Vogue Scandinavia hefur göngu sína næsta vor Andri Eysteinsson skrifar 26. júní 2020 14:38 Anna Wintour ritstjóri Vogue og Martina Bonnier ritstjóri Vogue Scandinavia Getty/ Mikael Jansson Ný útgáfa tískutímaritsins Vogue er væntanleg næsta vor en tímaritið sem mun bera titilinn Vogue Scandinavia mun vera gefið út á ensku og einblína á norræna hönnun. Höfuðstöðvar Vogue Scandinavia verða í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi en í blaðinu verður fjallað um Norðurlöndin öll þar á meðal Ísland. „Síðustu ár hefur skandinavísk hönnun og einstök menning svæðisins orðið fjölda fólks um heim allan innblástur,“ segir Wolfgang Blau forseti Condé Nast sem á Vogue. Blaðinu verður ritstýrt af Martinu Bonnier sem starfaði sem ritstýra Damernas Värld eins stærsta lífsstílstímarits Norðurlandanna. Hún hefur einnig komið fram í sjónvarpi í Danmörku og Svíþjóð ásamt því að hafa gefið út bækur um tísku og stíl. „Ég er spennt fyrir því að koma Vogue Scandinavia á tímum þar sem tíska er að breytast gríðarlega. Norðurlöndin eru frábær í því að aðlagast að breytingum og tískustraumum með hraði. Ég er himinlifandi yfir því að loksins verði til Vogue fyrir norðurlöndin og er spennt að deila með fleirum norrænum lífstíl og þeirri miklu sköpunargáfu sem hér finnst,“ sagði Bonnier í tilkynningu frá Condé Nast. Tíska og hönnun Fjölmiðlar Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ný útgáfa tískutímaritsins Vogue er væntanleg næsta vor en tímaritið sem mun bera titilinn Vogue Scandinavia mun vera gefið út á ensku og einblína á norræna hönnun. Höfuðstöðvar Vogue Scandinavia verða í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi en í blaðinu verður fjallað um Norðurlöndin öll þar á meðal Ísland. „Síðustu ár hefur skandinavísk hönnun og einstök menning svæðisins orðið fjölda fólks um heim allan innblástur,“ segir Wolfgang Blau forseti Condé Nast sem á Vogue. Blaðinu verður ritstýrt af Martinu Bonnier sem starfaði sem ritstýra Damernas Värld eins stærsta lífsstílstímarits Norðurlandanna. Hún hefur einnig komið fram í sjónvarpi í Danmörku og Svíþjóð ásamt því að hafa gefið út bækur um tísku og stíl. „Ég er spennt fyrir því að koma Vogue Scandinavia á tímum þar sem tíska er að breytast gríðarlega. Norðurlöndin eru frábær í því að aðlagast að breytingum og tískustraumum með hraði. Ég er himinlifandi yfir því að loksins verði til Vogue fyrir norðurlöndin og er spennt að deila með fleirum norrænum lífstíl og þeirri miklu sköpunargáfu sem hér finnst,“ sagði Bonnier í tilkynningu frá Condé Nast.
Tíska og hönnun Fjölmiðlar Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira