“ segir Sirrý Ágústsdóttir sem lauk á dögunum áheitagöngunni LífsKraftur þegar hún þveraði Vatnajökul með góðum hópi kvenna. „Ég er alveg sannfærð um það. Ég kom sjálfri mér á óvart og nú er ég bara full af áhuga á að sjá hversu langt ég kemst þegar ég verð ennþá sterkari.“ Sirrý var gestur í hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein, sem kom inn á Vísi og allar helstu efnisveitur í dag. Með henni var Vilborg Arna Gissurardóttir Everest- og pólfari en hún var annar leiðangursstjóra ferðarinnar. Sirrý greindist fyrst með krabbamein árið 2010 og svo aftur árið 2015. Síðan þá hefur hún verið að kynnast líkama sínum upp á nýtt eftir veikindin. „Að læra að lifa með þeim vanköntum sem maður kannski losnar ekki við því það er svo margt sem breytist í likamanum. Maður þarf að lifa með alls konar verkjum og það eru alls konar hlutir sem þú getur aldrei gert aftur.“ Sjálf hefði hún viljað sleppa því að spyrja lækninn hvað hún ætti mikið eftir ólifað eftir seinni greininguna. „Eitt til þrjú ár, var sagt í mínu tilfelli. Ég heyrði rosalega lítið eftir það. Ég hef reyndar oft sagt að maður á ekki að spyrja svona og enginn læknir á heldur endilega að svara því, því það er enginn sem veit allt. En ég held að það sé eðlilegt að maður spurði og ég held að það sé líka eðlilegt fyrir lækni að vilja gefa einhver svör. En hann horfir auðvitað bara á einhverjar tölur og líkindareikninga og eitthvað svoleiðis. En ég sá rosalega eftir að hafa spurt.“ Sirrý er búin að vera heilbrigð í nokkur ár og segir að það sé mikil valdefling í því að finna að maður getur barist á móti. Nú veitir hún öðrum innblástur með sinni sögu og áskorununum sem hún tekst á við. Þessi hópur 11 kvenna sem þveraði jökulinn saman hefur safnað yfir fimm milljónum fyrir félögin Kraft og Líf, sem hjálpuðu Sirrý mikið í veikindunum. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þar ræða þær Sirrý og Vilborg um krabbamein, fjallgöngur, leiðangurinn, jökulinn og margt fleira. Hlaðvarpið er unnið af Krafti en með þáttastjórn fer Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Sirrý og Vilborg Arna Fokk ég er með krabbamein Fjallamennska Heilsa Lífskraftur Tengdar fréttir Aldrei farið í betri ferð: Mikil samkennd og allar hjálpuðust að Snjódrífurnar eru komnar heim til sín en þær kláruðu að þvera Vatnajökul núna um helgina. Þrátt fyrir þreytu, bólgur, blöðrur og þurrar varir var létt yfir hópnum á Reykjavíkurflugvelli í morgun. 16. júní 2020 13:15 Svaf úti í garði í rauðri viðvörun í tíu daga í Covid Hólmfríður Vala Svavarsdóttir safnar fyrir Kraft og Líf með því að þvera Vatnajökul ásamt góðum hópi kvenna. Vala er búsett á Ísafirði og náði því ekki að æfa mikið með hópnum, en hún dó ekki ráðalaus. 14. júní 2020 10:02 Greind með ólæknandi krabbamein en fagnar nú með að ganga þvert yfir Ég vildi fagna lífinu og fagna því að vera til. Bara sýna fram á það að það er allt hægt, eitt skref í einu. Litlir sigrar verða að stórum, segir G. Sigríður Ágústsdóttir, betur þekkt sem Sirrý. 17. janúar 2020 12:20 Stóðu saman í þessu frá upphafi Sóli Hólm og Viktoría Hermannsdóttir höfðu aðeins verið saman í níu mánuði þegar hann greindist með krabbamein, sumarið 2017. Sóli hefur talað mjög opinskátt um þessi veikindi en hann íhugaði þó að halda krabbameinsgreiningunni leyndri frá öllum nema sínum nánustu. 11. júní 2020 07:01 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Sjá meira
„Ég er ekki ennþá komin með þá tilfinningu að ég sé búin að ná hámarki í mínu hreysti, ég held að ég eigi ennþá alveg helling inni,“ segir Sirrý Ágústsdóttir sem lauk á dögunum áheitagöngunni LífsKraftur þegar hún þveraði Vatnajökul með góðum hópi kvenna. „Ég er alveg sannfærð um það. Ég kom sjálfri mér á óvart og nú er ég bara full af áhuga á að sjá hversu langt ég kemst þegar ég verð ennþá sterkari.