„Það versta sem gæti komið fyrir okkur er önnur bylgja af faraldrinum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. júlí 2020 21:00 Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans og einn yfirmanna ácovid-göngudeild. Vísir/Sigurjón Önnur bylgja faraldursins á Íslandi myndi skapa grafalvarlega stöðu, að sögn forstöðumanns hjá Landspítalanum. Hann óttast að fólk sé orðið of værukært í persónubundnum smitvörnum. Alls eru nú þrettán með virkt kórónuveirusmit á landinu, flest sem greinst hafa við landamæraskimun en nokkur innanlandssmit. „Það er náttúrlega ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessu en ég held að þetta sýni að það er mikilvægt að beita aðgerðum til þess að greina þessi smit í tíma,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans og einn yfirmanna á covid-göngudeild. Innanlandssmitin megi flest rekja til Íslendinga sem komið hafa erlendis frá. Þótt vel hafi gengið hingað til og enginn hafi veikst alvarlega eða þurft að leggjast inn enn sem komið er eftir opnun landamæranna megi lítið út af bregða. Metfjöldi fór um Keflavíkurflugvöll í dag síðan slakað var á landamæratakmörkunum 15. júní. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að tillögu sóttvarnalæknis, að fjöldamörk samkomubanns verði óbreytt í þrjár vikur til viðbótar. Auk þess hefur ráðherra samþykkt breytt fyrirkomulag við veiruskimun á landamærum. Hafið þið orðið þess áskynja að fólk sé ef til vill farið að slaka of mikið á? „Ég held að við sem aðrir sem hafa fylgst með atferli fólks séu sammála um það. Við einhvern veginn höfum farið aftur til baka bara til fyrra lífs má segja,“ segir Runólfur. „En við sýndum það held ég meðan að fólki var gert að fylgja mjög ströngum leiðbeiningum að það var vel hægt og ég held að fólk hafi haft það ágætt í rauninni að mörgu leyti. Og núna, það versta sem gæti komið fyrir okkur er önnur bylgja af faraldrinum þannig að fólk þarf að leggja hönd á plóg til að koma í veg fyrir það og fólk getur best gert það með því að fylgja mjög vel leiðbeiningum um sóttvarnir.“ Juku við gæslu vegna brota á reglum Almannavarnir hafa lýst áhyggjum af stórum mannamótum þar sem fólk virðir ekki svæðaskiptingu. Áætlað er að í kringum átta þúsund manns séu saman komnir á Akureyri í tengslum við N1 krakkamótið í fótbolta um helgina. „Langflestir hafa verið mjög flottir og farið eftir settum reglum. Við erum með í rauninni girðingu sem er að girða af svæðin okkar en því miður er búið að vera miklu meira um það að fólk fari yfir þessar girðingar,“ segir Ágúst Stefánsson sem er í mótsstjórn N1 mótsins. „Við vorum mjög fljót að heyra í yfirvöldum og fá lögregluna og fleiri til þess að koma og vera sýnileg og aðstoða okkur við að halda öllu eins og það á að vera.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Önnur bylgja faraldursins á Íslandi myndi skapa grafalvarlega stöðu, að sögn forstöðumanns hjá Landspítalanum. Hann óttast að fólk sé orðið of værukært í persónubundnum smitvörnum. Alls eru nú þrettán með virkt kórónuveirusmit á landinu, flest sem greinst hafa við landamæraskimun en nokkur innanlandssmit. „Það er náttúrlega ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessu en ég held að þetta sýni að það er mikilvægt að beita aðgerðum til þess að greina þessi smit í tíma,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans og einn yfirmanna á covid-göngudeild. Innanlandssmitin megi flest rekja til Íslendinga sem komið hafa erlendis frá. Þótt vel hafi gengið hingað til og enginn hafi veikst alvarlega eða þurft að leggjast inn enn sem komið er eftir opnun landamæranna megi lítið út af bregða. Metfjöldi fór um Keflavíkurflugvöll í dag síðan slakað var á landamæratakmörkunum 15. júní. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að tillögu sóttvarnalæknis, að fjöldamörk samkomubanns verði óbreytt í þrjár vikur til viðbótar. Auk þess hefur ráðherra samþykkt breytt fyrirkomulag við veiruskimun á landamærum. Hafið þið orðið þess áskynja að fólk sé ef til vill farið að slaka of mikið á? „Ég held að við sem aðrir sem hafa fylgst með atferli fólks séu sammála um það. Við einhvern veginn höfum farið aftur til baka bara til fyrra lífs má segja,“ segir Runólfur. „En við sýndum það held ég meðan að fólki var gert að fylgja mjög ströngum leiðbeiningum að það var vel hægt og ég held að fólk hafi haft það ágætt í rauninni að mörgu leyti. Og núna, það versta sem gæti komið fyrir okkur er önnur bylgja af faraldrinum þannig að fólk þarf að leggja hönd á plóg til að koma í veg fyrir það og fólk getur best gert það með því að fylgja mjög vel leiðbeiningum um sóttvarnir.“ Juku við gæslu vegna brota á reglum Almannavarnir hafa lýst áhyggjum af stórum mannamótum þar sem fólk virðir ekki svæðaskiptingu. Áætlað er að í kringum átta þúsund manns séu saman komnir á Akureyri í tengslum við N1 krakkamótið í fótbolta um helgina. „Langflestir hafa verið mjög flottir og farið eftir settum reglum. Við erum með í rauninni girðingu sem er að girða af svæðin okkar en því miður er búið að vera miklu meira um það að fólk fari yfir þessar girðingar,“ segir Ágúst Stefánsson sem er í mótsstjórn N1 mótsins. „Við vorum mjög fljót að heyra í yfirvöldum og fá lögregluna og fleiri til þess að koma og vera sýnileg og aðstoða okkur við að halda öllu eins og það á að vera.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira