Svar við grein Kolbeins Óttarssonar Proppé Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 2. júlí 2020 12:30 Í gær birti Kolbeinn Óttarsson Proppé grein á Vísi.is þar sem hann fer rangt með staðreyndir – viljandi að því er virðist, hagræðir sannleikanum og sakar „andstæðinginn“ um sömu taktík og hann sjálfur er að beita. En líkt og röng klukka er rétt tvisvar sinnum á sólarhring þá rataðist honum þó sannarlega satt á munn varðandi eitt: þegar hann segir þetta allt saman gamaldags, pólitískt leikrit með tilheyrandi klækjabrögðum. Það er svo sannarlega rétt hjá honum, en það er ekki minnihlutinn sem stendur í þeim ljóta leik, heldur meirihlutinn. Kolbeinn er fær í því að varpa kastljósinu og sökinni yfir á þá sem gagnrýna hann. Til að axla ekki ábyrgð á eigin gjörðum talar hann svívirðilega niður til kjósenda sem hann segir að „lesi bara fyrirsagnir“. Þarna er hann að varpa athyglinni og sökinni yfir á gagnrýnendur sína, svo að sem minnstur óþverri loði við hann sjálfan. Hann hafði tvo valkosti: Að bera virðingu fyrir viðmælendum sínum og leggja við hlustir á vilja þjóðarinnar og þá gagnrýni sem ríkisstjórnin hefur fengið vegna gjörða sinna, eða að gera lítið úr dómgreind og vitsmunum þess stóra hóps landsmanna sem sitja heima í sárindum yfir því að pólitík var sett ofar mannúð. Að sjálfsögðu væri hann að viðurkenna hversu rangur gjörningur það var að fella þetta frumvarp ef hann samþykkti það að almenningur væri nægilega vel upplýstur um málefnið til að geta tekið upplýsta ákvörðun byggða á eigin samvisku. Þar sem hann vill ekki viðurkenna það verður hann að halda í þá lygi að almenningur viti ekki um hvað málið snúist því hann „lesi bara fyrirsagnir“. Kolbeinn endurtekur í grein sinni fyrirsláttinn sem meirihlutinn hefur notað til að verja þá ákvörðun að halda áfram að refsa veiku fólki. Fyrirslátt sem margsinnis er búið að hrekja af fólki sem er betur til þess fallið en ég, svo sem af Halldóru Mogensen og öðrum flutningsmönnum frumvarpsins. Kolbeinn sakar Pírata um óheiðarleika og slæm vinnubrögð. Nokkuð sem hann hefur sjálfur gert sig sekan um, en þægilegra er að varpa kastljósinu yfir á aðra til að draga úr athygli á eigin sekt. Hann sakar Pírata einnig um að reyna að þvinga fólk til að kjósa gegn eigin sannfæringu. En staðreyndin er sú að fyrsti flutningsmaður frumvarpsins stóð uppi í pontu fyrir atkvæðagreiðsluna og biðlaði einlæglega til þingheims um að fylgja eigin sannfæringu. Kolbeinn viðurkennir svo í næstu setningu greinarinnar að margir þingmenn meirihlutans gerðu það þveröfuga; segir berum orðum að ansi margir þingmenn hafi stutt málefnið. En ekki kosið með því. Það er skilgreiningin á því að fylgja ekki eigin sannfæringu. Það er svo bláljóst að um ákveðnar flokkslínur var að ræða. Það þarf ekki frekari gagna við en það að líta á þá einföldu staðreynd að einn flutningsmanna frumvarpsins sjálfs SAT HJÁ í atkvæðagreiðslunni. Um eigið frumvarp. Hvernig er það að standa með eigin sannfæringu? Þetta er sorglegt. Sorglegt fyrir þá aðila sem standa ekki með eigin sannfæringu. Sorglegt fyrir þjóðfélag sem situr uppi með þingmenn sem standa ekki með eigin sannfæringu né vilja þjóðarinnar. Sorglegt fyrir fólk með fíknivanda, sem í dag er jaðarsett og útskúfað. Fólk sem getur ekki leitað á náðir löggæslu né heilbrigðiskerfisins og deyr af þeim sökum. Deyr vegna líkamsárása,heimilisofbeldis, veikinda og vosbúðar. Sorglegt fyrir ungmennin sem þora ekki að hringja í Neyðarlínuna þegar vinur þeirra er að látast fyrir framan augu þeirra úr of stórum skammti. Sorglegt fyrir unga manninn sem fer á sakaskrá vegna minniháttar vörslu á grasi og missir af þeim sökum atvinnutækifæri, skólastyrki, orðspor og jafnvel vini og fjölskyldu. Vandlætingin sem einkenna skrif Kolbeins þar sem hann nefnir lyftiduftspokana sem stungið var inn um bréfalúguna hans er megn. Hann skrifaði, í bókstaflegri merkingu, undir dauða fjölda manns í skiptum fyrir einhvers konar skiptidíl innan ríkisstjórnarinnar en það fyllir mælinn fyrir hann að fá lyftiduft inn um bréfalúguna. Slík sjálfhverfa ber merki um algjöran skort á því að geta sett sig í spor annarra, öðru nafni samkennd. Enda má spyrja; hver með samkennd getur látið það tækifæri fram hjá þér fara að bæta kjör þúsunda landa sinna? Hver með samkennd hefði kosið nei? Höfundur er sálfræðingur og formaður Snarrótarinnar – samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Alþingi