Síðasta símtalið var við soninn Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2020 23:27 Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth Hagen síðan á hrekkjavökunni 31. október 2018. Vísir/AP Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. Þetta eru síðustu samskipti Anne-Elisabeth við umheiminn áður en hún hvarf sporlaust af heimili sínu síðar um morguninn. Þegar hefur komið fram að Anne-Elisabeth hafi rætt við skyldmenni sitt í síma klukkan 9:14, um korteri eftir að Tom Hagen fór í vinnuna. Þetta símtal er síðasta lífsmarkið en ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan. Þá hefur ekkert nánar verið gefið út um viðmælandann eða efni símtalsins, þar til nú. Norska dagblaðið VG greindi frá því í gær að Anne-Elisabeth hafi hringt í son sinn, sem hún átti með eiginmanninum Tom Hagen, þarna um morguninn. Þau töluðu saman í 92 sekúndur, rétt rúma eina og hálfa mínútu. Sonurinn mun hafa rætt símtalið í þaula við lögreglu, enda gengur hún út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt einhvern tímann á hálftímanum sem leið eftir að símtalinu var slitið. Ræddu launamál og hrekkjavöku VG hefur eftir heimildum sínum að sonurinn hafi í fyrstu verið óviss um það sem fór honum og móður hans á milli. Þá sjái hann mjög eftir því að hafa verið fúllyndur við mömmu sína. Tíu dögum eftir að Anne-Elisabeth hvarf var sonurinn kallaður til þriðju skýrslutökunnar. Þar sagði hann að þau hefðu rætt launamál - bæði Anne-Elisabeth og sonurinn unnu hjá fyrirtæki Toms Hagen - og hrekkjavökuna, sem bar einmitt upp umræddan dag. Þá hefðu þau einnig talað um að Anne-Elisabeth ætlaði að passa barnabörn sín síðar þennan sama dag. Lögmaður sonarins segir í samtali við VG að umbjóðandi sinn sé meðvitaður um umfjöllun blaðsins en vilji ekki tjá sig um málið. Um hálftíma áður en Anne-Elisabeth ræddi við son sinn spjallaði hún símleiðis við starfsmann fyrirtækis Toms Hagen, sem hún þekkti vel. Konan lýsti því að Anne-Elisabeth hafi virst eins og hún átti að sér að vera, þær hefðu talað um launamál og leiksýninguna The Book of Mormon sem Hagen-hjónin höfðu farið að sjá með vinahjónum kvöldið áður. Tom Hagen var handtekinn í lok apríl grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana eða átt aðild að dauða hennar. Hann hefur verið laus úr varðhaldi síðan strax í byrjun maí og neitar sök. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08 Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. 15. júní 2020 20:02 Telja ný sönnunargögn renna stoðum undir að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Norska lögreglan segist hafa uppgötvað ný sönnunargögn í máli Tom Hagen síðan hann var handtekinn 28. apríl síðastliðinn sem renni stoðum undir þá kenningu að Anne-Elisabeth Hagen, eiginkona hans, hafi verið myrt. 8. júní 2020 17:40 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Sjá meira
Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. Þetta eru síðustu samskipti Anne-Elisabeth við umheiminn áður en hún hvarf sporlaust af heimili sínu síðar um morguninn. Þegar hefur komið fram að Anne-Elisabeth hafi rætt við skyldmenni sitt í síma klukkan 9:14, um korteri eftir að Tom Hagen fór í vinnuna. Þetta símtal er síðasta lífsmarkið en ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan. Þá hefur ekkert nánar verið gefið út um viðmælandann eða efni símtalsins, þar til nú. Norska dagblaðið VG greindi frá því í gær að Anne-Elisabeth hafi hringt í son sinn, sem hún átti með eiginmanninum Tom Hagen, þarna um morguninn. Þau töluðu saman í 92 sekúndur, rétt rúma eina og hálfa mínútu. Sonurinn mun hafa rætt símtalið í þaula við lögreglu, enda gengur hún út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt einhvern tímann á hálftímanum sem leið eftir að símtalinu var slitið. Ræddu launamál og hrekkjavöku VG hefur eftir heimildum sínum að sonurinn hafi í fyrstu verið óviss um það sem fór honum og móður hans á milli. Þá sjái hann mjög eftir því að hafa verið fúllyndur við mömmu sína. Tíu dögum eftir að Anne-Elisabeth hvarf var sonurinn kallaður til þriðju skýrslutökunnar. Þar sagði hann að þau hefðu rætt launamál - bæði Anne-Elisabeth og sonurinn unnu hjá fyrirtæki Toms Hagen - og hrekkjavökuna, sem bar einmitt upp umræddan dag. Þá hefðu þau einnig talað um að Anne-Elisabeth ætlaði að passa barnabörn sín síðar þennan sama dag. Lögmaður sonarins segir í samtali við VG að umbjóðandi sinn sé meðvitaður um umfjöllun blaðsins en vilji ekki tjá sig um málið. Um hálftíma áður en Anne-Elisabeth ræddi við son sinn spjallaði hún símleiðis við starfsmann fyrirtækis Toms Hagen, sem hún þekkti vel. Konan lýsti því að Anne-Elisabeth hafi virst eins og hún átti að sér að vera, þær hefðu talað um launamál og leiksýninguna The Book of Mormon sem Hagen-hjónin höfðu farið að sjá með vinahjónum kvöldið áður. Tom Hagen var handtekinn í lok apríl grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana eða átt aðild að dauða hennar. Hann hefur verið laus úr varðhaldi síðan strax í byrjun maí og neitar sök.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08 Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. 15. júní 2020 20:02 Telja ný sönnunargögn renna stoðum undir að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Norska lögreglan segist hafa uppgötvað ný sönnunargögn í máli Tom Hagen síðan hann var handtekinn 28. apríl síðastliðinn sem renni stoðum undir þá kenningu að Anne-Elisabeth Hagen, eiginkona hans, hafi verið myrt. 8. júní 2020 17:40 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Sjá meira
Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08
Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. 15. júní 2020 20:02
Telja ný sönnunargögn renna stoðum undir að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Norska lögreglan segist hafa uppgötvað ný sönnunargögn í máli Tom Hagen síðan hann var handtekinn 28. apríl síðastliðinn sem renni stoðum undir þá kenningu að Anne-Elisabeth Hagen, eiginkona hans, hafi verið myrt. 8. júní 2020 17:40