„Allir helstu fýlupúkar landsins eru búnir að segja að þetta sé ömurlegt myndband“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2020 11:35 Hér má sjá Sindra (í gulu) fagna Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu 2019 með KR, þáverandi félagsliði sínu. Hann leikur nú fyrir KV. Vísir/Daniel Thor Sindri Snær Jensson, knattspyrnumaður og eigandi Húrra Reykjavíkur, segist gríðarlega ánægður með kynningu Knattspyrnusambands Íslands á nýjum búningum landsliða Íslands, sem og búninginn sjálfan. Hann gefur lítið fyrir háværa gagnrýni á framsetningu KSÍ á kynningarefni í kringum nýtt útlit landsliðanna. Þetta kom fram í viðtali við Sindra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kynning KSÍ á nýju merki sambandsins hefur verið fremur umdeild, en margir hafa sett fram sjónarmið um að bragur myndbandsins sé heldur þjóðrembingslegur, og jafnvel fasískur. Sjálfur gefur Sindri Snær lítið fyrir tengingar við fasisma og annað. Honum finnist myndbandið frábært, og kallar það „gæsahúðarmyndband.“ „Auðvitað er verið að færa í stílinn. Það er aðeins verið að gera eitthvað extra og dramatík. Allir helstu fýlupúkar landsins eru búnir að segja að þetta sé ömurlegt myndband. Þannig að ég held að þetta sé bara frábært myndband,“ segir Sindri. Gæti selt búninginn í Húrra Sindri er sem fyrr segir eigandi Húrra Reykjavíkur, og rekur tvær verslanir undir því nafni í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir margt af því nýja sem KSÍ var að kynna, aukahluti og varning vera það flott, að það væri hægt að selja í verslununum, sem selja þann tískufatnað sem þykir móðins hverju sinni. Það hafi ekki áður átt við um varning undir merkjum KSÍ. „Við hefðum getað selt frönsku treyjuna sem var svört með hvítu, og Nígeríutreyjuna sem var græn og öll í munstri. En þetta gætum við alveg selt í Húrra, ekki spurning.“ Sjálfur gefur Sindri heildarpakkanum, búningnum, varningnum og kynningarefni KSÍ, níu í einkunn. „Ég er virkilega ánægður að sjá þetta hjá KSÍ.“ Fótbolti KSÍ Tíska og hönnun Íslenski boltinn Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
Sindri Snær Jensson, knattspyrnumaður og eigandi Húrra Reykjavíkur, segist gríðarlega ánægður með kynningu Knattspyrnusambands Íslands á nýjum búningum landsliða Íslands, sem og búninginn sjálfan. Hann gefur lítið fyrir háværa gagnrýni á framsetningu KSÍ á kynningarefni í kringum nýtt útlit landsliðanna. Þetta kom fram í viðtali við Sindra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kynning KSÍ á nýju merki sambandsins hefur verið fremur umdeild, en margir hafa sett fram sjónarmið um að bragur myndbandsins sé heldur þjóðrembingslegur, og jafnvel fasískur. Sjálfur gefur Sindri Snær lítið fyrir tengingar við fasisma og annað. Honum finnist myndbandið frábært, og kallar það „gæsahúðarmyndband.“ „Auðvitað er verið að færa í stílinn. Það er aðeins verið að gera eitthvað extra og dramatík. Allir helstu fýlupúkar landsins eru búnir að segja að þetta sé ömurlegt myndband. Þannig að ég held að þetta sé bara frábært myndband,“ segir Sindri. Gæti selt búninginn í Húrra Sindri er sem fyrr segir eigandi Húrra Reykjavíkur, og rekur tvær verslanir undir því nafni í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir margt af því nýja sem KSÍ var að kynna, aukahluti og varning vera það flott, að það væri hægt að selja í verslununum, sem selja þann tískufatnað sem þykir móðins hverju sinni. Það hafi ekki áður átt við um varning undir merkjum KSÍ. „Við hefðum getað selt frönsku treyjuna sem var svört með hvítu, og Nígeríutreyjuna sem var græn og öll í munstri. En þetta gætum við alveg selt í Húrra, ekki spurning.“ Sjálfur gefur Sindri heildarpakkanum, búningnum, varningnum og kynningarefni KSÍ, níu í einkunn. „Ég er virkilega ánægður að sjá þetta hjá KSÍ.“
Fótbolti KSÍ Tíska og hönnun Íslenski boltinn Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira