Áhætta fylgdi ósamþykktum breytingum á húsinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. júní 2020 19:31 Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum. Óljóst er hversu margir voru í húsinu öllu þegar eldurinn kom upp um klukkan þrjú í gær. Sex voru á efstu hæð hússins og komust fjórir þeirra út undan eldhafinu, sumir við illan leik. Tveir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi og einn á gjörgæslu en viðkomandi féll út um glugga á þriðju hæð samkvæmt heimildum fréttastofu. Fjórir voru fluttir á slysadeild og enn liggja tveir inni. Annar þeirra á gjörgæslu. Húsið er gjörónýtt og verður það rifið að lokinni rannsókn lögreglu. Eftirlitsmenn frá Húsnæðis- og mannvirkastofnun eru meðal þeirra sem skoðuðu vettvanginn í dag. Rannsókn þeirra beinist meðal annars að aðstæðum í húsinu. „Það lítur út fyrir að gerðar hafi verið breytingar á húsinu frá síðustu samþykktu teikningum. Að þarna hafi búið fleiri í húsinu, það er búið að stúka af fleiri herbergi og slíkt," segir Davíð S. Snorrasson, forstöðumaður brunamála hjá HMS. Davíð S. Snorrason, forstöðumaður brunamála hjá HMS.visir/Baldur Ein flóttaleið Líkt og á fleiri eldri húsum var einungis ein flóttaleið til staðar. Davíð segir þessar ósamþykktu breytingar auka áhættu með tilliti til brunavarna. Heimilt er að loka húsnæði við þessar aðstæður. „Það er náttúrulega breytt forsenda á notkun íbúðarinnar og það búa þarna fleiri en annars. Það hefur áhrif á áhættuna." Húsið er í eigu félagsins HD verk og ekki hefur náðst í eiganda þess í dag. Yfir sjötíu manns eru skráðir þar til lögheimils. Talið er að flestir þeirra séu erlent verkafólk og hefur ASÍ krafist þes að málið verði rannsakað ítarlega. Að sögn lögmanns félagsins er um harmleik að ræða. Hann segir fyrirtækið fasteignafélag sem ekki hafi tengsl við starfsmannaleigu. Rauði krossinn útvegaði átta íbúum sem ekki áttu í önnur hús að venda gistingu í nótt og mun þeim bjóðast annað úrræði á næstunni. Til stendur að kalla félagsmálaráðherra fyrir velferðarnefnd eftir helgi til að fara yfir stöðu þeirra aðgerða sem áttu að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekanda. Samkvæmt síðasta ársreikning HD verks eru fjögur önnur hús í eigu félagsins. Þar á meðal Dalvegur 24 sem slökkvilið gerði tillögu um að yrði lokað fyrr í mánuðinum þar sem íbúðir voru þar í leigu í óleyfi og brunavarnir mjög slæmar. Þrír voru handteknir vegna brunans. Tveimur var sleppt að lokinni skýrslutöku en einn sem var handtekinn við rússneska sendiráðið hefur verið úrskurður í gæsluvarðhald. Hann var íbúi í húsinu og talið er að hann hafi valdið eldsvoðanum sem kom upp við vistarverur hans í húsinu að sögn lögreglu. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum. Óljóst er hversu margir voru í húsinu öllu þegar eldurinn kom upp um klukkan þrjú í gær. Sex voru á efstu hæð hússins og komust fjórir þeirra út undan eldhafinu, sumir við illan leik. Tveir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi og einn á gjörgæslu en viðkomandi féll út um glugga á þriðju hæð samkvæmt heimildum fréttastofu. Fjórir voru fluttir á slysadeild og enn liggja tveir inni. Annar þeirra á gjörgæslu. Húsið er gjörónýtt og verður það rifið að lokinni rannsókn lögreglu. Eftirlitsmenn frá Húsnæðis- og mannvirkastofnun eru meðal þeirra sem skoðuðu vettvanginn í dag. Rannsókn þeirra beinist meðal annars að aðstæðum í húsinu. „Það lítur út fyrir að gerðar hafi verið breytingar á húsinu frá síðustu samþykktu teikningum. Að þarna hafi búið fleiri í húsinu, það er búið að stúka af fleiri herbergi og slíkt," segir Davíð S. Snorrasson, forstöðumaður brunamála hjá HMS. Davíð S. Snorrason, forstöðumaður brunamála hjá HMS.visir/Baldur Ein flóttaleið Líkt og á fleiri eldri húsum var einungis ein flóttaleið til staðar. Davíð segir þessar ósamþykktu breytingar auka áhættu með tilliti til brunavarna. Heimilt er að loka húsnæði við þessar aðstæður. „Það er náttúrulega breytt forsenda á notkun íbúðarinnar og það búa þarna fleiri en annars. Það hefur áhrif á áhættuna." Húsið er í eigu félagsins HD verk og ekki hefur náðst í eiganda þess í dag. Yfir sjötíu manns eru skráðir þar til lögheimils. Talið er að flestir þeirra séu erlent verkafólk og hefur ASÍ krafist þes að málið verði rannsakað ítarlega. Að sögn lögmanns félagsins er um harmleik að ræða. Hann segir fyrirtækið fasteignafélag sem ekki hafi tengsl við starfsmannaleigu. Rauði krossinn útvegaði átta íbúum sem ekki áttu í önnur hús að venda gistingu í nótt og mun þeim bjóðast annað úrræði á næstunni. Til stendur að kalla félagsmálaráðherra fyrir velferðarnefnd eftir helgi til að fara yfir stöðu þeirra aðgerða sem áttu að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekanda. Samkvæmt síðasta ársreikning HD verks eru fjögur önnur hús í eigu félagsins. Þar á meðal Dalvegur 24 sem slökkvilið gerði tillögu um að yrði lokað fyrr í mánuðinum þar sem íbúðir voru þar í leigu í óleyfi og brunavarnir mjög slæmar. Þrír voru handteknir vegna brunans. Tveimur var sleppt að lokinni skýrslutöku en einn sem var handtekinn við rússneska sendiráðið hefur verið úrskurður í gæsluvarðhald. Hann var íbúi í húsinu og talið er að hann hafi valdið eldsvoðanum sem kom upp við vistarverur hans í húsinu að sögn lögreglu.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira