Innlent

Bein útsending: Blaðamannafundur vegna eldsvoðans

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sylvía Hall skrifa
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, og Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri.
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, og Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu boða til blaðamannafundar í bílasal slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í Skógarhlíð 14 í dag klukkan 17:30. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi og verður hægt að fylgjast með gangi mála í vaktinni hér að neðan.

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri og Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn munu fara yfir atburði gærdagsins þegar hús við Bræðraborgarstíg brann til kaldra kola og þrír létust í brunanum.

Tveir liggja á gjörgæslu en einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Tveir voru handteknir á vettvangi fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu en þeim var sleppt eftir skýrslutökur. Einn er í haldi í þágu rannsóknarinnar og mun liggja fyrir í dag hvort sóst verði eftir gæsluvarðhaldsúrskurði.

Þá hefur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafið rannsókn vegna brunans en ekki er um sakamálarannsókn að ræða heldur beinist hún að slökkvistarfi og aðstæðum í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×