Sólveig Anna gagnrýnir Liverpool-mynd Katrínar Sylvía Hall skrifar 26. júní 2020 21:12 Sólveig Anna segir það sjálfsagt að forsætisráðherra ræði áhugamál sín en í ljósi aðstæðna hafi það verið óviðeigandi. Vilhelm/Twitter Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki við hæfi að forsætisráðherra hafi birt mynd af sér að fagna Englandsmeistaratitli Liverpool í gær þegar fólk var í lífshættu eftir eldsvoðann á Bræðraborgarstíg. Henni sé velkomið að skrifa færslur um áhugamál sín en í ljósi aðstæðna hafi hún frekar átt að beina athyglinni að þeim harmleik sem átti sér stað. „Mér finnst ekki við hæfi að forsætisráðherra birti færslu um fótboltaleik þegar að fólk er slasað og í lífshættu eftir skelfilegan eldsvoða, en þannig var staðan í gærkvöld, og þegar slökkviliðsfólk hefur lagt sig í mikla hættu við að reyna að bjarga þeim sem föst voru inn í húsinu,“ skrifar Sólveig Anna á Facebook-síðu sína. Finally! Congratulations my dear boys and Klopp and to us all! Lets all remember to keep walking on with hope in our hearts! #YNWA pic.twitter.com/lADvH4tT4r— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) June 25, 2020 Hún segir valdafólk landsins hafa frekar átt að viðurkenna þau samfélagslegu vandamál sem hafa fengið að „grassera meira og minna óáreitt“ undir fallegu yfirborði landsins. Þrátt fyrir að Ísland sé norrænt velferðarsamfélag sé stór hópur fólks verulega jaðarsett. „Þetta fólk á það líka skilið að ráðamanneskjur hér viðurkenni tilvist þeirra. Fólkið í óíbúðarhæfu húsunum og iðnaðarhúsunum þarf mest á því að halda af öllum að með þeim sé staðið af þeim sem geta sannarlega breytt samfélaginu, og tilvera þeirra gerð mannsæmandi og góð.“ Þá gagnrýnir Sólveig Anna aðbúnað verkafólks hér á landi og segir aðstæður þeirra vera til skammar. Hún tekur undir orð Drífu Snædal þar sem hún gagnrýndi að meira púður færi í að elta uppi verkafólk en að taka á glæpamönnum og óheiðarlegum atvinnurekendum. Sérstakur bíll hefði það hlutverk að leita fólk uppi á meðan „atvinnurekendur sem nýta sér bága stöðu þessa hóps fá bókstaflega frítt spil“. Hún segist hafa nóg af yfirborðskenndri stemningu stjórnvalda og fullyrðingum að allir séu saman í liði. Þess vegna leyfi hún sér að gagnrýna myndbirtinguna. „Ég vil að við fókuserum á og tölum um það sem máli skiptir. Það er löngu tímabært.“ Bruni á Bræðraborgarstíg Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Reyndi að bjarga lífi sínu með því að stökkva Andor Tibor Vasile, íbúi á Bræðraborgarstíg, bað meðleigjanda sinn um að stökkva ekki út um glugga á húsinu heldur bíða eftir aðstoð. 26. júní 2020 20:35 Þolinmæði ráðherra gagnvart illri meðferð á verkafólki á þrotum Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segir óásættanlegt að fjöldi erlendra verkamanna búi við óviðunandi aðbúnað hér á landi. 26. júní 2020 17:23 Áhætta fylgdi ósamþykktum breytingum á húsinu Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum. 26. júní 2020 19:31 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki við hæfi að forsætisráðherra hafi birt mynd af sér að fagna Englandsmeistaratitli Liverpool í gær þegar fólk var í lífshættu eftir eldsvoðann á Bræðraborgarstíg. Henni sé velkomið að skrifa færslur um áhugamál sín en í ljósi aðstæðna hafi hún frekar átt að beina athyglinni að þeim harmleik sem átti sér stað. „Mér finnst ekki við hæfi að forsætisráðherra birti færslu um fótboltaleik þegar að fólk er slasað og í lífshættu eftir skelfilegan eldsvoða, en þannig var staðan í gærkvöld, og þegar slökkviliðsfólk hefur lagt sig í mikla hættu við að reyna að bjarga þeim sem föst voru inn í húsinu,“ skrifar Sólveig Anna á Facebook-síðu sína. Finally! Congratulations my dear boys and Klopp and to us all! Lets all remember to keep walking on with hope in our hearts! #YNWA pic.twitter.com/lADvH4tT4r— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) June 25, 2020 Hún segir valdafólk landsins hafa frekar átt að viðurkenna þau samfélagslegu vandamál sem hafa fengið að „grassera meira og minna óáreitt“ undir fallegu yfirborði landsins. Þrátt fyrir að Ísland sé norrænt velferðarsamfélag sé stór hópur fólks verulega jaðarsett. „Þetta fólk á það líka skilið að ráðamanneskjur hér viðurkenni tilvist þeirra. Fólkið í óíbúðarhæfu húsunum og iðnaðarhúsunum þarf mest á því að halda af öllum að með þeim sé staðið af þeim sem geta sannarlega breytt samfélaginu, og tilvera þeirra gerð mannsæmandi og góð.“ Þá gagnrýnir Sólveig Anna aðbúnað verkafólks hér á landi og segir aðstæður þeirra vera til skammar. Hún tekur undir orð Drífu Snædal þar sem hún gagnrýndi að meira púður færi í að elta uppi verkafólk en að taka á glæpamönnum og óheiðarlegum atvinnurekendum. Sérstakur bíll hefði það hlutverk að leita fólk uppi á meðan „atvinnurekendur sem nýta sér bága stöðu þessa hóps fá bókstaflega frítt spil“. Hún segist hafa nóg af yfirborðskenndri stemningu stjórnvalda og fullyrðingum að allir séu saman í liði. Þess vegna leyfi hún sér að gagnrýna myndbirtinguna. „Ég vil að við fókuserum á og tölum um það sem máli skiptir. Það er löngu tímabært.“
Bruni á Bræðraborgarstíg Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Reyndi að bjarga lífi sínu með því að stökkva Andor Tibor Vasile, íbúi á Bræðraborgarstíg, bað meðleigjanda sinn um að stökkva ekki út um glugga á húsinu heldur bíða eftir aðstoð. 26. júní 2020 20:35 Þolinmæði ráðherra gagnvart illri meðferð á verkafólki á þrotum Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segir óásættanlegt að fjöldi erlendra verkamanna búi við óviðunandi aðbúnað hér á landi. 26. júní 2020 17:23 Áhætta fylgdi ósamþykktum breytingum á húsinu Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum. 26. júní 2020 19:31 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Reyndi að bjarga lífi sínu með því að stökkva Andor Tibor Vasile, íbúi á Bræðraborgarstíg, bað meðleigjanda sinn um að stökkva ekki út um glugga á húsinu heldur bíða eftir aðstoð. 26. júní 2020 20:35
Þolinmæði ráðherra gagnvart illri meðferð á verkafólki á þrotum Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segir óásættanlegt að fjöldi erlendra verkamanna búi við óviðunandi aðbúnað hér á landi. 26. júní 2020 17:23
Áhætta fylgdi ósamþykktum breytingum á húsinu Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum. 26. júní 2020 19:31