“ Sirrý var gestur í hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein, sem kom inn á Vísi og allar helstu efnisveitur í dag. Með henni var Vilborg Arna Gissurardóttir Everest- og pólfari en hún var annar leiðangursstjóra ferðarinnar. Sirrý greindist fyrst með krabbamein árið 2010 og svo aftur árið 2015. Síðan þá hefur hún verið að kynnast líkama sínum upp á nýtt eftir veikindin. „Að læra að lifa með þeim vanköntum sem maður kannski losnar ekki við því það er svo margt sem breytist í likamanum. Maður þarf að lifa með alls konar verkjum og það eru alls konar hlutir sem þú getur aldrei gert aftur.“ Sjálf hefði hún viljað sleppa því að spyrja lækninn hvað hún ætti mikið eftir ólifað eftir seinni greininguna. „Eitt til þrjú ár, var sagt í mínu tilfelli. Ég heyrði rosalega lítið eftir það. Ég hef reyndar oft sagt að maður á ekki að spyrja svona og enginn læknir á heldur endilega að svara því, því það er enginn sem veit allt. En ég held að það sé eðlilegt að maður spurði og ég held að það sé líka eðlilegt fyrir lækni að vilja gefa einhver svör. En hann horfir auðvitað bara á einhverjar tölur og líkindareikninga og eitthvað svoleiðis. En ég sá rosalega eftir að hafa spurt.“ Sirrý er búin að vera heilbrigð í nokkur ár og segir að það sé mikil valdefling í því að finna að maður getur barist á móti. Nú veitir hún öðrum innblástur með sinni sögu og áskorununum sem hún tekst á við. Þessi hópur 11 kvenna sem þveraði jökulinn saman hefur safnað yfir fimm milljónum fyrir félögin Kraft og Líf, sem hjálpuðu Sirrý mikið í veikindunum. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þar ræða þær Sirrý og Vilborg um krabbamein, fjallgöngur, leiðangurinn, jökulinn og margt fleira. Hlaðvarpið er unnið af Krafti en með þáttastjórn fer Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Sirrý og Vilborg Arna
Fokk ég er með krabbamein Fjallamennska Heilsa Lífskraftur Tengdar fréttir Aldrei farið í betri ferð: Mikil samkennd og allar hjálpuðust að Snjódrífurnar eru komnar heim til sín en þær kláruðu að þvera Vatnajökul núna um helgina. Þrátt fyrir þreytu, bólgur, blöðrur og þurrar varir var létt yfir hópnum á Reykjavíkurflugvelli í morgun. 16. júní 2020 13:15 Svaf úti í garði í rauðri viðvörun í tíu daga í Covid Hólmfríður Vala Svavarsdóttir safnar fyrir Kraft og Líf með því að þvera Vatnajökul ásamt góðum hópi kvenna. Vala er búsett á Ísafirði og náði því ekki að æfa mikið með hópnum, en hún dó ekki ráðalaus. 14. júní 2020 10:02 Greind með ólæknandi krabbamein en fagnar nú með að ganga þvert yfir Ég vildi fagna lífinu og fagna því að vera til. Bara sýna fram á það að það er allt hægt, eitt skref í einu. Litlir sigrar verða að stórum, segir G. Sigríður Ágústsdóttir, betur þekkt sem Sirrý. 17. janúar 2020 12:20 Stóðu saman í þessu frá upphafi Sóli Hólm og Viktoría Hermannsdóttir höfðu aðeins verið saman í níu mánuði þegar hann greindist með krabbamein, sumarið 2017. Sóli hefur talað mjög opinskátt um þessi veikindi en hann íhugaði þó að halda krabbameinsgreiningunni leyndri frá öllum nema sínum nánustu. 11. júní 2020 07:01 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Sjá meira
Aldrei farið í betri ferð: Mikil samkennd og allar hjálpuðust að Snjódrífurnar eru komnar heim til sín en þær kláruðu að þvera Vatnajökul núna um helgina. Þrátt fyrir þreytu, bólgur, blöðrur og þurrar varir var létt yfir hópnum á Reykjavíkurflugvelli í morgun. 16. júní 2020 13:15
Svaf úti í garði í rauðri viðvörun í tíu daga í Covid Hólmfríður Vala Svavarsdóttir safnar fyrir Kraft og Líf með því að þvera Vatnajökul ásamt góðum hópi kvenna. Vala er búsett á Ísafirði og náði því ekki að æfa mikið með hópnum, en hún dó ekki ráðalaus. 14. júní 2020 10:02
Greind með ólæknandi krabbamein en fagnar nú með að ganga þvert yfir Ég vildi fagna lífinu og fagna því að vera til. Bara sýna fram á það að það er allt hægt, eitt skref í einu. Litlir sigrar verða að stórum, segir G. Sigríður Ágústsdóttir, betur þekkt sem Sirrý. 17. janúar 2020 12:20
Stóðu saman í þessu frá upphafi Sóli Hólm og Viktoría Hermannsdóttir höfðu aðeins verið saman í níu mánuði þegar hann greindist með krabbamein, sumarið 2017. Sóli hefur talað mjög opinskátt um þessi veikindi en hann íhugaði þó að halda krabbameinsgreiningunni leyndri frá öllum nema sínum nánustu. 11. júní 2020 07:01