Evrópusambandið opnar landamæri fyrir fjórtán ríkjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júní 2020 15:11 Bandaríkjamenn verða ekki meðal ferðalanga sem fá inngöngu í ríki Evrópusambandsins og Schengen frá og með 1. júlí. AP Photo/Christophe Ena Evrópusambandið tilkynnti í dag að landamæri aðildaríkjanna yrðu opnuð fyrir ferðamönnum á morgun, 1. júlí, frá fjórtán löndum en Bandaríkjamenn verða ekki meðal þeirra sem fá inngöngu í Evrópu. Flestum Bandaríkjamönnum hefur verið neitað inngöngu í ríki Evrópusambandsins síðustu tvær vikurnar vegna mikillar aukningar kórónuveirutilfella í Bandaríkjunum. Ferðamenn frá öðrum fjölmennum löndum, líkt og Rússlandi, Brasilíu og Indlandi munu þar að auki þurfa að bíða með það að ferðast til Evrópusambandsríkja. Ríki Evrópu hafa hægt og rólega létt á takmörkunum sem sett voru á þegar faraldurinn skall á og eru mörg ríki suður Evrópu, þar á meðal Grikkland, Spánn og Ítalía, ólm í að opna aftur fyrir sólarþyrstum ferðalöngum til að blása lífi í ferðaþjónustuna. Talið er að um 15 milljónir bandarískra ferðamanna ferðist ár hvert til Evrópu og að um 10 milljón Evrópubúa ferðist vestur um haf. Ferðamenn frá eftirfarandi löndum munu geta heimsótt Evrópusambands- og Schengen ríkin frá og með morgundeginum: Alsír, Ástralíu, Kanada, Georgíu, Japan, Svartfjallalandi, Marokkó, Nýja-Sjálandi, Rúanda, Serbíu, Suður-Kóreu, Taílandi, Túnis og Úrúgvæ. Þá munu kínverskir ferðamenn ekki fá inngöngu í Evrópu fyrr en Kína opnar landamæri sín fyrir evrópskum ferðamönnum. Þá er búist við því að löndin á lista Evrópusambandsins muni einnig leyfa ferðalöngum frá Evrópu að ferðast þangað. Landalistinn verður uppfærður á fjórtán daga fresti, löndum verður bætt á listann og önnur tekin af honum eftir því hvað á við hverju sinni. Tilfellum kórónuveiru hefur fjölgað gífurlega síðustu vikuna en Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf út tilskipun í mars sem bannar ferðamönnum frá Evrópu að koma inn í landið. Faraldurinn hefur verið á miklu undanhaldi í flestum ríkjum Evrópu undanfarnar vikur. Evrópusambandið Bandaríkin Alsír Ástralía Nýja-Sjáland Kanada Georgía Japan Svartfjallaland Marokkó Rúanda Serbía Suður-Kórea Taíland Túnis Úrúgvæ Tengdar fréttir Bandaríkin og Kína ekki á lista ESB yfir „örugg lönd“ Fjórtán ríki eru á lista ESB yfir þau ríki sem teljast örugg og ríkisborgarar þeirra ættu að fá að ferðast yfir ytri landamæri ESB. Bandaríkin, Kína og Brasilía eru ekki á listanum. 29. júní 2020 19:19 Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur 29. júní 2020 07:12 Enn verið að leggja lokahönd á listann Schengen-ríkin deila enn um hvaða lönd skuli vera á lista yfir þau ríki sem mega ferðast til svæðisins þegar ytri landamærin opna þann 1. júlí næstkomandi. 27. júní 2020 13:43 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Evrópusambandið tilkynnti í dag að landamæri aðildaríkjanna yrðu opnuð fyrir ferðamönnum á morgun, 1. júlí, frá fjórtán löndum en Bandaríkjamenn verða ekki meðal þeirra sem fá inngöngu í Evrópu. Flestum Bandaríkjamönnum hefur verið neitað inngöngu í ríki Evrópusambandsins síðustu tvær vikurnar vegna mikillar aukningar kórónuveirutilfella í Bandaríkjunum. Ferðamenn frá öðrum fjölmennum löndum, líkt og Rússlandi, Brasilíu og Indlandi munu þar að auki þurfa að bíða með það að ferðast til Evrópusambandsríkja. Ríki Evrópu hafa hægt og rólega létt á takmörkunum sem sett voru á þegar faraldurinn skall á og eru mörg ríki suður Evrópu, þar á meðal Grikkland, Spánn og Ítalía, ólm í að opna aftur fyrir sólarþyrstum ferðalöngum til að blása lífi í ferðaþjónustuna. Talið er að um 15 milljónir bandarískra ferðamanna ferðist ár hvert til Evrópu og að um 10 milljón Evrópubúa ferðist vestur um haf. Ferðamenn frá eftirfarandi löndum munu geta heimsótt Evrópusambands- og Schengen ríkin frá og með morgundeginum: Alsír, Ástralíu, Kanada, Georgíu, Japan, Svartfjallalandi, Marokkó, Nýja-Sjálandi, Rúanda, Serbíu, Suður-Kóreu, Taílandi, Túnis og Úrúgvæ. Þá munu kínverskir ferðamenn ekki fá inngöngu í Evrópu fyrr en Kína opnar landamæri sín fyrir evrópskum ferðamönnum. Þá er búist við því að löndin á lista Evrópusambandsins muni einnig leyfa ferðalöngum frá Evrópu að ferðast þangað. Landalistinn verður uppfærður á fjórtán daga fresti, löndum verður bætt á listann og önnur tekin af honum eftir því hvað á við hverju sinni. Tilfellum kórónuveiru hefur fjölgað gífurlega síðustu vikuna en Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf út tilskipun í mars sem bannar ferðamönnum frá Evrópu að koma inn í landið. Faraldurinn hefur verið á miklu undanhaldi í flestum ríkjum Evrópu undanfarnar vikur.
Evrópusambandið Bandaríkin Alsír Ástralía Nýja-Sjáland Kanada Georgía Japan Svartfjallaland Marokkó Rúanda Serbía Suður-Kórea Taíland Túnis Úrúgvæ Tengdar fréttir Bandaríkin og Kína ekki á lista ESB yfir „örugg lönd“ Fjórtán ríki eru á lista ESB yfir þau ríki sem teljast örugg og ríkisborgarar þeirra ættu að fá að ferðast yfir ytri landamæri ESB. Bandaríkin, Kína og Brasilía eru ekki á listanum. 29. júní 2020 19:19 Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur 29. júní 2020 07:12 Enn verið að leggja lokahönd á listann Schengen-ríkin deila enn um hvaða lönd skuli vera á lista yfir þau ríki sem mega ferðast til svæðisins þegar ytri landamærin opna þann 1. júlí næstkomandi. 27. júní 2020 13:43 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Bandaríkin og Kína ekki á lista ESB yfir „örugg lönd“ Fjórtán ríki eru á lista ESB yfir þau ríki sem teljast örugg og ríkisborgarar þeirra ættu að fá að ferðast yfir ytri landamæri ESB. Bandaríkin, Kína og Brasilía eru ekki á listanum. 29. júní 2020 19:19
Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur 29. júní 2020 07:12
Enn verið að leggja lokahönd á listann Schengen-ríkin deila enn um hvaða lönd skuli vera á lista yfir þau ríki sem mega ferðast til svæðisins þegar ytri landamærin opna þann 1. júlí næstkomandi. 27. júní 2020 13:43