Síðasta símtalið var við soninn Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2020 23:27 Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth Hagen síðan á hrekkjavökunni 31. október 2018. Vísir/AP Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. Þetta eru síðustu samskipti Anne-Elisabeth við umheiminn áður en hún hvarf sporlaust af heimili sínu síðar um morguninn. Þegar hefur komið fram að Anne-Elisabeth hafi rætt við skyldmenni sitt í síma klukkan 9:14, um korteri eftir að Tom Hagen fór í vinnuna. Þetta símtal er síðasta lífsmarkið en ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan. Þá hefur ekkert nánar verið gefið út um viðmælandann eða efni símtalsins, þar til nú. Norska dagblaðið VG greindi frá því í gær að Anne-Elisabeth hafi hringt í son sinn, sem hún átti með eiginmanninum Tom Hagen, þarna um morguninn. Þau töluðu saman í 92 sekúndur, rétt rúma eina og hálfa mínútu. Sonurinn mun hafa rætt símtalið í þaula við lögreglu, enda gengur hún út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt einhvern tímann á hálftímanum sem leið eftir að símtalinu var slitið. Ræddu launamál og hrekkjavöku VG hefur eftir heimildum sínum að sonurinn hafi í fyrstu verið óviss um það sem fór honum og móður hans á milli. Þá sjái hann mjög eftir því að hafa verið fúllyndur við mömmu sína. Tíu dögum eftir að Anne-Elisabeth hvarf var sonurinn kallaður til þriðju skýrslutökunnar. Þar sagði hann að þau hefðu rætt launamál - bæði Anne-Elisabeth og sonurinn unnu hjá fyrirtæki Toms Hagen - og hrekkjavökuna, sem bar einmitt upp umræddan dag. Þá hefðu þau einnig talað um að Anne-Elisabeth ætlaði að passa barnabörn sín síðar þennan sama dag. Lögmaður sonarins segir í samtali við VG að umbjóðandi sinn sé meðvitaður um umfjöllun blaðsins en vilji ekki tjá sig um málið. Um hálftíma áður en Anne-Elisabeth ræddi við son sinn spjallaði hún símleiðis við starfsmann fyrirtækis Toms Hagen, sem hún þekkti vel. Konan lýsti því að Anne-Elisabeth hafi virst eins og hún átti að sér að vera, þær hefðu talað um launamál og leiksýninguna The Book of Mormon sem Hagen-hjónin höfðu farið að sjá með vinahjónum kvöldið áður. Tom Hagen var handtekinn í lok apríl grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana eða átt aðild að dauða hennar. Hann hefur verið laus úr varðhaldi síðan strax í byrjun maí og neitar sök. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08 Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. 15. júní 2020 20:02 Telja ný sönnunargögn renna stoðum undir að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Norska lögreglan segist hafa uppgötvað ný sönnunargögn í máli Tom Hagen síðan hann var handtekinn 28. apríl síðastliðinn sem renni stoðum undir þá kenningu að Anne-Elisabeth Hagen, eiginkona hans, hafi verið myrt. 8. júní 2020 17:40 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. Þetta eru síðustu samskipti Anne-Elisabeth við umheiminn áður en hún hvarf sporlaust af heimili sínu síðar um morguninn. Þegar hefur komið fram að Anne-Elisabeth hafi rætt við skyldmenni sitt í síma klukkan 9:14, um korteri eftir að Tom Hagen fór í vinnuna. Þetta símtal er síðasta lífsmarkið en ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan. Þá hefur ekkert nánar verið gefið út um viðmælandann eða efni símtalsins, þar til nú. Norska dagblaðið VG greindi frá því í gær að Anne-Elisabeth hafi hringt í son sinn, sem hún átti með eiginmanninum Tom Hagen, þarna um morguninn. Þau töluðu saman í 92 sekúndur, rétt rúma eina og hálfa mínútu. Sonurinn mun hafa rætt símtalið í þaula við lögreglu, enda gengur hún út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt einhvern tímann á hálftímanum sem leið eftir að símtalinu var slitið. Ræddu launamál og hrekkjavöku VG hefur eftir heimildum sínum að sonurinn hafi í fyrstu verið óviss um það sem fór honum og móður hans á milli. Þá sjái hann mjög eftir því að hafa verið fúllyndur við mömmu sína. Tíu dögum eftir að Anne-Elisabeth hvarf var sonurinn kallaður til þriðju skýrslutökunnar. Þar sagði hann að þau hefðu rætt launamál - bæði Anne-Elisabeth og sonurinn unnu hjá fyrirtæki Toms Hagen - og hrekkjavökuna, sem bar einmitt upp umræddan dag. Þá hefðu þau einnig talað um að Anne-Elisabeth ætlaði að passa barnabörn sín síðar þennan sama dag. Lögmaður sonarins segir í samtali við VG að umbjóðandi sinn sé meðvitaður um umfjöllun blaðsins en vilji ekki tjá sig um málið. Um hálftíma áður en Anne-Elisabeth ræddi við son sinn spjallaði hún símleiðis við starfsmann fyrirtækis Toms Hagen, sem hún þekkti vel. Konan lýsti því að Anne-Elisabeth hafi virst eins og hún átti að sér að vera, þær hefðu talað um launamál og leiksýninguna The Book of Mormon sem Hagen-hjónin höfðu farið að sjá með vinahjónum kvöldið áður. Tom Hagen var handtekinn í lok apríl grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana eða átt aðild að dauða hennar. Hann hefur verið laus úr varðhaldi síðan strax í byrjun maí og neitar sök.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08 Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. 15. júní 2020 20:02 Telja ný sönnunargögn renna stoðum undir að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Norska lögreglan segist hafa uppgötvað ný sönnunargögn í máli Tom Hagen síðan hann var handtekinn 28. apríl síðastliðinn sem renni stoðum undir þá kenningu að Anne-Elisabeth Hagen, eiginkona hans, hafi verið myrt. 8. júní 2020 17:40 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08
Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. 15. júní 2020 20:02
Telja ný sönnunargögn renna stoðum undir að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Norska lögreglan segist hafa uppgötvað ný sönnunargögn í máli Tom Hagen síðan hann var handtekinn 28. apríl síðastliðinn sem renni stoðum undir þá kenningu að Anne-Elisabeth Hagen, eiginkona hans, hafi verið myrt. 8. júní 2020 17:40