Ótrúleg saga samherja Andra Fannars hjá Bologna | Skoraði gegn Inter um helgina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2020 15:30 Juwara fagnar jöfnunarmarki sínu á meðan Alexis Sanchez og Ashley Young labba niðurlútir í átt að miðju vallarins. Mattia Ozbot/Getty Images Bologna vann óvænt 2-1 sigur gegn Inter Milan í ítölsku úrvalsdeildinni um nýliðna helgi. Íslendingurinn Andri Fannar Baldursson kom inn af varamannabekk liðsins undir lok leiks en það var annar táningur í herbúðum Bologna sem stal senunni. Musa Juwara er 18 ára gamall drengur frá Gambíu. Hann jafnaði leikinn á 75. mínútu, aðeins tíu mínútum eftir að hann kom inn af varamannabekknum. Var þetta hans fyrsta mark sem atvinnumaður. Musa Barrow skoraði svo sigurmark Bologna þegar tíu mínútur voru til leiksloka. FIRST professional goal Musa Juwara, take a bow Read his incredible story here https://t.co/U7ZU2K2Tik pic.twitter.com/QNBsN5t8aw— ForzaItalianFootball (@SerieAFFC) July 5, 2020 Juwara flúði slæmar aðstæður þar í landi árið 2016 og komst til Ítalíu með bát yfir Miðjarðarhafið. Hann er einn af þeim heppnu sem komst yfir en því miður gera það ekki allir sem leggja í þessa ferð sem lifa það af. Fékk hann síðan tækifæri hjá áhugamannaliðinu Virtus Avigliano. Gerðist þjálfari liðsins, Vitantonio Summa, forráðamaður Juwara þar sem hann fór einn síns liðs frá Gambíu til Ítalíu. Frammistaða Juwara með Avigliano var ekki lengi að vekja athygli út fyrir borgarmörkin. Leikmaðurinn þykir einkar öflugur kantmaður miðað við aldur og eins og hendi væri veifað þá var Chievo Verona búið að hafa samband með það í huga að semja við drenginn. Gekk hann í raðir liðsins árið 2017. Var aðdragandi félagaskiptanna nokkuð langur en í fyrstu mátti hann ekki semja við félagið sökum þess að hann væri flóttamaður í landinu. Eftir að hafa áfrýjað því máli fékk Juwara grænt ljóst á félagaskiptin og gerðist leikmaður Chievo. Eftir óvænt lán til Torino á síðasta ári – til að taka þátt í hinu virta Torneo di Viareggio unglingamóti, þar sem Juwara skoraði þrjú mörk í þremur leikjum – þá fékk hann sénsinn í aðalliði Chievo er liðið spilaði við Frosinone Calcio í maí á síðasta ári. Left his home country at the age of 1 4 Travelled alone from Gambia to Italy Starting playing for a local club in Potenza Adopted by his coach And now, he's scoring in Serie A Musa Juwara, remember the name #InterBologna #WeAreOne pic.twitter.com/uHdvEeBHne— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) July 5, 2020 Hann gekk svo í raðir Bologna síðasta sumar. Þar hitti hann Andra Fannar í U19 ára liði félagsins en fljótlega voru þeir félagar komnir í aðalliðshópinn undir styrkri stjórn Serbans Siniša Mihajlović. Þeir komu svo báðir við sögu hjá aðalliði Bologna í febrúar síðastliðnum. Juwara kom inn af bekknum gegn Roma og Andri Fannar gegn Udinese. Juwara hafði þá þegar leikið gegn Udinese í ítölsku bikarkeppninni. Báðir komu svo inn af bekknum þegar Bologna kom til baka gegn Inter Milan um helgina og gerði þar með endanlega út um allar vonir að blanda sér í baráttuna um ítalska meistaratitilinn. MATCH REPORTA day when the Gambian flag was raised at San Siro https://t.co/Yx6HAQMtLX#InterBologna #WeAreOne pic.twitter.com/8po608PPLi— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) July 6, 2020 Andri Fannar verður að öllum líkindum áfram í herbúðum Bologna á næstu leiktíð og eru samningaviðræðræður nú þegar farnar af stað. „Bologna vill gera langtíma samning við mig og samningaviðræður eru í gangi núna. Ég ætla bara að halda afram að standa mig á æfingum og sýna hvað ég get og þá vonandi fæ ég fleiri tækifæri. En þetta er auðvitað geggjað að vera partur af þessu liði. Ég er stoltur en ég er hungraður í miklu meira,“ sagði Andri Fannar í samtali við RÚV á dögunum. Andri Fannar í leiknum gegn Inter um helgina.Mattia Ozbot/Getty Images Bologna er í 9. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 41 stig þegar átta umferðir eru eftir. Liðið er sjö stigum frá Napoli sem situr í 6. sætinu en það gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Ítalska deildin er sýnd á Stöð 2 Sport og vonandi sjáum við meira af Andra í komandi leikjum. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og atvikin þegar Bologna kom til baka gegn Inter og Andri Fannar kom inn á Bologna vann magnaðan endurkomusigur á Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Inter voru marki yfir og manni fleiri en Bologna kom til baka og vann sterkan 1-2 útisigur. 5. júlí 2020 21:00 Inter klúðraði leik sem þeir voru með í höndunum | Andri kom inn á undir lokin Inter klúðraði nánast unnum leik gegn Andra Fannari Baldurssyni og félögum í Bologna. 5. júlí 2020 17:15 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Sjá meira
Bologna vann óvænt 2-1 sigur gegn Inter Milan í ítölsku úrvalsdeildinni um nýliðna helgi. Íslendingurinn Andri Fannar Baldursson kom inn af varamannabekk liðsins undir lok leiks en það var annar táningur í herbúðum Bologna sem stal senunni. Musa Juwara er 18 ára gamall drengur frá Gambíu. Hann jafnaði leikinn á 75. mínútu, aðeins tíu mínútum eftir að hann kom inn af varamannabekknum. Var þetta hans fyrsta mark sem atvinnumaður. Musa Barrow skoraði svo sigurmark Bologna þegar tíu mínútur voru til leiksloka. FIRST professional goal Musa Juwara, take a bow Read his incredible story here https://t.co/U7ZU2K2Tik pic.twitter.com/QNBsN5t8aw— ForzaItalianFootball (@SerieAFFC) July 5, 2020 Juwara flúði slæmar aðstæður þar í landi árið 2016 og komst til Ítalíu með bát yfir Miðjarðarhafið. Hann er einn af þeim heppnu sem komst yfir en því miður gera það ekki allir sem leggja í þessa ferð sem lifa það af. Fékk hann síðan tækifæri hjá áhugamannaliðinu Virtus Avigliano. Gerðist þjálfari liðsins, Vitantonio Summa, forráðamaður Juwara þar sem hann fór einn síns liðs frá Gambíu til Ítalíu. Frammistaða Juwara með Avigliano var ekki lengi að vekja athygli út fyrir borgarmörkin. Leikmaðurinn þykir einkar öflugur kantmaður miðað við aldur og eins og hendi væri veifað þá var Chievo Verona búið að hafa samband með það í huga að semja við drenginn. Gekk hann í raðir liðsins árið 2017. Var aðdragandi félagaskiptanna nokkuð langur en í fyrstu mátti hann ekki semja við félagið sökum þess að hann væri flóttamaður í landinu. Eftir að hafa áfrýjað því máli fékk Juwara grænt ljóst á félagaskiptin og gerðist leikmaður Chievo. Eftir óvænt lán til Torino á síðasta ári – til að taka þátt í hinu virta Torneo di Viareggio unglingamóti, þar sem Juwara skoraði þrjú mörk í þremur leikjum – þá fékk hann sénsinn í aðalliði Chievo er liðið spilaði við Frosinone Calcio í maí á síðasta ári. Left his home country at the age of 1 4 Travelled alone from Gambia to Italy Starting playing for a local club in Potenza Adopted by his coach And now, he's scoring in Serie A Musa Juwara, remember the name #InterBologna #WeAreOne pic.twitter.com/uHdvEeBHne— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) July 5, 2020 Hann gekk svo í raðir Bologna síðasta sumar. Þar hitti hann Andra Fannar í U19 ára liði félagsins en fljótlega voru þeir félagar komnir í aðalliðshópinn undir styrkri stjórn Serbans Siniša Mihajlović. Þeir komu svo báðir við sögu hjá aðalliði Bologna í febrúar síðastliðnum. Juwara kom inn af bekknum gegn Roma og Andri Fannar gegn Udinese. Juwara hafði þá þegar leikið gegn Udinese í ítölsku bikarkeppninni. Báðir komu svo inn af bekknum þegar Bologna kom til baka gegn Inter Milan um helgina og gerði þar með endanlega út um allar vonir að blanda sér í baráttuna um ítalska meistaratitilinn. MATCH REPORTA day when the Gambian flag was raised at San Siro https://t.co/Yx6HAQMtLX#InterBologna #WeAreOne pic.twitter.com/8po608PPLi— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) July 6, 2020 Andri Fannar verður að öllum líkindum áfram í herbúðum Bologna á næstu leiktíð og eru samningaviðræðræður nú þegar farnar af stað. „Bologna vill gera langtíma samning við mig og samningaviðræður eru í gangi núna. Ég ætla bara að halda afram að standa mig á æfingum og sýna hvað ég get og þá vonandi fæ ég fleiri tækifæri. En þetta er auðvitað geggjað að vera partur af þessu liði. Ég er stoltur en ég er hungraður í miklu meira,“ sagði Andri Fannar í samtali við RÚV á dögunum. Andri Fannar í leiknum gegn Inter um helgina.Mattia Ozbot/Getty Images Bologna er í 9. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 41 stig þegar átta umferðir eru eftir. Liðið er sjö stigum frá Napoli sem situr í 6. sætinu en það gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Ítalska deildin er sýnd á Stöð 2 Sport og vonandi sjáum við meira af Andra í komandi leikjum.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og atvikin þegar Bologna kom til baka gegn Inter og Andri Fannar kom inn á Bologna vann magnaðan endurkomusigur á Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Inter voru marki yfir og manni fleiri en Bologna kom til baka og vann sterkan 1-2 útisigur. 5. júlí 2020 21:00 Inter klúðraði leik sem þeir voru með í höndunum | Andri kom inn á undir lokin Inter klúðraði nánast unnum leik gegn Andra Fannari Baldurssyni og félögum í Bologna. 5. júlí 2020 17:15 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Sjá meira
Sjáðu mörkin og atvikin þegar Bologna kom til baka gegn Inter og Andri Fannar kom inn á Bologna vann magnaðan endurkomusigur á Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Inter voru marki yfir og manni fleiri en Bologna kom til baka og vann sterkan 1-2 útisigur. 5. júlí 2020 21:00
Inter klúðraði leik sem þeir voru með í höndunum | Andri kom inn á undir lokin Inter klúðraði nánast unnum leik gegn Andra Fannari Baldurssyni og félögum í Bologna. 5. júlí 2020 17:15