Danke, Sara! Wolfsburg kveður landsliðsfyrirliðann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2020 18:00 Sara Björk með þýska meistaraskjöldinn ásamt vinkonu sinni, Pernille Harder getty/Maja Hitij Eins og greint var frá í gær hefur Sara Björk Gunnarsdóttir skrifað undir tveggja ára samning við Evrópumeistara Lyon. Sara kemur til Lyon á frjálsri sölu frá Wolfsburg þar sem hún hefur leikið undanfarin fjögur ár. Landsliðsfyrirliðinn hefur þegar spilað sinn síðasta leik fyrir Wolfsburg. Hún fær ekki að spila úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar á laugardaginn þar sem Wolfsburg mætir Essen. Ef Wolfsburg vinnur bikarúrslitaleikinn á laugardaginn kveður Sara liðið, hafandi orðið tvöfaldur meistari á öllum fjórum tímabilunum sínum hjá því. Wolfsburg komst einnig í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2018 þar sem liðið tapaði fyrir verðandi samherjum Söru í Lyon, 4-1. Wolfsburg birti í dag myndband á samfélagsmiðlum sínum þar sem Sara er kvödd með stæl. Þar má sjá hana skora nokkur mörk, fagna titlum og tala þýsku. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. DANKE, SARA! #VfLWolfsburg #Wölfinnen #DieLiga @sarabjork18 pic.twitter.com/qI0COB5bQi— VfL Wolfsburg Frauen (@VfLWob_Frauen) July 2, 2020 Í samtali við Vísi sagði Sara vonast til að mega taka þátt í leikjum Lyon í Meistaradeildinni í haust. Leika á átta liða úrslit, undanúrslit og úrslit í Meistaradeildinni á Spáni dagana 21.-30. ágúst. Lyon hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum í röð og sex sinnum alls. Þá hefur liðið unnið franska meistaratitilinn fjórtán sinnum í röð. Sara lék með Rosengård í Svíþjóð áður en hún fór til Wolfsburg. Hún varð fjórum sinnum sænskur meistari og einu sinni bikarmeistari með Rosengård og var um tíma fyrirliði liðsins. Þýski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ein stærstu félagsskipti Íslendinga í sögunni: „Eins og karlkyns leikmaður færi í Barcelona“ „Þetta er bara risastórt, maður óskar Söru innilega til hamingju með þetta og frábært fyrir okkur Íslendinga að eiga leikmann á þessu risastóra sviði. Þetta er besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag, væri eins og einhver íslenskur karlleikmaður færi í Barcelona. Eins og Eiður Smári gerði á sínum tíma, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. 1. júlí 2020 19:45 Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“ „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon. 1. júlí 2020 15:38 Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. 1. júlí 2020 15:15 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Eins og greint var frá í gær hefur Sara Björk Gunnarsdóttir skrifað undir tveggja ára samning við Evrópumeistara Lyon. Sara kemur til Lyon á frjálsri sölu frá Wolfsburg þar sem hún hefur leikið undanfarin fjögur ár. Landsliðsfyrirliðinn hefur þegar spilað sinn síðasta leik fyrir Wolfsburg. Hún fær ekki að spila úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar á laugardaginn þar sem Wolfsburg mætir Essen. Ef Wolfsburg vinnur bikarúrslitaleikinn á laugardaginn kveður Sara liðið, hafandi orðið tvöfaldur meistari á öllum fjórum tímabilunum sínum hjá því. Wolfsburg komst einnig í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2018 þar sem liðið tapaði fyrir verðandi samherjum Söru í Lyon, 4-1. Wolfsburg birti í dag myndband á samfélagsmiðlum sínum þar sem Sara er kvödd með stæl. Þar má sjá hana skora nokkur mörk, fagna titlum og tala þýsku. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. DANKE, SARA! #VfLWolfsburg #Wölfinnen #DieLiga @sarabjork18 pic.twitter.com/qI0COB5bQi— VfL Wolfsburg Frauen (@VfLWob_Frauen) July 2, 2020 Í samtali við Vísi sagði Sara vonast til að mega taka þátt í leikjum Lyon í Meistaradeildinni í haust. Leika á átta liða úrslit, undanúrslit og úrslit í Meistaradeildinni á Spáni dagana 21.-30. ágúst. Lyon hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum í röð og sex sinnum alls. Þá hefur liðið unnið franska meistaratitilinn fjórtán sinnum í röð. Sara lék með Rosengård í Svíþjóð áður en hún fór til Wolfsburg. Hún varð fjórum sinnum sænskur meistari og einu sinni bikarmeistari með Rosengård og var um tíma fyrirliði liðsins.
Þýski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ein stærstu félagsskipti Íslendinga í sögunni: „Eins og karlkyns leikmaður færi í Barcelona“ „Þetta er bara risastórt, maður óskar Söru innilega til hamingju með þetta og frábært fyrir okkur Íslendinga að eiga leikmann á þessu risastóra sviði. Þetta er besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag, væri eins og einhver íslenskur karlleikmaður færi í Barcelona. Eins og Eiður Smári gerði á sínum tíma, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. 1. júlí 2020 19:45 Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“ „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon. 1. júlí 2020 15:38 Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. 1. júlí 2020 15:15 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Ein stærstu félagsskipti Íslendinga í sögunni: „Eins og karlkyns leikmaður færi í Barcelona“ „Þetta er bara risastórt, maður óskar Söru innilega til hamingju með þetta og frábært fyrir okkur Íslendinga að eiga leikmann á þessu risastóra sviði. Þetta er besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag, væri eins og einhver íslenskur karlleikmaður færi í Barcelona. Eins og Eiður Smári gerði á sínum tíma, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. 1. júlí 2020 19:45
Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“ „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon. 1. júlí 2020 15:38
Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. 1. júlí 2020 15:15