Fótbolti

Kjartan kom Vejle yfir en það dugði ekki til

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kjartan Henry var á skotskónum en það dugði skammt.
Kjartan Henry var á skotskónum en það dugði skammt. Vísir/JydskeVestkysten

Kjartan Henry Finnbogason var á skotskónum í dönsku B-deildinni í dag en það dugði ekki til er Vejle tapaði óvænt 2-1 á útivelli gegn HB Köge.

Eftir markalausan fyrri hálfleik var Kjartan Henry settur inn á og var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn, bókstaflega. Kom hann Vejle yfir með góðu marki þegar rúmur klukkutími var liðinn af leiknum. 

Topplið deildarinnar þar með komið í góða stöðu en HB Köge er um miðja deild. Heimamenn jöfnuðu hins vegar metin aðeins fimm mínútum síðar og tóku svo forystuna þegar ellefu mínútur voru til leiksloka.

Lauk leiknum með 2-1 sigri HB Köbe. Forysta Vejle er þar af leiðandi komin niður í fimm stig - fari svo að Viborg vinni sinn leik - þegar fimm umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×