Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. júní 2020 13:14 Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ber að rannsaka það þegar manntjón verður í eldsvoða. Vísir/Vilhelm Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Rannsókn stofnunarinnar geti tekið um tvo til þrjá mánuði. Forstjóri HMS hefur boðað fund með slökkviðsstjóra höfuðborgarsvæðisins og byggingarfulltrúanum í Reykjavík á morgun. Í fréttum Bylgjunnar um helgina kom fram að enginn slökkvibíll Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafi verið fullmannaður þegar útkall barst um brunann á Bræðraborgarstíg. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust, þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. Samkvæmt reglugerð á hver slökkvibíll að vera mannaður fjórum til fimm slökkviliðsmönnum. Þeir sinna þó einnig sjúkraflutningum og þegar útkallið barst voru sex sjúkrabílar að sinna neyðartilfellum. Davíð Snorrason, forstöðumaður öryggissviðs mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir slökkviliðin í landinu setja fram í brunavarnaáætlun hvernig þau ætla að standast lög og reglur. „Það getur verið að þau geti mannað vettvanginn af fleiri en einni stöð og þar af leiðandi sé komin fimm einstaklingar á staðinn innan við 10 mínútum frá útkalli, en frá tveimur stöðum,“ segir Davíð. Almennt geti það þó verið af hinu góða að slökkviliðsmenn sinni einnig sjúkraflutningum. „Almennt þá eru mikil samlegðaráhrif af því að vera að sinna þessum verkefnum saman en við munum að sjálfsögðu skoða bara í þessu tilviki og öllum sambærilegum tilfellum hvort það sé tilefni til þess að breyta eitthvað reglum,“ segir Davíð. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur hafið rannsókn vegna brunans en stofnuninni ber að rannsaka þegar mannskaði verður í eldsvoða. Rannsóknin er ekki sakamálarannsókn heldur beinist að slökkvistarfinu og aðstæðum í húsinu en er unnin í samstarfi við lögreglu og slökkvilið. Málið er einnig til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en einn maður er í gæsluvarðhaldi. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu í morgun að engar frekari upplýsingar liggi fyrir að svo stöddu varðandi stöðu þeirrar umfram það sem þegar hafi komið fram. „Við náttúrlega erum bara eins og ég segi á frumstigi með þessa rannsókn og skoðum þetta mjög nákvæmlega og eigum eftir að afla allra gagna um nákvæmlega hvenær hver kom á staðinn og svo framvegis,“ segir Davíð. Rannsóknin geti tekið tvo til þrjá mánuði. Segir Davíð Snorrason, forstöðumaður öryggissviðs mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hermann Jónasson, forstjóri HMS, hefur boðað slökkviliðisstjóra höfuðborgarsvæðisins og byggingafulltrúann í Reykjavík til fundar hjá á morgun til að fara yfir þau verkefni sem hafa verið í gangi er varða eftirlit með aðstæðum fólks sem býr í atvinnuhúsnæði og öðru ósamþykktu og óviðunandi húsnæði. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Rannsókn stofnunarinnar geti tekið um tvo til þrjá mánuði. Forstjóri HMS hefur boðað fund með slökkviðsstjóra höfuðborgarsvæðisins og byggingarfulltrúanum í Reykjavík á morgun. Í fréttum Bylgjunnar um helgina kom fram að enginn slökkvibíll Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafi verið fullmannaður þegar útkall barst um brunann á Bræðraborgarstíg. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust, þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. Samkvæmt reglugerð á hver slökkvibíll að vera mannaður fjórum til fimm slökkviliðsmönnum. Þeir sinna þó einnig sjúkraflutningum og þegar útkallið barst voru sex sjúkrabílar að sinna neyðartilfellum. Davíð Snorrason, forstöðumaður öryggissviðs mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir slökkviliðin í landinu setja fram í brunavarnaáætlun hvernig þau ætla að standast lög og reglur. „Það getur verið að þau geti mannað vettvanginn af fleiri en einni stöð og þar af leiðandi sé komin fimm einstaklingar á staðinn innan við 10 mínútum frá útkalli, en frá tveimur stöðum,“ segir Davíð. Almennt geti það þó verið af hinu góða að slökkviliðsmenn sinni einnig sjúkraflutningum. „Almennt þá eru mikil samlegðaráhrif af því að vera að sinna þessum verkefnum saman en við munum að sjálfsögðu skoða bara í þessu tilviki og öllum sambærilegum tilfellum hvort það sé tilefni til þess að breyta eitthvað reglum,“ segir Davíð. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur hafið rannsókn vegna brunans en stofnuninni ber að rannsaka þegar mannskaði verður í eldsvoða. Rannsóknin er ekki sakamálarannsókn heldur beinist að slökkvistarfinu og aðstæðum í húsinu en er unnin í samstarfi við lögreglu og slökkvilið. Málið er einnig til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en einn maður er í gæsluvarðhaldi. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu í morgun að engar frekari upplýsingar liggi fyrir að svo stöddu varðandi stöðu þeirrar umfram það sem þegar hafi komið fram. „Við náttúrlega erum bara eins og ég segi á frumstigi með þessa rannsókn og skoðum þetta mjög nákvæmlega og eigum eftir að afla allra gagna um nákvæmlega hvenær hver kom á staðinn og svo framvegis,“ segir Davíð. Rannsóknin geti tekið tvo til þrjá mánuði. Segir Davíð Snorrason, forstöðumaður öryggissviðs mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hermann Jónasson, forstjóri HMS, hefur boðað slökkviliðisstjóra höfuðborgarsvæðisins og byggingafulltrúann í Reykjavík til fundar hjá á morgun til að fara yfir þau verkefni sem hafa verið í gangi er varða eftirlit með aðstæðum fólks sem býr í atvinnuhúsnæði og öðru ósamþykktu og óviðunandi húsnæði.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira