Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júní 2020 12:18 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. Málið varðar samgöngusáttmálann svokallaða sem ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í september og varðar meðal annars borgarlínuverkefnið. Samkomulagið kvað á um stofnun félags í sameiginlegri eigu ríkis og sveitarfélaga, sem samþykkt var á Alþingi í gær. Heildarumfang verkefnisins varðar 120 milljarða framkvæmdir á næstu fimmtán árum. Málið hefur verið mjög umdeilt og hafa þingmenn Miðflokksins sérstaklega sett sig upp á móti málinu. Svo fór að gera þurfti samkomulag við flokkinn um meðferð stofnunar hlutafélagsins. Þingmenn hans höfðu hampað málinu mjög í ræðustóli Alþingis og höfðu jafnvel verið sakaðir um málþóf um. „[Ég] vil halda því til haga að ég tel þetta Borgarlínuverkefni stórvarðmál og mun gera nánar grein fyrir því á næstu dögum utan við þennan sal,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þegar hann tók einn til máls í þriðju umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi áður en gengið var til atkvæðagreiðslu. „Til hamingju Ísland“ Þá hafa fleiri þingmenn lýst yfir óþökk sinni á málinu, þar á meðal Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sagði í ræðustól á Alþingi á dögunum að verið væri að gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ með fyrirætlunum um að leggja götur í stokk og að brýnt væri að „auka umferðaræðarnar.“ Þá lýsti hún sig einnig andsnúna Borgarlínunni og þeirri áherslu sem lögð er á almenningssamgöngur í Reykjavík í samgöngusáttmálanum. Þá gagnrýndi hún að veita ætti svo miklu fjármagni í Borgarlínu og almenningssamgöngur en að látið væri hjá líða að veita fjármunum í „einfaldar,“ „hagkvæmar“ og ódýrar vegaframkvæmdir, einkum mislæg gatnamót. „Mikil gleðistund og við megum öll vera stolt og ánægð með að upplifa þessa stund því hér erum við að sjá verða að veruleika gríðarlega miklar framfarir í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu öllu. Ég er stoltur af því að fá að taka þátt í þessu. Ég segi bara til hamingju Ísland,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu í gær. Fleiri þingmenn tóku undir fagnaðarorð Kolbeins, en Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna greindu einnig fyrir atkvæði sínu og tóku breytingunum fagnandi. Þá skrifaði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra á Facebook í morgun að það gladdi hjarta hans að hafa séð „allt grænt við afgreiðslu samgönguáætlunar“ við þinglok í gærkvöldi. Það hafi verið frábært að sjá svona breiða og góða samstöðu þingmanna. Samgöngur Reykjavík Alþingi Kópavogur Hafnarfjörður Borgarlína Tengdar fréttir Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22 „Ímyndaðu þér nýtt samgöngunet“ Næsta stopp er gagnvirk sýning þar sem nýju samgönguneti Borgarlínu, Strætó, hjólastíga og deililausna eru gerð skil á áhugaverðan hátt. Sýningin er hluti af HönnunarMars hátíðinni í ár og stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur til 24.júní. 19. júní 2020 07:00 Fyrstu 25 stöðvar Borgarlínu kynntar til leiks Fyrsti áfangi Borgarlínu verður þrettán kílómetra langur og á honum verða 25 stöðvar samkvæmt fyrstu tillögum. 24. apríl 2020 16:23 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira
Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. Málið varðar samgöngusáttmálann svokallaða sem ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í september og varðar meðal annars borgarlínuverkefnið. Samkomulagið kvað á um stofnun félags í sameiginlegri eigu ríkis og sveitarfélaga, sem samþykkt var á Alþingi í gær. Heildarumfang verkefnisins varðar 120 milljarða framkvæmdir á næstu fimmtán árum. Málið hefur verið mjög umdeilt og hafa þingmenn Miðflokksins sérstaklega sett sig upp á móti málinu. Svo fór að gera þurfti samkomulag við flokkinn um meðferð stofnunar hlutafélagsins. Þingmenn hans höfðu hampað málinu mjög í ræðustóli Alþingis og höfðu jafnvel verið sakaðir um málþóf um. „[Ég] vil halda því til haga að ég tel þetta Borgarlínuverkefni stórvarðmál og mun gera nánar grein fyrir því á næstu dögum utan við þennan sal,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þegar hann tók einn til máls í þriðju umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi áður en gengið var til atkvæðagreiðslu. „Til hamingju Ísland“ Þá hafa fleiri þingmenn lýst yfir óþökk sinni á málinu, þar á meðal Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sagði í ræðustól á Alþingi á dögunum að verið væri að gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ með fyrirætlunum um að leggja götur í stokk og að brýnt væri að „auka umferðaræðarnar.“ Þá lýsti hún sig einnig andsnúna Borgarlínunni og þeirri áherslu sem lögð er á almenningssamgöngur í Reykjavík í samgöngusáttmálanum. Þá gagnrýndi hún að veita ætti svo miklu fjármagni í Borgarlínu og almenningssamgöngur en að látið væri hjá líða að veita fjármunum í „einfaldar,“ „hagkvæmar“ og ódýrar vegaframkvæmdir, einkum mislæg gatnamót. „Mikil gleðistund og við megum öll vera stolt og ánægð með að upplifa þessa stund því hér erum við að sjá verða að veruleika gríðarlega miklar framfarir í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu öllu. Ég er stoltur af því að fá að taka þátt í þessu. Ég segi bara til hamingju Ísland,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu í gær. Fleiri þingmenn tóku undir fagnaðarorð Kolbeins, en Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna greindu einnig fyrir atkvæði sínu og tóku breytingunum fagnandi. Þá skrifaði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra á Facebook í morgun að það gladdi hjarta hans að hafa séð „allt grænt við afgreiðslu samgönguáætlunar“ við þinglok í gærkvöldi. Það hafi verið frábært að sjá svona breiða og góða samstöðu þingmanna.
Samgöngur Reykjavík Alþingi Kópavogur Hafnarfjörður Borgarlína Tengdar fréttir Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22 „Ímyndaðu þér nýtt samgöngunet“ Næsta stopp er gagnvirk sýning þar sem nýju samgönguneti Borgarlínu, Strætó, hjólastíga og deililausna eru gerð skil á áhugaverðan hátt. Sýningin er hluti af HönnunarMars hátíðinni í ár og stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur til 24.júní. 19. júní 2020 07:00 Fyrstu 25 stöðvar Borgarlínu kynntar til leiks Fyrsti áfangi Borgarlínu verður þrettán kílómetra langur og á honum verða 25 stöðvar samkvæmt fyrstu tillögum. 24. apríl 2020 16:23 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira
Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22
„Ímyndaðu þér nýtt samgöngunet“ Næsta stopp er gagnvirk sýning þar sem nýju samgönguneti Borgarlínu, Strætó, hjólastíga og deililausna eru gerð skil á áhugaverðan hátt. Sýningin er hluti af HönnunarMars hátíðinni í ár og stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur til 24.júní. 19. júní 2020 07:00
Fyrstu 25 stöðvar Borgarlínu kynntar til leiks Fyrsti áfangi Borgarlínu verður þrettán kílómetra langur og á honum verða 25 stöðvar samkvæmt fyrstu tillögum. 24. apríl 2020 16:23
Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00