Fótbolti

Buffon og Chiellini neita einfaldlega að hætta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þessir tveir verða áfram í herbúðum Juventus á næstu leiktíð.
Þessir tveir verða áfram í herbúðum Juventus á næstu leiktíð. Nicolò Campo/Getty Images

Svo virðist sem Gianluigi Buffon neiti að leggja hanskana á hilluna fyrr en hann vinnur Meistaradeild Evrópu. Markvörðurinn magnaði skrifaði undir framlengingu á samningi sínum við ítalska stórveldið Juventus í dag. Sömu sögu er að segja af Georgio Chiellini.

Framlengdu þeir báðir um eitt ár.

Hinn 43 ára gamli Buffon snéri aftur í raðir áttfaldra Ítalíumeistara Juventus fyrir yfirstandi leiktíð eftir að hafa leikið eitt ár með Paris Saint-Germain í Frakklandi. Að því fráskyldu hefur hann leikið með Juventus frá árinu 2001 en alls eru leikirnir orðnir 656 talsins.

Chiellini hefur verið lykilmaður í öflugri vörn Juventus í meira en áratug en hann kom til félagsins árið 2005, þá tvítugur að aldri.

Gömlu brýnin munu því fá tækifæri til að vinna tíunda meistaratitil Juventus í röð, fari svo að þeir landi titlinum enn á ný í ár. Þá fá þeir tvö tækifæri til viðbótar til að vinna Meistaradeild Evrópu en liðið er sem stendur 1-0 undir gegn Lyon eftir fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum.

Þá er Juventus með fjögurra stiga forystu í ítölsku úrvalsdeildinni þegar tíu umferðir eru eftir. Liðið mætir Genoa á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×