Lilja Sif Þorsteinsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Í gær birti Kolbeinn Óttarsson Proppé grein á Vísi.is þar sem hann fer rangt með staðreyndir – viljandi að því er virðist, hagræðir sannleikanum og sakar „andstæðinginn“ um sömu taktík og hann sjálfur er að beita. En líkt og röng klukka er rétt tvisvar sinnum á sólarhring þá rataðist honum þó sannarlega satt á munn varðandi eitt: þegar hann segir þetta allt saman gamaldags, pólitískt leikrit með tilheyrandi klækjabrögðum. Það er svo sannarlega rétt hjá honum, en það er ekki minnihlutinn sem stendur í þeim ljóta leik, heldur meirihlutinn. Kolbeinn er fær í því að varpa kastljósinu og sökinni yfir á þá sem gagnrýna hann. Til að axla ekki ábyrgð á eigin gjörðum talar hann svívirðilega niður til kjósenda sem hann segir að „lesi bara fyrirsagnir“. Þarna er hann að varpa athyglinni og sökinni yfir á gagnrýnendur sína, svo að sem minnstur óþverri loði við hann sjálfan. Hann hafði tvo valkosti: Að bera virðingu fyrir viðmælendum sínum og leggja við hlustir á vilja þjóðarinnar og þá gagnrýni sem ríkisstjórnin hefur fengið vegna gjörða sinna, eða að gera lítið úr dómgreind og vitsmunum þess stóra hóps landsmanna sem sitja heima í sárindum yfir því að pólitík var sett ofar mannúð. Að sjálfsögðu væri hann að viðurkenna hversu rangur gjörningur það var að fella þetta frumvarp ef hann samþykkti það að almenningur væri nægilega vel upplýstur um málefnið til að geta tekið upplýsta ákvörðun byggða á eigin samvisku. Þar sem hann vill ekki viðurkenna það verður hann að halda í þá lygi að almenningur viti ekki um hvað málið snúist því hann „lesi bara fyrirsagnir“. Kolbeinn endurtekur í grein sinni fyrirsláttinn sem meirihlutinn hefur notað til að verja þá ákvörðun að halda áfram að refsa veiku fólki. Fyrirslátt sem margsinnis er búið að hrekja af fólki sem er betur til þess fallið en ég, svo sem af Halldóru Mogensen og öðrum flutningsmönnum frumvarpsins. Kolbeinn sakar Pírata um óheiðarleika og slæm vinnubrögð. Nokkuð sem hann hefur sjálfur gert sig sekan um, en þægilegra er að varpa kastljósinu yfir á aðra til að draga úr athygli á eigin sekt. Hann sakar Pírata einnig um að reyna að þvinga fólk til að kjósa gegn eigin sannfæringu. En staðreyndin er sú að fyrsti flutningsmaður frumvarpsins stóð uppi í pontu fyrir atkvæðagreiðsluna og biðlaði einlæglega til þingheims um að fylgja eigin sannfæringu. Kolbeinn viðurkennir svo í næstu setningu greinarinnar að margir þingmenn meirihlutans gerðu það þveröfuga; segir berum orðum að ansi margir þingmenn hafi stutt málefnið. En ekki kosið með því. Það er skilgreiningin á því að fylgja ekki eigin sannfæringu. Það er svo bláljóst að um ákveðnar flokkslínur var að ræða. Það þarf ekki frekari gagna við en það að líta á þá einföldu staðreynd að einn flutningsmanna frumvarpsins sjálfs SAT HJÁ í atkvæðagreiðslunni. Um eigið frumvarp. Hvernig er það að standa með eigin sannfæringu? Þetta er sorglegt. Sorglegt fyrir þá aðila sem standa ekki með eigin sannfæringu. Sorglegt fyrir þjóðfélag sem situr uppi með þingmenn sem standa ekki með eigin sannfæringu né vilja þjóðarinnar. Sorglegt fyrir fólk með fíknivanda, sem í dag er jaðarsett og útskúfað. Fólk sem getur ekki leitað á náðir löggæslu né heilbrigðiskerfisins og deyr af þeim sökum. Deyr vegna líkamsárása,heimilisofbeldis, veikinda og vosbúðar. Sorglegt fyrir ungmennin sem þora ekki að hringja í Neyðarlínuna þegar vinur þeirra er að látast fyrir framan augu þeirra úr of stórum skammti. Sorglegt fyrir unga manninn sem fer á sakaskrá vegna minniháttar vörslu á grasi og missir af þeim sökum atvinnutækifæri, skólastyrki, orðspor og jafnvel vini og fjölskyldu. Vandlætingin sem einkenna skrif Kolbeins þar sem hann nefnir lyftiduftspokana sem stungið var inn um bréfalúguna hans er megn. Hann skrifaði, í bókstaflegri merkingu, undir dauða fjölda manns í skiptum fyrir einhvers konar skiptidíl innan ríkisstjórnarinnar en það fyllir mælinn fyrir hann að fá lyftiduft inn um bréfalúguna. Slík sjálfhverfa ber merki um algjöran skort á því að geta sett sig í spor annarra, öðru nafni samkennd. Enda má spyrja; hver með samkennd getur látið það tækifæri fram hjá þér fara að bæta kjör þúsunda landa sinna? Hver með samkennd hefði kosið nei? Höfundur er sálfræðingur og formaður Snarrótarinnar – samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar