Eftirminnilegur tímamótaleikur hjá Kára Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2020 13:30 Kári í leik gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. Vísir/HAG Bikarmeistarar Víkings heimsóttu Íslandsmeistara KR í Frostaskjólið um helgina í Pepsi Max deildinni í fótbolta. Leikurinn – sem var ef til vill ekki mikið fyrir augað hvað varðar fótbolta – var þó merkilegur fyrir margar sakir. KR hefur nú unnið fjóra leiki í röð gegn Víkingum. Báðir deildarleikir liðanna í fyrra fóru 1-0 og þá vann KR leik liðanna í Meistarakeppni KSÍ, einnig 1-0. Leiknum í gær lauk hins vegar með 2-0 sigri KR og það sem meira er, Víkingar enduðu leikinn með átta leikmenn á vellinum. Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson – miðverðir Víkinga í leiknum – sáu allir rautt. Hvort rauðu spjöldin áttu rétt á sér verður ósagt látið en leikur helgarinnar var 450. deildarleikur Kára Árna á ferlinum. Víkingar verða því án miðvarðanna þriggja þegar liðið fær Val í heimsókn í Víkina á miðvikudaginn kemur. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Víðir Sigurðsson, blaðamaður Morgunblaðsins, birti í morgun lista með leikjahæstu leikmönnum Íslands og Kári er nú í 11. sæti listans. Kári hefur alls leikið 55 deildarleiki hér á landi, alla með Víking Reykjavík. Erlendis hefur Kári svo leikið með fjölda liða. Hann lék 72 leiki með Djurgården og Malmö í Svíþjóð, 58 leikir komu með AGF og Esbjerg í Danmörku. Flesta leiki lék hann á Englandi eða 191 talsins með Plymouth og Rotherham, aðrir 53 komu með Aberdeen í Skotlandi. Átta með Omonia á Kýpur og að lokum þrettán í Tyrklandi með Gençlerbirliği. Alls eru þetta 450 leikir í sjö löndum. Í upphafi móts var Kári í 14. sæti yfir leikjahæstu Íslendinga en hann hefur nú unnið sig upp í 11. sæti. Fari svo að Kári nái öllum leikjum Íslandsmótsins sem eftir eru – nema leik liðsins gegn Val í næstu umferð þar sem Kári verður í leikbanni – þá verður landsliðsmaðurinn öflugi kominn upp í 7. sæti listans. Kári á þó langt í land með að ná efstu mönnum en Arnór Guðjohnsen, Ívar Ingimarsson, Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen léku allir yfir 500 leiki á ferlinum. 523 Arnór Guðjohnsen 520 Ívar Ingimarsson 512 Hermann Hreiðarsson 504 Eiður Smári Guðjohnsen 492 Heiðar Helguson 481 Ásgeir Sigurvinsson 465 Arnar Þór Viðarsson 462 Atli Eðvaldsson 462 Rúnar Kristinsson 460 Tryggvi Guðmundsson 450 Kári Árnason Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur 2-0 | Víkingar sáu þrjú rauð í tapi á Meistaravöllum KR vann 2-0 sigur á Víkingi í leik þar sem þrír reyndustu leikmenn Víkinga voru reknir af velli. 4. júlí 2020 20:12 KR ekki tapað tveimur deildarleikjum í röð á heimavelli í áratug Ef Víkingar sækja sigur í Vesturbæinn á morgun verður það í fyrsta sinn í áratug sem KR-ingar tapa tveimur deildarleikjum í röð á Meistaravöllum. 3. júlí 2020 13:30 Arnar: Hver sem er getur séð að þetta voru ekki rauð spjöld Þjálfara Víkings fannst öll þrjú rauðu spjöldin sem hans menn fengu gegn KR ósanngjörn. 4. júlí 2020 19:54 Rúnar: Við fyrstu sýn voru þetta allt rauð spjöld Þrátt fyrir sigurinn á Víkingi var þjálfari KR langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna. Hann sagði að rauðu spjöldin þrjú sem Víkingar fengu hafi verið rétt. 4. júlí 2020 20:07 Sjáðu rauðu spjöldin úr meistaraslagnum, dramatíkina á Nesinu og flautumarkið í sigri Fylkis Ellefu mörk voru skoruð í fyrstu tveimur leikjum dagsins í Pepsi Max-deild karla. Átta þeirra voru skoruð á Seltjarnarnesi og þrjú í Grafarvogi. 4. júlí 2020 19:23 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Bikarmeistarar Víkings heimsóttu Íslandsmeistara KR í Frostaskjólið um helgina í Pepsi Max deildinni í fótbolta. Leikurinn – sem var ef til vill ekki mikið fyrir augað hvað varðar fótbolta – var þó merkilegur fyrir margar sakir. KR hefur nú unnið fjóra leiki í röð gegn Víkingum. Báðir deildarleikir liðanna í fyrra fóru 1-0 og þá vann KR leik liðanna í Meistarakeppni KSÍ, einnig 1-0. Leiknum í gær lauk hins vegar með 2-0 sigri KR og það sem meira er, Víkingar enduðu leikinn með átta leikmenn á vellinum. Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson – miðverðir Víkinga í leiknum – sáu allir rautt. Hvort rauðu spjöldin áttu rétt á sér verður ósagt látið en leikur helgarinnar var 450. deildarleikur Kára Árna á ferlinum. Víkingar verða því án miðvarðanna þriggja þegar liðið fær Val í heimsókn í Víkina á miðvikudaginn kemur. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Víðir Sigurðsson, blaðamaður Morgunblaðsins, birti í morgun lista með leikjahæstu leikmönnum Íslands og Kári er nú í 11. sæti listans. Kári hefur alls leikið 55 deildarleiki hér á landi, alla með Víking Reykjavík. Erlendis hefur Kári svo leikið með fjölda liða. Hann lék 72 leiki með Djurgården og Malmö í Svíþjóð, 58 leikir komu með AGF og Esbjerg í Danmörku. Flesta leiki lék hann á Englandi eða 191 talsins með Plymouth og Rotherham, aðrir 53 komu með Aberdeen í Skotlandi. Átta með Omonia á Kýpur og að lokum þrettán í Tyrklandi með Gençlerbirliği. Alls eru þetta 450 leikir í sjö löndum. Í upphafi móts var Kári í 14. sæti yfir leikjahæstu Íslendinga en hann hefur nú unnið sig upp í 11. sæti. Fari svo að Kári nái öllum leikjum Íslandsmótsins sem eftir eru – nema leik liðsins gegn Val í næstu umferð þar sem Kári verður í leikbanni – þá verður landsliðsmaðurinn öflugi kominn upp í 7. sæti listans. Kári á þó langt í land með að ná efstu mönnum en Arnór Guðjohnsen, Ívar Ingimarsson, Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen léku allir yfir 500 leiki á ferlinum. 523 Arnór Guðjohnsen 520 Ívar Ingimarsson 512 Hermann Hreiðarsson 504 Eiður Smári Guðjohnsen 492 Heiðar Helguson 481 Ásgeir Sigurvinsson 465 Arnar Þór Viðarsson 462 Atli Eðvaldsson 462 Rúnar Kristinsson 460 Tryggvi Guðmundsson 450 Kári Árnason
523 Arnór Guðjohnsen 520 Ívar Ingimarsson 512 Hermann Hreiðarsson 504 Eiður Smári Guðjohnsen 492 Heiðar Helguson 481 Ásgeir Sigurvinsson 465 Arnar Þór Viðarsson 462 Atli Eðvaldsson 462 Rúnar Kristinsson 460 Tryggvi Guðmundsson 450 Kári Árnason
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur 2-0 | Víkingar sáu þrjú rauð í tapi á Meistaravöllum KR vann 2-0 sigur á Víkingi í leik þar sem þrír reyndustu leikmenn Víkinga voru reknir af velli. 4. júlí 2020 20:12 KR ekki tapað tveimur deildarleikjum í röð á heimavelli í áratug Ef Víkingar sækja sigur í Vesturbæinn á morgun verður það í fyrsta sinn í áratug sem KR-ingar tapa tveimur deildarleikjum í röð á Meistaravöllum. 3. júlí 2020 13:30 Arnar: Hver sem er getur séð að þetta voru ekki rauð spjöld Þjálfara Víkings fannst öll þrjú rauðu spjöldin sem hans menn fengu gegn KR ósanngjörn. 4. júlí 2020 19:54 Rúnar: Við fyrstu sýn voru þetta allt rauð spjöld Þrátt fyrir sigurinn á Víkingi var þjálfari KR langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna. Hann sagði að rauðu spjöldin þrjú sem Víkingar fengu hafi verið rétt. 4. júlí 2020 20:07 Sjáðu rauðu spjöldin úr meistaraslagnum, dramatíkina á Nesinu og flautumarkið í sigri Fylkis Ellefu mörk voru skoruð í fyrstu tveimur leikjum dagsins í Pepsi Max-deild karla. Átta þeirra voru skoruð á Seltjarnarnesi og þrjú í Grafarvogi. 4. júlí 2020 19:23 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur 2-0 | Víkingar sáu þrjú rauð í tapi á Meistaravöllum KR vann 2-0 sigur á Víkingi í leik þar sem þrír reyndustu leikmenn Víkinga voru reknir af velli. 4. júlí 2020 20:12
KR ekki tapað tveimur deildarleikjum í röð á heimavelli í áratug Ef Víkingar sækja sigur í Vesturbæinn á morgun verður það í fyrsta sinn í áratug sem KR-ingar tapa tveimur deildarleikjum í röð á Meistaravöllum. 3. júlí 2020 13:30
Arnar: Hver sem er getur séð að þetta voru ekki rauð spjöld Þjálfara Víkings fannst öll þrjú rauðu spjöldin sem hans menn fengu gegn KR ósanngjörn. 4. júlí 2020 19:54
Rúnar: Við fyrstu sýn voru þetta allt rauð spjöld Þrátt fyrir sigurinn á Víkingi var þjálfari KR langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna. Hann sagði að rauðu spjöldin þrjú sem Víkingar fengu hafi verið rétt. 4. júlí 2020 20:07
Sjáðu rauðu spjöldin úr meistaraslagnum, dramatíkina á Nesinu og flautumarkið í sigri Fylkis Ellefu mörk voru skoruð í fyrstu tveimur leikjum dagsins í Pepsi Max-deild karla. Átta þeirra voru skoruð á Seltjarnarnesi og þrjú í Grafarvogi. 4. júlí 2020 19:23