Íslenski boltinn

Sjáðu þrennuna hjá Óttari, af­greiðsluna frá Valdimar og mörkin úr Kópa­vogi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valdimar gerði tvö mörk í gær.
Valdimar gerði tvö mörk í gær. vísir/vilhelm

Ellefu mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi en flest mörk voru skoruð í Víkinni er Víkingur skoraði fjögur mörk gegn einu marki FH.

Óttar Magnús Karlsson skoraði þrjú mörk og Davíð Örn Atlason eitt í 4-1 sigri bikarmeistaranna. Steven Lennon skoraði mark FH úr vítaspyrnu.

Blikar eru með fullt hús stiga eftir 3-1 sigur á nýliðum Fjölnis. Kristinn Steindórsson heldur áfram að skora en hann skoraði eitt ásamt Thomas Mikkelsen og Gísla Eyjólfssyni.

Jón Gísli Ström skoraði markið fyrir stigalausa Fjölnismenn en Fjölnir er ekki eina liðið sem er án stiga því Grótta er einnig án stiga eftir 2-0 tap fyrir Fylki

Valdimar Þór Ingimundarson skoraði bæði mörk Fylkis, það fyrra úr vítaspyrnu, en síðara markið var afar falleg afgreiðsla.

Öll mörk gærkvöldsins má sjá hér að neðan en Pepsi Max-stúkan hefst klukkan 21.15 í kvöld þar sem Guðmundur Benediktsson og spekingar hans fara yfir umferðina.

Klippa: Fylkir - Grótta 2-0
Klippa: Breiðablik - Fjölnir 3-1
Klippa: Víkingur - FH 4-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×