Nokkrir látnir í óróa eftir morð á vinsælum söngvara Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2020 10:13 Abiy Ahmed, forsætisráðherra, kallaði morðið á Hundessa „harmleik“ og hét því að draga þá seku til ábyrgðar. Vísir/EPA Forsætisráðherra Eþíópíu segir að „nokkrir“ séu látnir í mótmælum og óróa sem braust út eftir að vinsæll söngvari var myrtur í vikunni. Söngvarinn var áberandi í mótmælum gegn stjórnvöldum sem leiddu til stjórnarskipta árið 2018. Spenna hefur ríkt í Eþíópíu undanfarið eftir að ríkisstjórnin frestaði þingkosninginum sem áttu að fara fram á þessu ári í ljósi kórónuveiruheimsfaraldursins. Þrjár sprengjur sprungu í höfuðborginni Addis Ababa í gær en ekki er ljóst hvort einhver féll, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir sjúkraliðum að sjö hafi látið lífið í mótmælunum vegna morðsins á Hachalu Hundessa. Söngvarinn, sem var 34 ára gamall, var skotinn til bana í úthverfi höfuðborgarinnar. Ekki er ljóst hverjir stóðu að tilræðinu. Lögregla hefur beitt táragasi til að dreifa mótmælendum fyrir utan sjúkrahúsið þangað sem lík Hundessa var flutt. Skothvellir hafa einnig heyrst óma um borgina. Fimm eru sagðir hafa verið skotnir til bana og 75 særðir í mótmælum í Adama, 90 kílómetrum suðaustur af Addis Ababa. Tveir til viðbótar voru felldir í mótmælum í Chiro í austanverðu landinu. Abiy Ahmed, forsætisráðherra, hét því í gær að draga þá sem myrtu Hundessa til ábyrgðar með þeim orðum að „óvinir okkar munu ekki hafa betur“. Hachalu verður borinn til grafar í heimabæ sínum í Oromia-héraði á morgun. Lögreglan rannsakar enn dráp hans. Hundessa tilheyrði Oromo-fólkinu, stærsta þjóðarbrotinu í Eþíópíu, en það hefur lengi talið sig jaðarsett í landinu. Hann hefur verið framarlega í flokki í réttindabaráttu þess og sat meðal annars í fangelsi í fimm ár fyrir að taka þátt í mótmælum þegar hann var sautján ára gamall. Lög hans voru áberandi í mótmælum sem hröktu þáverandi ríkisstjórn landsins frá völdum og komu Ahmed forsætisráðherra til valda fyrir tveimur árum. Eþíópía Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Forsætisráðherra Eþíópíu segir að „nokkrir“ séu látnir í mótmælum og óróa sem braust út eftir að vinsæll söngvari var myrtur í vikunni. Söngvarinn var áberandi í mótmælum gegn stjórnvöldum sem leiddu til stjórnarskipta árið 2018. Spenna hefur ríkt í Eþíópíu undanfarið eftir að ríkisstjórnin frestaði þingkosninginum sem áttu að fara fram á þessu ári í ljósi kórónuveiruheimsfaraldursins. Þrjár sprengjur sprungu í höfuðborginni Addis Ababa í gær en ekki er ljóst hvort einhver féll, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir sjúkraliðum að sjö hafi látið lífið í mótmælunum vegna morðsins á Hachalu Hundessa. Söngvarinn, sem var 34 ára gamall, var skotinn til bana í úthverfi höfuðborgarinnar. Ekki er ljóst hverjir stóðu að tilræðinu. Lögregla hefur beitt táragasi til að dreifa mótmælendum fyrir utan sjúkrahúsið þangað sem lík Hundessa var flutt. Skothvellir hafa einnig heyrst óma um borgina. Fimm eru sagðir hafa verið skotnir til bana og 75 særðir í mótmælum í Adama, 90 kílómetrum suðaustur af Addis Ababa. Tveir til viðbótar voru felldir í mótmælum í Chiro í austanverðu landinu. Abiy Ahmed, forsætisráðherra, hét því í gær að draga þá sem myrtu Hundessa til ábyrgðar með þeim orðum að „óvinir okkar munu ekki hafa betur“. Hachalu verður borinn til grafar í heimabæ sínum í Oromia-héraði á morgun. Lögreglan rannsakar enn dráp hans. Hundessa tilheyrði Oromo-fólkinu, stærsta þjóðarbrotinu í Eþíópíu, en það hefur lengi talið sig jaðarsett í landinu. Hann hefur verið framarlega í flokki í réttindabaráttu þess og sat meðal annars í fangelsi í fimm ár fyrir að taka þátt í mótmælum þegar hann var sautján ára gamall. Lög hans voru áberandi í mótmælum sem hröktu þáverandi ríkisstjórn landsins frá völdum og komu Ahmed forsætisráðherra til valda fyrir tveimur árum.
Eþíópía Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira