Þrír leikir á Laugardalsvelli á aðeins sex dögum í október Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2020 15:15 Gylfi Þór í leik gegn Albaníu á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2020. Vísir/Bára Knattspyrnusamband Evrópu er nú í óðaönn að setja saman leikjaplan landsliða eftir kórónufaraldurinn. Fór allt úr skorðum í kjölfar þess að landamærum var lokað eftir að faraldurinn skall á og þurfa landslið álfunnar því að leika þéttar en vanalega. Því munu þrír leikir fara fram á Laugardalsvelli í október. Raunar er það svo að leikirnir þrír fara fram á sex daga tímabili. Þetta kemur fram á vef KSÍ í dag. Þann 8. október koma Rúmenar í heimsókn í umspili fyrir Evrópumótið sem fram fer næsta sumar. Vinni Ísland þann leik þá tekur við annars umspilsleikur í nóvember sem sker úr um hvaða lið fer á mótið. Þann 11. október koma Danir í heimsókn hingað til lands þegar Þjóðadeildin fer aftur af stað. Aðeins þremur dögum síðar mæta Belgar á Laugardalsvöll en það er ljóst að vallarstarfsmenn munu hafa nóg að gera þessa vikuna. Ari Freyr Skúlason í baráttunni gegn Belgíu sumarið 2018 en þá voru löndin einnig saman í riðli í Þjóðadeildinni.Vísir/Vilhelm Í nóvember tekur annað eins við en að þessu sinni á útivelli. Fari svo að Ísland leggi Rúmeníu þá mætum við Búlgaríu eða Ungverjalandi ytra þann 12. nóvember. Þaðan myndi leiðin liggja til Danmerkur en sá leikur fer fram 15. nóvember og myndi ferðalagið enda í Englandi þann 15. nóvember. 8. október: Ísland - Rúmenía (umspil fyrir EM) 11. október: Ísland - Danmörk 18:45 (Þjóðadeild) 14. október: Ísland - Belgía 18:45 (Þjóðadeildin) 12. nóvember: Úrslitaleikur umspilsins fyrir EM 15. nóvember: Danmörk - Ísland 19:45 (Þjóðadeild) 18. nóvember: England - Ísland 19:45 (Þjóðadeild) Fótbolti KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu er nú í óðaönn að setja saman leikjaplan landsliða eftir kórónufaraldurinn. Fór allt úr skorðum í kjölfar þess að landamærum var lokað eftir að faraldurinn skall á og þurfa landslið álfunnar því að leika þéttar en vanalega. Því munu þrír leikir fara fram á Laugardalsvelli í október. Raunar er það svo að leikirnir þrír fara fram á sex daga tímabili. Þetta kemur fram á vef KSÍ í dag. Þann 8. október koma Rúmenar í heimsókn í umspili fyrir Evrópumótið sem fram fer næsta sumar. Vinni Ísland þann leik þá tekur við annars umspilsleikur í nóvember sem sker úr um hvaða lið fer á mótið. Þann 11. október koma Danir í heimsókn hingað til lands þegar Þjóðadeildin fer aftur af stað. Aðeins þremur dögum síðar mæta Belgar á Laugardalsvöll en það er ljóst að vallarstarfsmenn munu hafa nóg að gera þessa vikuna. Ari Freyr Skúlason í baráttunni gegn Belgíu sumarið 2018 en þá voru löndin einnig saman í riðli í Þjóðadeildinni.Vísir/Vilhelm Í nóvember tekur annað eins við en að þessu sinni á útivelli. Fari svo að Ísland leggi Rúmeníu þá mætum við Búlgaríu eða Ungverjalandi ytra þann 12. nóvember. Þaðan myndi leiðin liggja til Danmerkur en sá leikur fer fram 15. nóvember og myndi ferðalagið enda í Englandi þann 15. nóvember. 8. október: Ísland - Rúmenía (umspil fyrir EM) 11. október: Ísland - Danmörk 18:45 (Þjóðadeild) 14. október: Ísland - Belgía 18:45 (Þjóðadeildin) 12. nóvember: Úrslitaleikur umspilsins fyrir EM 15. nóvember: Danmörk - Ísland 19:45 (Þjóðadeild) 18. nóvember: England - Ísland 19:45 (Þjóðadeild)
8. október: Ísland - Rúmenía (umspil fyrir EM) 11. október: Ísland - Danmörk 18:45 (Þjóðadeild) 14. október: Ísland - Belgía 18:45 (Þjóðadeildin) 12. nóvember: Úrslitaleikur umspilsins fyrir EM 15. nóvember: Danmörk - Ísland 19:45 (Þjóðadeild) 18. nóvember: England - Ísland 19:45 (Þjóðadeild)
Fótbolti KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira