Kjartan Henry Finnbogason hóf leik á varamannabekk Vejle þegar liðið fékk Frederica í heimsókn í dönsku B-deildinni í fótbolta í dag.
Kjartani var skipt inná á 85.mínútu en þá var staðan 1-0, Vejle í vil.
Kjartani tókst að láta til sín taka á þessum stutta tíma því hann lagði upp annað mark Vejle fyrir Leonel Montano á 88.mínútu sem gulltryggði 2-0 sigur Vejle.
Vejle er í góðri stöðu á toppi deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir af mótinu og stefnir allt í að liðið muni leika meðal þeirra bestu á næstu leiktíð.